Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 69 STARFSEMI SLÉTTRA VÖÐVA í BERKJUM LUNGNA. Hilmar Biörgvinsson og Stefán B. Sigurðsson Rannsóknarstofa í lífeðlisfræði, Læknagarði, H.I. Tekist hefur að þróa aðferð sem gerir okkur kleyft að einangra berkjur úr lungum svína og síðan einangra slétta vöðvann úr berkjunum með því að fjarlægja brjósk, bandvef og jafnvel epithel. Þetta hefur gert okkur mögulegt að rannsaka sérstaklega starfsemi slétta vöðvans án áhrifa aðliggjandi vefja, sem geta haft mikil áhrif á samdráttareiginleika vöðvans. Rannsóknir þessar eru gerðar með það í huga að geta notað slétta vöðvann úr svínberkjum til forrannsókna fyrir athuganir á berkjum manna. Ekki er mikið vitað um starfsemi berkja í stærri dýrum nema þá hunda en þeir hafa verið notaðir sem tilraunadýr í þessu sambandi. Af skiljanlegum ástæðum er mjög erfitt að fá bæði hunda og mannaberkjur hér á landi. þær niðurstöður sem fengist hafa hingað til benda til mjög svipaðara eiginleika í hunda og svínberkjum og þær niðurstöður sem fengist hafa úr mannaberkjum benda til að bæði þessi módel séu nothæf fyrir forrannsóknir. Niðurstöður okkar sýna að raferting, sem ætli að hafa áhrif bæði á tauga og vöðvafrumur, leiðir til samdráttar í berkjununt. Langflestir taugaþræðir t' vöðvavefnum eru kólínergir þ.e. nota acetylcholin sem boðefni. Þar sem atrópin (kólínergur blokkari) hindrar alveg samdráttarsvar við rafertingu bendir það til að rafertingin hafi ekki bein áhrif á vöðvafrumurnar. Hámarkssamdrátlur fæst með notkun kólinergra efna eins og carbacholine sem ekki eru brotin niður af vefrænum ensíntum. Þessum hámarkssamdrætti er hægt að halda svo mínútum skiptir. Efni eins og histamín valda cinungis um 60% af svörun carbacholins. Raferting veldur um 50% af svari carbacholins og vekur það undrun þar sem flestir taugaþræðir eru kólínergir. I ljós hefur komið að við rafertingu virðist losað efni sem veldur slökun, en ekki er enn vitað hvaða efni er um að ræða. Ekki er talið að um B-áhrif sé að ræða þar sem hvorki B- örvandi efni (isoprenalín) né B-hamlandi efni (própranolol) höfðu áhrif á svarið. Kalsíum jónir virðast vera algjörlega nauðsynlegur hlutur í umhverfi vöðvans til að samdráttur verði. Haldið hefur verið fram að frumurnar séu sjálfum sér nægar hvað kalsíum varðar og að það sé geymt innan frumu. Okkar rannsóknir hafa sýnt að vöðvavefurinn verður óstarfhæfur á nokkrum mínútum í kalsíum snauðu umhverfi. Það sem sennilega hefur villt um fyrir mönnum er að þeir hafa notað berkjur með öllu tilheyrandi (brjósk og bandvef) og slíkar berkjur þarf að hafa í mun lengri tíma í kalsíum snauðri Iausn til að hafa áhrif á samdrátt vöðvafrumanna. Rannsóknir þessar gefa upplýsingar um starfsemi sléttra vöðva í heilbrigðum þerkjum og eru grunnurinn fyrir athugunum á afbrigðilegri starfsemi eins og á sér stað við lungnasjúkdóma eins og astma. Styrkt af Rannsóknarsjóði H.í. og Vísindaráði. ÞÁTTUR MAST FRUMA í OFNÆMISSVARI SLÉTTRA VÖÐVA í BERKJUM Anna Gunnarsdóttir . Sigurlaug Aðalsteinsdóttir og Stefán B. Sigurðsson. Rannsóknarstofur í lífeðlisfræði og líffærafræði, Læknagarði, H.I. Sjúkdómar eins og astmi einkennast af öndunarerfiðleikum sem stafa af þrengingum í öndunarvegi og þá aðallega miðlægum berkjum lungna. Upphaf þessara þrenginga er af flestum talið losun ertandi efna frá sérstökum frumum. Ofnæmisvaldandi efni "antigen" eins og prótein á yfirborði frjókorna eru mjög algengur orsakavaldur í astma. Uppi eru kenningar um að antigenið hafi áhrif á mast frumur og valda losun efna og þar á meðal histamins. Samkvæmt þeim kenningum er talið að þessar mast frumur hafi IgE antibody bundið á yfirborði frumanna og þegar antigenið berst með loftflæði niður í berkjur bindist það mast frumum og valdi tæmingu þeirra. Mast frumur eru til í flestum vefjum líkamans, þá aðallega í lausum bandevef og slímhimnum. Þar sem viðbrögð f berkjum hefjast mjög snögglega í berkjum lungna er talið ólíklegt að djúpliggjandi mast frumur valdi þeim. Frekar er álitið að grunnt liggjandi frumur í epitheli þ.e. ofar basement membrane valdi þessum viðbrögðum. Við höfum unnið að tilraunum með hundaberkjur úr astmasjúkum lungum sem voru sérstaklega næmar gagnvart ragweed frjókornum (illgresistegund). Niðurstöður okkar sýna að þegar næmar berkjur komast í snertingu við extract próteina frá þessum frjókornum orsakar það kröftugan samdrátt í berkjunum (1). Þegar vökvinn í umhverfi berkjanna var efnagreindur kom í ljós töluverður styrkur histamins (ÍO'7 M). Þar sem við ályktuðum að histaminið væri komið frá mast frumum var ákveðið að athuga dreifingu og fjölda mast fruma í vegg miðlungstórra berkja úr heilbrigðum lungum og sjúkum lungurn bæði fyrir og eftir ertingu með antigeni. Notuð var formaldehyde fixation og vefurinn litaður með toludine blue sem litar innihald mast fruma. Niðurstöður sýna að sú gerð mast fruma sem litast með þessari aðferð er til staðar í miklu magni t epitheli berkjanna þ.e. mjög nálægt innra borði berkjanna en vart sjánlegar í dýpri vefjum. Földi mastfruma í heilbrigðum berkjum voru 67,4 frumur pr mm. og í næmuðu berkjunum sem ekki hafa verið ertar var fjöldinn svipaður eða 52,3 frumur pr mm. I næmuðum berkjum sem hafa verið ertar með antigeni fækkar lituðum frumu hins vegar verulega og reyndust vera 15,8 frumur pr mm. Þessar niðurstöður benda sterklega til að við ertingu næmaðara berkja losi mast frumur í epitheli berkjanna histamin sem leiðir til samdráttar í berkjunum. (1) Sigurdsson.S.B., P. Chitano and N.L. Slephcns. Am. Rev. Resp. Dis. (accept. f publ.), 1992. Styrkt af Rannsóknarsjóði H.í. og Vísindaráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.