Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 11
öld náði yfir Norður-ísafjarðarsýslu og að auki einn hrepp úr Vestur-ísa- fjarðarsýslu. A 19. öldinni var mann- líf þar í fáu frábrugðið því sem gerð- ist við sjávarsíðuna hér á landi. Þó má ætla að ýmis einkenni tímabils- ins hafi komið skýrar fram þar en víða annarsstaðar. Á síðustu þrjátíu árum aldarinnar fjölgaði fólki á þessu svæði um nær 90% á meðan landsmönnum fjölgaði um rúm 20% og gerir sá munur verslunarsvæði Isafjarðar m.a. forvitnilegt. Saga byggðarinnar nyrst á Vest- fjörðum er saga sjósóknar í hérað- inu. Öldum saman hafa íbúar þessa landshluta sótt mest af lífsbjörg sinni til sjávarins enda hafa fiski- miðin úti fyrir ströndinni alltaf verið helsta auðlindin þar vestra. Á 19. öldinni urðu til í héraðinu mikils- verð nýmæli í sjósókninni. Hún varð þá að sjálfstæðri atvinnugrein sem framleiddi fyrir markað. Að baki bjó stöðugt vaxandi eftirspurn eftir matvælum í Evrópu. Fyrir verslunarsvæði ísafjarðar hafði saltfiskmarkaðurinn í Suður- Evrópu mesta þýðingu, líkt og ann- ars staðar þar sem fiskveiðar voru aðalatvinna manna. Framleiðsla fyr- ir Evrópumarkaðinn varð með hverju ári gildari þáttur í lífsbarátt- unni og mótaði í aðalatriðum alla nýbreytni í sjávarútveginum. Frá þessum sjónarhóli er efni greinar- innar skoðað. Hér verður sagt frá hvernig löngun Evrópumanna í salt- fisk breytti samfélagi Djúpbænda. Gamall arfur Allar nýjungar í viðskiptum íslend- inga við útlönd á 19. öldinni urðu til innan svokallaðrar selstöðuverslun- ar sem átti sér rætur langt aftur í aldir. Heitið er dregið af því ein- kenni að hér á landi voru flestar verslanir reknar sem útibú eða sel frá aðalverslun sem oftast var í Kaupmannahöfn. í bókmenntum okkar er að finna sæg lýsinga á sel- stöðuversluninni og þeirri skömm sem landsmenn höfðu á henni. Hér er eitt dæmi: Hún átti þar svo að segja öll verð- mæti, sem fólkinu voru nauðsyn- leg til framdráttar lífinu. Hún átti vörurnar, skipin, bátana, útveginn og áhöld öll, húsin og mikinn hluta landsins sem þau stóðu á, og allt valdið yfir fólkinu og gjörð- um þess. Það voru aðeins mold- arkofarnir sem fólkið átti.2 Þetta er dæmigerður vitnisburður um viðhorf landsmanna til selstöðu- verslunarinnar en skrautlegar lýs- ingar á viðskiptunum við verslanirn- ar eru samt ekki sérlega vel fallnar til að glöggva sig á eðli þessa versl- unarmáta. Strangt tekið var sel- stöðuverslunin ekki annað en stirð- legt afbrigði af heildsöluviðskiptum. Selstöðuverslunin fékk einkenni sín af skipulagi inn- og útflutnings- verslunar, en ekki af eignarhaldi, bú- setu kaupmanna eða ólíkum rekstr- arformum. Bróðurpartur útflutnings- verslunar á síðustu öld flokkast undir selstöðuverslun og gildir þá einu hvort verslunin var í eigu danskra eða íslenskra manna eða taldist vera félagsverslun. Einu undantekningarnar frá þessu voru flökkuverslanir lausa- kaupmanna og þær smáverslanir sem reynt var að reka án fastra við- skiptasambanda erlendis. Umtals- verðar breytingar á þessu fyrirkomu- lagi urðu ekki fyrr en með stofnun íslandsbanka árið 1904 og síma- sambandinu við útlönd árið 1906. Eftir það hófust eiginleg heildsölu- viðskipti hér á landi. í þessari merkingu á selstöðu- verslunin aðeins við um heildsöl- una en ekki viðskipti íbúa landsins við verslanirnar. Fram á 9. tug 19. aldar voru vöruskipti í kauptíðum allsráðandi í viðskiptum lands- manna. Verslun í kauptíðum var tímabundin markaður sem bændur mættu til hveu sumar með það af framleiðslu sinni sem þeir gátu selt og buðu hana kaupmönnum í skipt- um fyrir innflutta vöru. Sjálfsagt er að gera greinarmun á þessum þáttum viðskiptanna — sel- stöðu- og kauptíðaversluninni — enda þróuðust þeir á ólíka vegu þegar leið á öldina. Kauptíðaversl- unin var ekki óhjákvæmilegur fylgi- fiskur selstöðuverslunarinnar. Kaup- tíðaverslunin var bundin í lög til loka einokunartímabilsins, en hélst við lýði í fulla öld eftir að verslunin var gefin frjáls. Það var langt liðið á 19. öldina þegar viðskipti, sem ein- Kaupmannahöfn uar lengi helsti áfangastaðurinn á leið íslenskra afurða til neylenda. Myndin er frá Nýhöfninni I Kaupmannahöfn. SAGNIR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.