Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 56
52 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 TENGSL MATARÆÐIS VIÐ LDL-KÓLESTERÓL OG C -j n FITUSÝRUR FOSFÓLÍPÍÐA í SERMI MEÐAL C fSLENDINGA Laufev SteinarImsdóttir■ Garöar Sigurösson, Gunnlaugur Ólafsson og Gunnar Sigurösson. Manneldisráö íslands, Rannsóknarstöö Hjartaverndar og Rannsóknastofa í llfeölisfræöi viö Háskóla fslands. Áriö 1990 var gerö viöamikil könnun á vegum Manneldisráðs á mataræöi 1240 íslendinga á aldrinum 15-80 ára. Tilgangur könnunarinnar var fyrst og fremst aö afla þekkingar á íslensku mataræöi þannig aö fræösla um hollustu tæki miö af íslenskum aöstæöum. Gagnasöfnun var I höndum þjálfaöra spyrla sem tóku rúmlega klukkustundar viötöl viö hvern þátttakanda og skráöu á tölvutækan hátt upplýsingar um máltíðaskipan, fæðuval og skammta- stæröir fæöu. f tengslum viö könnunina var 655 þátttakendum af suövesturhorni landsins boöiö aö koma á Rannsóknarstöö Hjartaverndar þar sem kólesteról (TC) og LDL-kólesteról (LDL-C) I sermi voru mæld én fosfóllplðar I sermi voru fitusýrugreindir á Rannsóknastofu I lífeölisfræöi viö Háskóla fslands. Fjögur hundruö og fimmtlu einstaklingar, 244 karlar og 206 konur á aldrinum 15 til 80 ára komu til blóörannsóknarinnar. Tilgangur fituefnagreininganna var aö kanna tengsl mataræöis og fituefna 1 sermi og þannig meta áreiöanleika niöurstaöna neyslukönnunarinnar. Meöalgildi TC I sermi karla var 214 ± 41.2 mg/dl en 210 ± 46.8 mg/dl meöal kvenna. Fjölbreytuaöhvarfsgreining sýndi marktæk tengsl milli LDL-C og neyslu bæöi mettaðrar fitu og kaffidrykkju meöal karla en ekki kvenna eftir leiöréttingu fyrir aldur. Aldur útskýröi 19.3% breytileika I LDL-C, neysla mettaörar fitu útskýröi 4.5% og kaffineysla 2.7%. Einnig reyndust vera marktæk tengsl milli n-3 fitusýra I fæöi og I fosfólípíöum sermis (Pearson aöhvarfsstuöull =0.72) . Fáar þversniös- rannsóknir innan einstakra þjóöfélaga hafa fram aö þessu sýnt tengsl milli fitu I fæöi og TC eöa LDL-C I sermi þrátt fyrir skýr áhrif fituneyslu á þessa þætti úr annars konar rannsóknum. Ófullnægjandi áreiöanleiki niöurstaöna úr könnunum á mataræöi viröist öðru fremur koma I veg fyrir sýnileg tengsl mataræöis viö mælanlega læknisfræðilega þætti. Áreiöanleiki könnunar Manneldisráös bendir til þess aö aöferöin henti vel til rannsókna þar sem þörf er á nákvæmni viö öflun heimilda um mataræöi. ÁRANGUR HJARTASKURÐAÐGERÐA VIÐ E 73 HJARTALOKUSJÚKDÓMUM HJÁ ÍSLENDINGUM ÁRIN 1969-1992. Þórarinn Guðnason . Bjarni Torfason, Árni Kristinsson, Ragnar Danielsen. Frá Handlækninga- og Lyflækningadeildum Landspítala og Læknadeild Háskóla íslands. Gerð var aftursæ rannsókn á ölium íslenskum sjúklingum 16 ára og eldri sem fóru í opna hjartalokuaðgerð á árunum 1969-1992. Afdrif 97 sjúklinga sem fóru í aðgerð á árunum 1969- 1982 voru könnuð með athugun á aðgerðar- skýrslum, leit í þjóðskrá og spurningalista árið 1983. Afdrif 112 sjúklinga sem fóru í aðgerð erlendis 1983-1992 og þeirra 72 sjúklinga sem farið höfðu í aðgerð á íslandi þann 1. sept.1992 voru könnuð á svipaðan hátt árið 1992 en spurningalistinn var þá ítarlegri. Athafnageta sjúklinganna var könnuð fyrir og eftir aðgerð. Miðað var við einfaldaðan NYHA (New York Heart Association) skala sem skiptir fólki í fjóra flokka eftir athafnagetu. Þá var fjöldi vinnustunda kannaður fyrir aðgerð og eftir. í könnuninni 1992 voru sjúklingamir líka beðnir að meta einkenni sín og "gæði lífs" og breytingar á þessu við aðgerðina. Eftirlit læknis, sjúkrahúslegur, Iyfjanotkun og ánægja með meðferð voru athuguð. Einnig áreynsla í frístundum fyrir aðgerð og eftir. Niðurstöður benda til þess að einkenni haft minnkað hjá meirihluta hópsins og athafna- geta aukist. Flestir eru ánægðir með meðferðina og telja aðgerðina hafi aukið "gæði lífs". Margir nefndu að önnur heilsufarsvandamál væru þeim til meiri ama en lokusjúkdómurinn. Margir sjúklinganna eru ellilífeyrisþegar. Óvinnufærir að hluta eða öllu leyti á vinnualdri komust margir í fulla vinnu eftir aðgerð. Hjartalokuaðgerðir sem gerðar hafa verið á Islendingum með hjartalokusjúkdóma síðustu 23 árin hafa minnkað einkenni og aukið vinnuhæfni sjúklingahópsins. Aðgerðir síðustu 10 árin hafa minnkað einkenni, aukið "gæði lífs", vinnuhæfni og hreyfingu í frístundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.