Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Side 45

Fréttatíminn - 15.06.2012, Side 45
Bítlahátíð á Obladi Oblada Frakkastíg 8 20. - 24. júní Helgin 15.-17. júní 2012 KJÖTbúðin GrensásvegOpið: mán-fös 10-18:30, lau 11-16, sun lOkað GrilltilbOð í kjötbúðinni um helGina kindafile í sixty six marineringu 3.495 kr/kg kinda innralæri í sólberja marineringu 3.495 kr/kg ½ úrbeinað lambalæri í bláberjamarineringu 2.195 kr/kg 2 fyrir 1 á Ostakökum mangó og kókos með oreokexi tvær kökur á aðeins 998 kr.  Sumarbjórinn Sumarliði Fyrsti íslenski hveiti- bjórinn í þýskum stíl T vö ár eru síðan Borg Brugghús hóf innreið sína á bjórmarkaðinn með Bríó. Nú er nýr sumarbjór Borgar kom- inn í verslanir og er þar á ferðinni kærkomin viðbót við íslenska bjór- menningu. Þetta ellefta afkvæmi Brugghússins hefur fengið hið viðeigandi nafn Sumarliði og er hveitibjór í þýskum stíl, sá fyrsti sinnar tegundar sem framleiddur hefur verið og seldur á Íslandi. Þennan skemmtilega bjórstíl, eins og svo marga aðra, má rekja til Bæjaralands en þar kallast bjór af þessu tagi Hefeweizen og nýtur gríðarlegra vinsælda. Í upphafi áttu æðstu aðalsmenn þeirra Bæj- ara einkarétt á framleiðslu bjórs þessarar tegundar uns framleiðsl- an hreinlega lagðist af. Til allrar hamingju, fyrir unnendur bjórs, var stíll þessi og bjórgerð svo endurvakin á síðasta fjórðungi 20. aldarinnar. Sumarliði er fr ískandi og skemmtilegur bjór. Bragðmikill og beiskur, þó ekki um of, hveiti í bragðinu (auðvitað) og gerkeimur. Það besta við þennan bjór er þó eft- irbragðið sem lifir vel og lengi og er eilítið reykt. Þetta er klárlega matarbjór frekar en „söturbjór“; án efa góður með grilluðum laxi og frísku salati og öðrum léttari grillmat. Ekki hafa hann of kaldan samt, hann nýtur sín best í 8-10 gráðum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.