Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 68
64 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 W 4 LYFJAHVÖRF MEBEVERÍNS: RANNSÓKNIR Á UMBROTSEFNUM MEBEVERÍNS í I*VAGI Jakob Kristinsson, Ingibjörg Halla Snorradóttir og Magnús Jóhannsson, Rannsóknastofu í lyfjafræði, Há- skóla íslands. Mebeverín er lyf, sem notað hefur verið síðan 1965 við meðferð á "colon irritabile". Flestar klínísk- ar rannsóknir virðast staðfesta gagnsemi þess. Dýra- tilraunir hafa sýnt að lyfið hefur óumbreytt allkrðft- uga ósérhæfa slakandi verkun á slétta vöðva í melt- ingarvegi og legi. Hefur verkun þess í mönnum ver- ið rakin til þess. Fram að þessu liafa umbrot mebeveríns lítt verið rannsökuð. Lyfið er estri af mebeverínalkóhóli (4- [etýl(4-metoxý-a-metýlfenetýl)amínó]-l-bútanóli) og veratrfnsýru (3,4-dímetoxýbenzósýru). Fram hafa komið fullyrðingar um að efni þessi séu aðalumbrots- efni mebeveríns. Fyrri rannsóknir okkar staðfestu að veratrínsýra væri eitt af umbrotsefnum mebeveríns í mönnum. Fannst hún í talsverðu magni, bæði í plasma og þvagi, eftir töku þess í lækningalegum skömmtum. Hins vegar fannst ekkert óumbreytt mebeverín, hvorki í plasma né þvagi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannasaka nánar hvemig umbrotum mebeveríns í mönnum væri háttað. Þvagsýni úr einstaklingum, sem tekiö höfðu 270 mg af mebeverínklóríði í töfluformi, voru rann- sökuð með gasgreiningu á súlu og massagreiningu (GC/MS). Niðurstöður rannsóknanna sýndu, að mebeverín umbrotnar í mönnum í mebeverínalkóhól og veratrínsýru. Veratrínsýra, sem er aðalumbrots- efni mebeveríns, umbrotnar síðan áfram í vanillín- sýru, ísóvanillínsýru og prótókatekúsýru. Mebever- ínalkóhól, sem kemur fyrir í mjög litlu magni í þvag- inu, umbrotnar áfram í mebeverínfenól (4-[etýl(4- hýdroxý-a-metýlfenetýl)amínó]-l-bútanóI). í ljós kom að u.þ.b. 45% af lyfinu skilst út í þvaginu á einum sólarhring, 32% sem veratrínsýra, 6,7% sem ísóvanillínsýra, 2,9% sem vanillínsýra, 2,2% sem mebeven'nfenól og 0,9% sem mebeverínalkóhól. Ör- lítið skilst út sem prótókatekúsýra. Ekken óumbreytt mebeverín fannst í þvaginu og staðfesti það fyrri niðurstöður okkar. Rannsóknir þessar, svo og fyrri rannsóknir okkar á lyfjahvörfum mebeverfns sýna, að lyfið umbrotnar mjög hratt eftir irintöku. I fyrri rannsóknum höfum við sett fram þá tilgátu, að verkun þess stafi annað hvort af umbrotscfnum þess eða staðbundinni verkun í þörmum. Nýleg erlend rannsókn gefur til kynna að lyfið komi að gagni við tíðaverkjum, sé það tekið per os. Sé það rétt, kemur staðbundin verkun ekki til greina. Eitthvert af umbrotsefnum mebeveríns hlýt- ur þá að vera virkt. V 5 AHRIF CYKLÓDEXTRINA Á EÐLIS- OG EFNAFRÆÐILEGA EIGINLEIKA LYFJA. Hafrún FriðriksdóUir. lóhanna Baldvinsdóttir. Birna J Ólafsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Anna M Sigurðardóttir. Markmið þessara rannsókna er að athuga eiginleika cýklódextrína sem hjálparefna í lyfjaiðnaði. Cýklódextrín eru hringlaga fásykrungar sem myndaðir eru úr 6(a-cýkiódextrin), 7((3-cýklódextrín) eða 8(y-cýklódextrín) glúkósaeiningum tengdum saman meö a( 1,4) tengjum. Sameindin er vatnssækin að utan en fitusækin að innan. Cýklódextrín geta myndað komplexa með fitusæknum lyfjum þar sem lyfin ganga inn í hið fitusækna op cýklódextrínsameindarinnar að hluta eða að öllu leyti. Komplexmyndunin breytir leysanleika, stöðugleika og aögengi lyf janna. Rannsóknir á áhrifum cýklódextrína á leysanleika, stöðugleika og aðgengi hafa verið gerðar á ýmsum lyfjaflokkum. Komið hefur í Ijós að cýklódextrín auka vatnsleysanleika flestra fitusækinna lyfja og þar með aðgengið. Dæmi um þetta eru krabbameinslyfið lomustín og barksterinn dexametasón. Við athuganir á áhrifum cýklódextrína á stöðugleika lyfja sýna niðurstöður að þau geta bæði hægt á og aukið hraða niðurbrots. Dæmi um lyf þar sem niðurbrotshraðinn minnkar er krabbameinslyfið estramústín en dæmi um lyf þar sem niðurbrotshraðinn eykst er sýklalyfið fenoxymetýlpenicillin. Það afbrigði af cýklódextríni sem mest hefur verið unnið með er 2-hýdroxypropyl-í3-cýklódextrín sem er vatnsleysanlegt afbrigði af 13-cýkIódextríni. Auk þessa verður sýnt hvernig cýklódextrín hafa áhrif á leysanleika ýmissa rotvarnarefna og á stöðugleika sætuefnisins aspartams.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.