Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Side 29

Fréttatíminn - 15.06.2012, Side 29
hún hefur sótt frá áramótum. Þar er hún í hljómsveit og mætir nánast daglega. „Að koma inn í hóp af fólki eftir að hafa verið útundan; svartur sauður og tilfelli í svona mörg ár; skrýtin, furðuleg, undarleg, klikkuð – oft kölluð Ragga klikk úr Garðabænum – er yndislegt.“ Manían blundar undir niðri en hún er á beinu brautinni: „Þó að ég sé með geðhvörf á ég rétt á að vera hamingjusöm. Þó að þið séuð vön mér dapri hef ég samt rétt á að hlæja án þess að fólk stökkvi til og vilji segja mér hvernig ég á að sitja og hvar standa.“ Hún segir frá því hvernig hún hafi lagt fjölskyldunni línurnar frá árinu 2005 veikist hún á ný. Fjölskyldan sé í viðbragðsteymi hennar. Hvert þeirra hafi sitt hlut- verk. En nú er allt að falla í ljúfa löð. „Ég er samt alveg hætt að segja: Já, núna er þetta komið. Þá hlær alheimurinn að mér og sendir mér einhvern þvílíkan snúningsbolta. En er á meðan er.“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.