Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 95

Læknablaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 95
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 993 Brynjólfur Ingvarsson Meingen og marmelaði Ég var ekki fyrirfram and- vígur ríkisstjórnarfrumvarpi til laga um miðlægan gagna- grunn, sem kom fram í vor, var frestað til hausts og er nú í fullri vinnslu Alþingis Islend- inga. En allt frá því ég tjáði mig fyrst opinberlega fyrir rúmu hálfu ári, hef ég hvatt til ýtrustu gætni við ákvarðana- töku og umfram allt annað óskað þess að nægur tími væri tekinn í að vega og meta þetta stórmál frá öllum hliðum. Mér var kennt það ungurn og hef enn fyrir satt, að lög- gjafarvald í lýðræðisríki verði stöðugt að gefa því gaum, hvernig lögin vernda þá best, sem minnst mega sín og síst af öllum geta gætt hagsmuna sinna sjálfir. Nú hefur gagna- grunnsfrumvarpið tekið mikl- um breytingum á undanförn- um vikum og mánuðum, og segja má að tíminn hafi nýst vel til að lagfæra augljósa galla og velta vel og rækilega fyrir sér öllum hliðum. Fyrir það ber að þakka og er hér með gert. En ég á enn eftir að sjá, hvernig á að vernda hags- muni ellisjúkra, heilabilaðra og þroskaheftra einstaklinga, sem ekki geta skilið hvað miðlægur gagnagrunnur felur í sér, hvað þá gert upp við sig hvort þeir vilja vera með eða ekki. Jafnvel fólk með eðli- lega greind og venjulegan skilning veit ekki hvað mið- lægur gagnagrunnur felur í sér og enn síður hvað hann boðar í framtíðinni. Nýjasta lag- færða frumvarpið gerir ekki einu sinni fulla grein fyrir því, hvað væntanlega fer inn í miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Langmestur hluti starfsævi minnar hefur verið helgaður bráðageðdeildum, hér á landi og erlendis. Síðustu 25 árin eða svo hef ég staðið vaktina með góðu samstarfsfólki á bráðageðdeild FSA. Viðhorf mitt til miðlægs gagnagrunns mótast því meira af veruleika sjúkrahúsvinnunnar en af vís- indastörfum. Hnökralaus tengsl og gott trúnaðarsamband milli læknis og sjúklings eru hornsteinar allrar hágæðavinnu í heil- brigðisþjónustu, og merkileg- Grein þessi er að stofni til erindi, sem flutt var á mál- þingi Heilbrigðismálaráðs Norðurlandshéraðs eystra 23. október 1998 um gagna- grunna á heilbrigðissviði. ustu framfarasporin í þjónust- unni við geðsjúklinga á sein- ustu árum eru fyrst og fremst byggð á þessum staðreyndum. Með þessum orðum vil ég samt ekki kasta rýrð á aðrar starfsstéttir sem lagt hafa sitt af mörkum. Margt vantar til skiln- ings á eðli geðsjúkdóma Það hefur lengi verið draumur allra, sem fást við geðsjúkdóma, að öðlast meiri skilning á eðli þessara sjúk- dóma til að geta gert sér vonir um enn meiri bata og með- ferðarárangur en nú er unnt að gera. Þrátt fyrir allar framfar- irnar á undanförnum árum, vantar enn mikið upp á að við þekkjum orsakir geðsjúk- dóma. Leitin að meðfædda or- sakaþættinum, að ættlæga upphafsmeininu, að ættgenga meingeninu, að stökkbreytta erfðavísinum, fer nú fram um allan heim af meiri krafti en sést hefur nokkru sinni fyrr. Margir læknar eru vongóðir um þessar mundir og telja ekki ólíklegt, að fyrstu afger- andi svör geti verið á næsta leiti. Góðu fréttirnar eru aðallega þær, að árangur hefur náðst í öðrum sérgreinum, til dæmis meltingarsjúkdómum, tauga- sjúkdómum og giktarsjúk- dómum svo að dæmi séu nefnd. Kortlagning erfða- mengis mannsins í heild er í fullum gangi, og ofurhugar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.