Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 86
82 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 SAMANBURÐUR Á MÖGNUN Á erbB-2 v 33 ÆXLISGENI OG TJÁNINGU Á PRÓTEINAFURÐ ÞESS í BRJÓSTAKRABBAMEINSSJÚKLINGUM Björn Þorgilsson', Steinunn Thorlacius', Oktavía Jónasdóttir', Sigurrós Jónasdóttir2, Steinunn Sveinsdóttir', Jóhannes Björnsson2, Helga M. Ögmundsdóttir' og Jórunn E. Eyfjörð 'Rannsóknarstofa í sameinda- og frumuliffræði, Krabbameinsfélag Islands. "Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði Fundist hefbr DNA mögnun á erbB-2/HER2 æxlisgeni í ýmsum krabbameinum og hefúr hún verið tengd slæmum horfum brjóstakrabbameinssjúklinga. Genið er á litningi 17 og skráir fyrir viðtaka á ilia skilgreindum vaxtarþætti. Við höfum áður fúndið mögnun í frumæxlum 28% brjóstakrabbameinssjúkiinga (29/103). I þessum rannsóknum var skoðuð tjáning erbB-2 próteinsins í 40 af ofangreindu úrtaki, þar af 22 sem sýna mögnun á erbB-2 geninu. Tjáning var mæld með avidin-biotin peroxidasalitun með fjölstofna mótefni, ennfremur var gert ELISA-próf á sermi, tekið úr sjúklingum á aðgerðardegi. Af 22 mögnuðum frumæxlum voru 21 (93%) með litun enll (61%) virtust litaðar afþeim 18 frumæxlum sem ekki voru með mögnun. Tvö litamynstur sjást í sneiðunum :1) litur í jöðrum frumanna, þ.e. himnulitun. Hún sést í 9 frumæxlum sem öll nema eitt eru með DNA mögnun. 2) Umfrymislitun, en hún sést í öllum jákvæðum sýnum. Athuguð voru 14 pör af frumæxli og eitlameinvarpi og greindust 9 með litun í hvorutveggja, í þremur fannst engin litun og í tveimur finnst aðeins litun i frumæxlinu. ELISA-prófið sýndi marktæka fýlgni á milli erbB-2 próteins í sermi við ofúrtjáningu í vef en ekki við erbB-2 genamögnun. Ut frá þessu má álykta: 1) Gott samræmi er á milii DNA- magns og próteintjáningar. Tvær áberandi undantekningar eru á þessu: Eitt magnað gen er óvirkt (af 22) og eitt af 18 frumæxlum með eðlilegt genamagn tjáir próteinið rikulega. 2) Góð samsvörun er á milli frumæxla- og meinvarpslitana og 3) Mæling á erbB-2 próteini í sermi gefúr engar upplýsingar á einstaklingsgrundvelli. V 34 STÖKKBREYTINGAR í P53 GENI OG TJANING A PRÓTEINAFURÐ í BRJÓSTAKRABAMEINS- SJÚKLINGUM: TENGSL VIÐ HORFUR Steinunn Thorlacius', Björn Þorgilsson', Sigurrós Jónasdóttir2, Steinunn Sveinsdóttir', Jóhannes Bjömsson2, Helga M. Ögmundsdóttir' og Jórunn E.Eyfjörð'.'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélag Islands. 2Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði. Æxlisbæligenið p53 er staðsett á styttri armi litnings 17 í mönnum. Afurðir bæligena em taldar geta hindrað æxlisvöxt og tap á virkni slikra gena, vegna stökkbreytinga og/eða stærri úrfellinga, getur leitt til æxlismyndunar. Tap á virkri p53 samsætu hefúr fúndist í mörgum æxlum m.a. bijóstakrabbameinsæxlum, sem bendir til þess að p53 gegni mikilvægu hlutverki við að hindra æxlismyndun. P53 próteinið er stjórnprótein i kjarna og finnst í mjög litlu magni í eðlilegum fmmum. P53 próteinið er líklega hemill á fmmuskiptingu og stöðvar skiptingu á meðan gert er við DNA skemmdir. P53 hefúr fúndist stökkbreytt í mörgum æxlisgerðum þ.á.m. brjóstaæxlum. Eðlilegt p53 prótein er mjög skammlíft en margar stökkbreytingar auka stöðugleika próteinsins svo að unnt er að greina það með mótefnalitun. Við höfúm athugað DNA úr 109 brjóstakrabbameinsæxlum og blóði frá sömu sjúklingum m.t.t. stökkbreytinga í p53 geninu og taps á arfblendni á styttri armi litnings 17. Stökkbreytingagreiningin var gerð með rafdrætti í bræðsluhlaupi (constant denaturant gel electrophoresis, CDGE) og DNA raðgreiningu. Tap á arfblendni var athugað með samanburði á skerðibútum úr æxlis DNA og eðlilegu DNA úr blóði sama einstaklings, með Southem blotting aðferð. Gerð var mótefnalitun með einstofna og fjölstofna p53 mótefnum á sneiðum úr parafTinkubbum úr sömu æxlum. P53 próteintjáning var einnig athuguð í sermi með ELISA aðferð. Stökkbreytingar fúndust í 18 af 109 sýnum (16,5%) í táknröðum 5, 7 og 8. Tap á arfblendni í p53 geninu og á svæðum nær enda litningsins fannst í um 71% æxla með stökkbreytingu. Engin stökkbreyting fannst í kímlínu. P53 próteinlitun í kjama fannst í öllum sýnum með p53 stökkbreytingu nema þar sem um var að ræða úrfellingar sem leiddu til fasaskipta eða punktbreytingu sem myndaði stöðvunartákna. Að auki greindist p53 kjarnalitun í 14 æxlum sem ekki hefúr fundist stökkbreyting í. Mótefnamæling í sermi gaf ekki marktækar upplýsingar. Athugaðir voru aðrir þættir í sjúkrasögu og fúndust tengsl við æxli sem misst höfðu estrogen hormóna viðtaka. Ennfremur tengdust p53 stökkbreytingar í æxlum slæmum horfúm sjúklinga. Lífslíkur sjúklinga með p53 breytingu vom marktækt minni en þeirra sem ekki höfðu slíka breytingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.