Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 13 E 10 Stofa 101, mánudagur 7. desember Krabbamein Fundarstjóri: Helgi Sigurðsson E-10 E-11 E-12 E-13 E-14 E-15 E-16 Rósa Björk Barkardóttir Margrét Steinarsdóttir Sigurður Ingvarsson Helga M. Ögmundsdóttir Jónas Hallgrímsson Jónas Hallgrímsson Jónas Magnússon 10.45- 11.00 11.00-11.15 11.15- 11.30 11.30-11.45 11.45- 12.00 12.00-12.15 12.15- 12.30 LITNINGUR 17q OG BRJÓSTAKRABBAMEIN [ ÍSLENSKUM FJÖLSKYLDUM Rósa Björk Barkardótlir. Aöalgeir Arason, Valgaröur Egilsson Frumulíffræðideild RH, Landspítala Nýlega hefur veriö leitt í Ijós aö í sumum tilvik- um ættlægs brjóstakrabbameins á sjúkdómurinn rætur aö rekja til erföa gens á langa armi sautj- ánda iitnings (þ.e. 17q). Herjar þá sjúkdómurinn fremur en ella á ungar konur (meöalaldur viö greiningu < 45 ára). Einnig fylgirsömu erfðum áhætta á krabbameini í eggjastokkum. Geniö sjálft er enn ófundiö, en hefur hlotiö nafniö BRCA1. í samvinnu við alþjóölegan samstarfshóp um staðfestingu þessara erfða og nánari rannsóknir á þeim voru skoöuö sex erföamörk á 17q í sjö íslenskum fjölskyldum með ættlægt brjósta- krabbamein. Erföaefni var einangraö úr blóöi eöa vaxsteyptum vefjasýnum, og erfðamörk rannsökuö meö þreifun (probing) og mögnun (PCR). Upplýsingar voru síöan sendar til sameiginlegra útreikninga fyrir samstarfshópinn allan. Alls náöi rannsóknin til 214 fjölskyldna. Niðurstööur í heild voru þær aö erfðatengsl brjóstakrabbameins viö 17q voru staöfest og leitarsvæöiö þrengt niöur í 10cM svæði, í eða skammt neðan við band q12 á litningnum. Erföir þessa gens virðast skýra sjúkdómssögu svo til allra fjölskyldna þar sem krabbamein kemur jafnframt fram í eggjastokkum, en einungis um helmings fjölskyldna þar sem brjóstakrabbamein finnast án dæma um eggjastokkakrabbamein. I tveimur íslensku fjölskyldnanna eru 17q tengsl áberandi, og í öðrum tveimur eru þau hugsanleg. 17q tengsl viröast hjá okkur ekki fylgja sérstaklega einkennum svo sem lágum aldri viö greiningu eöa fjölskyldusögu um eggjastokkakrabbamein. Hafin er nákvæmari rannsókn á því litningssvæöi sem nú er talið umlykja geniö, til að kanna hvort íslensku fjölskyldurnar beri í sér erfðafræðilega skylda litningshluta (frá sameiginlegum forfööur). I fimm fjölskyldnanna er krabbamein í blöðru- hálskirtli áberandi (13 dæmi alls) og þó er enginn þeirra karla sem tengjast fjölskyldunum vegna hjónabands meö þaö mein. Af þeim körlum sem eru "fæddir" fjölskyldumeðlimir (ættfeður undan- skildir) eiga 16 dóttur meö brjóstakrabbamein og teljast þá arfberar skvt. því. Sjö þeirra (44%) fengu blööruhálskirtilskrabba. Um hina sex karlana með þann sjúkdóm verður ekki séð út frá ættartré einu saman hvort þeir teljast arfberar eöa ekki. Tveir þeirra voru hinsvegar í fjölskyldum meö sjáanleg 17q tengsl, og af arfgeröum þeirra má ráöa aö þeir séu raunar arfberar BRCA1 gensins. Viö teljum því aö ættlægt brjóstakrabbamein auki líkur á krabba- meini í blöðruhálskirtli hjá körlum, og þaö sé óháö því hvort um 17q erfðir sé aö ræöa eöa ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.