Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 100

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 100
96 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 \/ cc SVEFNHEILARIT OG LANGVARANDI ” 55 SVEFNLEYSI Júlíus K. Biörnsson Rannsóknastofu Geðdeildar Landspítalans. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa Ijósi á tengsl heilarits í svefni, við huglægt og hlutlægt mat á gæðum svefns og alvarleika svefntruflana. Meginnálgun rannsóknarinnar byggir á tíðnigreiningu svefnheilarits og nánari úrvinnslu hennar, m.a. útreikningum á svokallaðri óreiðu (entropy) heilaritsins og tengingu þessa við huglægt mat sjúklings á eigin svefni og hefðbundið hlutlægt mat á svefninum samkvæmt reglum RechtschafTen og Kales. Hingað til hefúr svefnheilarit ekki verið talið gagnlegt I tengslum við mat á svefnleysi, en rannsókn þessi leitast við að sýna fram á hið gagnstæða. Rannsóknin var framkvæmd í samvinnu við svefndeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum, þar sem svefnheilarit voru tekin af 132 einstaklingum nteð langvarandi krónískt svefnleysi. Til samanburðar voru einnig rannsökuð svefnheilarit frá hópi eðlilegra einstaklinga og sjúklinga með kæfisvefn. Svefnheilaritin voru gerð með Oxford Medilog ambulant tækjabúnaði og notuð var nótt 2 eða 3 frá hverjum einstaklingi. Hver svefnmæling var skoruð samkvæmt reglum Rechtschaffen og Kales og jafnframt var gerð svokölluð "autoregressive linear prediction" tíðnigreining á hverju heilariti. Hver sjúklingur fékk greiningu skv. ASDC greiningarkerfmu, ásamt því að svara spurningalista kvöldið fyrir og morguninn eftir mælinguna, sem mældi upplifuð gæði svefns, huglægt mat á svefnlengd og fleiri breytur tengdar upplifun sjúklings á eigin svefni. Athugun á tengslum hefðbundinna svefnparametra og greiningarflokka sýndi engan mun milli mismunandi greininga. Jafnframt kom i Ijós að óreiða svefnheilaritsins hefur ákveðið mynstur í eðlilegum svefni, sem raskast á ákveðinn hátt við langvarandi svefnleysi. Sú röskun hefur sterk tengsl við bæði hlutlægt og huglægt mat á svefngæðum. Venjubundnar aðferðir við úrvinnslu tíðnigreiningar sýna aftur á móti ekki slíkt samband. Því má álykta að sterk tengsl séu á milli óreiðu svefnheilarits og huglægrar upplifunar á svefni og svefngæðum og hlutlægs mats á svefntruflunum. Þetta gerir magnbindingu á alvarleika svefntruflana mögulega og eykur jafnvel möguleika á því að velja meðferð við hæfi fyrir þá sem þjást af langvarandi krónísku svefnleysi. V 56 SKAMMDEGISÞUNGLYNDI ER ÓALGENGT MEÐAL VESTUR-ÍSLENDINGA Andrés Magnússonl, Jón G. Stefánsson' og Jóhann Axelsson^. 1) Geðdeild Landspítala 2) Rannsóknarstofa H.í. í Lífeðlisfræði Sjúkdómnum var fyrst lýst 1984. Um er að ræða depurð sem gerir reglulega vart við sig að hausti eða vetri, en rénar að vori eða sumri. Gerður er greinarmunur á tveimur stigum skammdegisþunglyndis; SAD (Seasonal Affective Disorder) og mildara stigi S-SAD (Subsyndromal- SAD). Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt jákvæða fylgni milli algengis SAD og norðlægrar búsetu. Nýleg íslensk rannsókn þar sem beitt var sömu rannsóknaraðferðum og í Bandaríkjunum sýndi að algengi skammdegisþunglyndis er mun minna á íslandi þrátt fyrir norðlægari breiddargráðu en á norð-austur strönd Bandaríkjanna. Aldursstöðlun sýndi að algengi SAD er 3,6 % á íslandi (63-67*) en 7,3 % í Bandaríkjunum (39-42.5*). Samsvarandi tölur fyrir S-SAD eru 6.9 % og 10,9 %. Höfundar settu fram þá tilgátu að náttúruval kynni að hafa stuðlað að auknu skammdegisþoli íslensku þjóðarinnar. Ef gert er ráð fyrir að skammdegisþoli þjóðarinnar hafi verið náð fyrir 1870 þá ættu Vesturfarar að hafa flutt þessa eiginleika me.ð sér. Búast mætti þá við tiltölulega lágri tíðni þessara kvilla mcðal þeirra Kanadabúa sem eru óblandaðir afkomendur íslensku landnemana. Við sendum 300 slíkum sem eru búsettir í Interlake-héraði (51*) spurningalista. Heimtur voru 82%. Algengi SAD og S-SAD reyndist 1.2% og 3.3% þ.e. verulega lægra en mældist með sömu aðferð á norð-austur strönd Bandaríkjanna. Sú tilgáta að algengi SAD ráðist eingöngu af fjarlægð frá miðbaug fær ekki stuðning af íslensku rannsóknunum. Tilgátunni um aðlögun íslendinga að skammdeginu er óhnekkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.