Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 42
944 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða og fréttir Landlæknir þarf að hafa það mikla þekkingu að hann viti hvenær á að kalla á aðstoð og ráðgjöf, en ákvörðunin er hans Ólafur Ólafsson kveöur eftir 26 ára starf sem landlæknir Ólafur Ólafssun hefur set- ið í embætti landlæknis síð- ustu 26 árin, þetta er býsna stór hluti af starfsævi eins manns. Reyndar er það svo, að í huganum er landlæknis- embættið Ólafur Ólafsson. I viðtali við Læknablaðið fyr- ir skömmu kvaðst Ólafur hafa „drepið af sér“ átta norræna kollega, þá vaknar spurningin hvort starf land- læknis sé svona erfitt og streituvaldandi eða hvort Ólafur Ólafsson sé einfald- lega það þrjóskur, að ekkert bíti á hann. „Ég held að ástæðan liggi aðallega í samanlögðum aldri foreldra minna, þau urðu sam- tals 174 ára eða 87 ára að meðaltali, þar hefur þú líklega lykilinn. Kannski er starfið slítandi, ég hef til dæmis tekið eftir því að landlæknar verða fljótt gráhærðir, ég varð það reyndar líka en trúlega vegna þess að allt mitt fólk verður fljótt gráhært þannig að mín gráu hár stafa varla öll af streitu. Einn ágætis maður sem tók við um sama leyti og ég var Torbjörn Mörk, land- læknir í Noregi, hann dó í starfi löngu orðinn gráhærður, mikill prýðis maður. I Svíþjóð til dæmis eru landlæknar ráðn- ir til sex ára og fá síðan fram- lengingu, þannig að ekki er alls staðar um æviráðningar að ræða og engan sænskan hef ég séð gráhærðan. I Noregi eru menn æviráðnir og sama var í Danmörku, að minnsta kosti til skamms tíma. Ymsir höfðu það sem stíl að sitja til æviloka eða dóu bara í starfi. Það er varla hægt að hugsa sér glæsilegri dauða en deyja í starfi. En ég hef reyndar tekið eftir þvf að margir æðstu emb- ættismenn verða fljótt gráir, sumir ráðherrar grána á einu kjörtímabili. Það er hinsvegar rétt að starfsdagur minn hefur verið nokkuð langur og oft á tíðum lendir vinnan með mér heim einsog siður er á Islandi. Einnig er síminn alltaf opinn hjá landlækni og aðstoðar- landlækni, þeir eru alltaf á vakt. Eitt sinn tók ég 32 sím- töl á einni kvöldstund, þannig að það getur verið í mörg horn að líta.“ Sjálfstæði landlæknis- embættisins - Ég sá haft eftir þér að á sínum tíma hefði átt að leggja embætti landlæknis niður, eða breyta því að minnsta kosti í einhvers konar hjálendu. Er embættið sjálfstætt? „Það er rétt að skömmu eftir að ég tók við embætti var lagt fram stjómarfrumvarp þar sem gert var ráð fyrir að land- læknisembættið yrði samein- að ráðuneytisstjóraembættinu og landlæknir yrði þá væntan- lega einhvers konar deildar- stjóri eða yfirlæknir í ráðu- neytinu. Ég lagðist hart gegn þessu og gekk beint upp til þá- verandi ráðherra og rétti hon- um uppsagnarbréf. Hann neit- aði að taka við því en ég lagði það á borðið og sagði honum jafnframt að ég ætlaði ekki að gefa slaginn óblóðugt. Ráð- herra stakk bréfinu undan og sýndi engum. Ég fór ekki að ráðum sumra embættisvina minna sem ráðlögðu mér að fara ekki í slag nema vera viss um sigur, heldur skrifaði ég bréf til ráðherrans og sendi það inn í heilbrigðisnefnd Al- þingis. Athugasemdir mínar voru í þremur liðum; að emb- ætti landlæknis og ráðuneytis- stjóra yrðu ekki sameinuð, landlæknir starfaði sem verið hefði og í þriðja lagi að land- læknir yrði formaður Heil- brigðismálaráðs Islands en ekki ráðuneytisstjóri eins og gert var ráð fyrir í frumvarp- inu. Málinu lyktaði þannig á Alþingi um vorið að greidd voru atkvæði með handaupp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.