Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 50
952 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 höfðu sérnámi saman af fag- legri þörf fyrir að hitta hver annan. Þetta var lítill hópur en smátt og smátt hefur bæst við hann og nú erum við orðin um 170 hér á landi.“ - En svo farið þið að skipta ykkur af kjaramálunum. „Frá upphafi var gert ráð fyrir því að FÍH sinnti hvoru tveggja, kjaramálum og fag- legu hliðinni, en samninga- gerðin var í höndum Lækna- félags Islands lengst af eða þar til Kjaranefnd tók við okk- ur í ársbyrjun 1997. Frá og með þeim tíma er samnings- réttur okkar fallinn niður. Það breytir auðvitað stöðu okkar innan LI en á aðalfundinum nú í byrjun október var kjara- ráð félagsins endurreist í því skyni að fylgjast með þróun kjaramála hjá heimilislæknum og vinna með Kjaranefnd að þeirri endurskoðun á úrskurði hennar sem stöðugt þarf að vera í gangi.“ - Það var lengi rætt um bág kjör heilsugæslulækna en nú er eins og það hafi breyst. Hafa kjörin batnað umtals- vert? „Eftir að deilunni við sér- fræðinga lauk í kringum kosn- ingarnar 1995 vorum við í nokkrum sárum og þegar kom fram á árið 1996 gerðum við úttekt á kjaramálum okkar. Sú úttekt leiddi í ljós að við höfð- um dregist aftur úr þeim starfsstéttum sem við miðum okkur helst við. Það voru stéttir á borð við verkfræð- inga, lögfræðinga, dómara og fleiri opinbera starfsmenn sem við höfum borið okkur saman við og tíu árum áður vorum við efst í þeim hópi. En nú höfðum við færst niður fyr- ir miðjan hóp vegna þess að laun hinna höfðu hækkað meðan við stóðum í stað. Við fundum út að við hefðum þurft að hækka í launum um hartnær 80% til þess að ná sömu stöðu og áður. Þessu til viðbótar voru heilsugæslustöðvarnar víða undirmannaðar og vaktabyrði lækna gífurleg en launin fyrir vaktirnar hrein hneisa. Það lá við að menn lækkuðu í laun- um eftir því sem vöktunum fjölgaði, öfugt við allar aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Við ákváðum að segja upp störfum til þess að knýja á um breytingar á kjörum okkar. Eftir það settumst við niður með starfsfólki Heilbrigðis- ráðuneytis og sömdum plagg í 21 lið þar sem kveðið var á um það hvemig framtíð heilsu- gæslunnar skyldi háttað. Þetta gekk mjög vel en þegar kom að því að ræða um launin sótt- ist það ekki eins greiðlega. Eins og menn muna gengum við út 1. ágúst 1996 og vorum í burtu í sex vikur. Það finnst mér hafa verið fyrir stífni Fjár- málaráðuneytisins, því hefði verið í lófa lagið að semja við okkur fyrr. En hvað sem því líður þá sömdum við í septem- ber og gengumst undir Kjara- nefnd. Nefndin kvað upp úr- skurð í marsmánuði á þessu ári og nú er á döfinni að gera úttekt á afstöðu manna til þess úrskurðar. Sumir læknar eru mjög ánægðir með hann en aðrir telja sig hafa lækkað í launum en við vitum ekki hversu stór sá hópur er og ætl- um Jæss vegna að kanna mál- ið. I heild tel ég þó að afstaða lækna sé jákvæð. Þeir þurfa þó geta náð sambærilegum kjörum og aðrir kollegar njóta. Þannig á það líka að vera og raunar mættu laun okkar vera hærri en annarra lækna eins og raunin er í sum- um löndum þar sem skortur er á heimilislæknum, enda er viðurkennt að álag og ábyrgð sé óvíða meiri.“ Vísinda- og gæðamál efst á baugi í starfinu - Þú minntist á deiluna við sérfræðinga, er kominn á end- anlegur friður milli ykkar? „Svona átök milli kollega eru ófögnuður og við vorum afskaplega sár út í sérfræð- inga fyrir það hvernig þeir fóru með það mál í fjölmiðla og hvernig heimilislæknar urðu leiksoppur. En það má segja að menn hafi borið klæði á vopnin. Það var ákveðið að formenn stærstu félaganna, Félags íslenskra heimilislækna, Sérfræðinga- félags íslenskra lækna og Fé- lags ungra lækna, tækju sæti í stjórn LI og það hefur náttúni- lega haft það í för með sér að menn tala saman. Það hefur brúað bilið að einhverju leyti en þetta gamla mál er samt enn óútkljáð og ekkert sam- komulag handsalað sem er miður. Núverandi formaður LI vill gjarnan gera það og við höfum fundað en málið er ekki alveg í höfn.“ - En hvað er efst á baugi hjá félaginu nú á afmælinu? „Það er heilmargt, en vís- inda- og gæðamál vega þungt í starfinu. Við vorum með vís- indaþing á dögunum og gæða- fund daginn áður þar sem evr- ópsk samtök um gæðamál í heilsugæslu héldu fund. Sá fundur var rós í hnappagat ís- lenskra heimilislækna og þar kom vel í ljós hversu mikil gróska er í þessum málum. Við erum með vísindasjóð sem menn geta sótt um fram- lög úr en hann var stofnaður í kjölfar kjarasamninga fyrir tæpum áratug. Þá var þjóðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.