Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 4
4 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands 6.-8. desember 1992 Ráðstefnur um rannsóknir í læknadeild hafa verið haldnar síðan 1981 og fara nú fram annað hvert ár. Mtttakendum hefur farið sífjölgandi sem sýnir stöðugt vaxandi rannsóknarstarfsemi í deildinni þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Vísindanefnd læknadeildar ákvað á fundi síð- astliðinn vetur að taka upp þá nýbreytni að heiðra framúrskarandi vísindamann í læknadeild á ráð- stefnunni. Auglýst var eftir tilnefningum frá deildarmönnum og bárust fjölmargar tillögur. Vísindanefnd læknadeildar hefur nú í samráði við deildarráð og deildarforseta ákveðið að heiðra Þorstein Loftsson prófessor í lyfjafræði lyfsala fyrir framúrskarandi vísindastörf. Læknafélag íslands er 75 ára um þessar mundir og hefur félagið kostað það listaverk sem Por- steini verður aflient ásamt viðurkenningarskjali Vísindanefndar. Afhending mun fara fram sunnudaginn 6. desember í stofu 101 í Odda, Há- skóla íslands. Að því loknu heldur Þorsteinn al- mennan fyrirlestur um rannsóknir sínar. A eftir fyrirlestri Þorsteins mun Læknafélag Islands standa fyrir fyrirlestrum um rannsóknir í lækna- deild Háskóla íslands. Þorsteinn Loftsson prófessor er fæddur í Kaup- mannahöfn árið 1950. Hann er stúdent úr M.H. 1970 og hóf síðan nám í lyfjafræði við Háskóla íslands og lauk fyrri hluta prófi 1972. Hann fór síðan til Danmerkur og lauk kandídatsprófi 1975. Eftir það lá leiðin til University of Kansas og þaðan lauk hann M.S. prófi 1978 og doktorsprófi í lyfjaefnafræði 1979. Eftir að námi lauk kom Þor- steinn til íslands og hóf kennslu og rannsóknar- störf við Háskóla íslands. Þorsteinn starfaði fyrst sem lektor við lyfjafræði lyfsala og síðar sem dós- ent en var skipaður prófessor í eðlislyfjafræði í janúar 1988. Þorsteinn hefur í mörg ár unnið að rannsóknum á frásogi lyfja um húð. Þessar rannsóknir hafa farið fram í samstarfi við lyfjaefnafræðideild Flórídaháskóla, en þar hefur Þorsteinn starfað nokkur sumur og í rannsóknarleyfum. Einnig hef- ur Þorsteinn unnið að rannsóknum á stöðugleika og leysanleika lyfja og hefur hann einkum rann- sakað notagildi cýklódextrína sem hjálparefnis í lyfjagerð. Með því að tengja þennan hringlaga sykrung við ýmis lyf svo sem krabbameinslyf og sýklalyf má fá fram breytingar á eðlisefnafræði- legum og líffræðilegum eiginleikum lyfjanna, svo sem stöðugleika, geymsluþol, leysni og aðgengi. Rannsóknir hans hafa leitt af sér samstarf við innlend fyrirtæki og erlenda aðila meðal annars við National Institute og Health í Bandaríkjun- um, en í því samstarfi er unnið að þróun míkró- hylkja til notkunar gegn æxlum í heila. Undanfar- in ár hefur Þorsteinn einnig byggt upp sterkan hóp vísindamanna við lyfjafræði lyfsala og kemur árangur þeirra greinilega fram á þessari ráð- stefnu. Þorsteinn hefur verið ötull við að kynna rannsóknarniðurstöður sínar og birt síðastliðin ár tugi greina í viðurkenndum erlendum tímaritum. Vísindanefnd telur því Þorstein Loftsson pró- fessor mjög vel að þessari viðurkenningu kominn og óskar honum til hamingju og væntir mikils af honum á komandi árum. Stefán B. Sigurðsson formaður Vísindanefndar læknadeildar Vísindanefnd læknadeildar Háskóla íslands er skipuð eftirtöldum: Einar Stefánsson Haraldur Briem Magnús Jóhannsson Stefán B. Sigurðsson Vilhjálmur Rafnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.