Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 74

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 74
,Þeir sem guðirnir elska ... efnameiri höfðu baðstofur oft þiljað- ar á meðan fátækara fólk hafði fáar eða engar fjalir í húsakynnum sínum, hlóð rúmstæðin úr torfi og gekk aðeins á harðtroðinni mold.33 Efnalítið fólk í sveitum Evrópu bjó þó ekki ósvipað og íslendingar og hafði einnig húsdýrin inni hjá sér.34 Híbýli íslendinga voru ekki eins- dæmi í Evrópu. Veðráttan á íslandi og skortur á timbri hefur þó orsakað óvenju vætusöm húsakynni sem ekki hafði góð áhrif á almennt heilsu- far hvað þá á heilsu ungbarna. „Fáir vita ómála mein“ Eins og lög gerðu ráð fyrir eftir siða- skiptin reyndu flestir foreldrar að koma börnum sínum til skírnar í kirkju áður en þau voru sjö daga gömul ef heilsa barns og veður leyfðu. Á 19. öldinni varð það þó smám saman algengara að skíra börnin heima, þó að frá 1828 væri leyfilegt að láta líða átta vikur frá fæðingu til skírnar.35 Skírn svo snemma á ævinni var til að reka út illa anda, sem talinn var búa í barn- inu við fæðingu, svo að heilagur andi gæti sest að í brjósti þess sem allra fyrst og ti! að barnið gæti öðl- ast vist í himnaríki.36 Við skírnina var barnið afklætt og allt ausið vatni, þó var látið nægja að „gera það bert ofan á bringu" ef barnið var mjög veikt.37 Þrátt fyrir að velgja mætti skírnarvatnið í mestu vetrar- kuldunum gat skírnarathöfnin kost- að barnið lífið. Sú var að minnsta kosti raunin í Rússlandi en þar tíðk- aðist fram á miðja 19. öld að dýfa berum ungbörnum þrisvar í ískalt vatn þegar þau voru skírð.38 Einnig gat ferðin til og frá kirkju verið af- drifarík fyrir líf og heilsu hvítvoð- ungsins, einkum að vetrarlagi. Að skírnarathöfninni lokinni var barnið álitið eins saldaust og mögu- legt var og guðleg forsjón talin ráða lífi þess og dauða. Oft þótti það mikil guðs blessun, einkum þegar mörg börn voru á heimilinu, ef Hon- um þóknaðist að taka ómálga barn til sín og forða þannig saklausri sál frá falli og glötun. Einnig voru for- eldrar vissir um að „börnunum hlotnaðist trygg „umsorgun" hand- an grafar". Þessi viðhorf til dauða ungbarna gætu hafa orðið til þess að minni áhersla var lögð á verald- lega hluti eins og fæði, klæði og sjúkrahjálp ungbarna eins og Loftur Guttormsson bendir á.39 Líklegra er þó að vanhirða hafi verið ómeðvituð því foreldrar vildu börnum sínum aðeins það besta til dæmis var kúa- mjólk og rjómi talin betri næring en brjóstamjólk. Umhyggja manna fyrir sálinni hafði oft slæm áhrif á líkamlegan velfarnað og líklega hefur vissa for- eldra um að líf hvítvoðunganna væri í guðs höndum flýtt fyrir himnaför veikbyggðustu barnanna þó ekki væri það vísvitandi gert. Bamsmorð í gegnum tíðina hefur alltaf tíðkast að bera út börn eða deyða þau með öðrum hætti. Margar og misjafnar ástæður hafa legið að baki en oftast hefur þó fátækt eða sú staðreynd að nýburinn var ekki alveg eins og hann átti að vera kostað barnið lífið. Hér á landi hafa barnsmorð nær eigöngu átt sér stað ef barnið var óskilgetið eins og Björg Þ. Blöndal benti á. Á 18. öldinni og fram eftir 19. öld lá dauðarefsing við barns- morði en þriggja ára betrunarhúss- vinna á síðari þriðjungi 19. aldar. Þær mæður sem gripu til þess ráðs að fyrirkoma börnum sínum hafa því verið örvilnaðar enda var það al menn skoðun að ógift kona ætti alls ekki að vera móðir.'"1 í Evrópu var mjög algengt að senda börn í fóstur til mjólkur- mæðra (wet nurse), sem voru yfir- leitt valdar af kostgæfni. Það kom þó nokkuð oft fyrir að börnin dæju í fóstrinu bæði óviljandi t.d. við köfn- un eða vísvitandi ef foreldrarnir hættu að borga fyrir fóstrið. Til dæmis voru börnin sett út í kulda eftir heitt bað eða fengu skyndilega mikið að borða eftir svelti til að stuðla að dauða þeirra.'11 Á íslandi var barnsmorð glæpur sem foreldrar gripu til af mikilli neyð, einkum ógiftar konur. Barns- morð hafa alltaf átt sér stað í ein- hverri mynd í öllum samfélögum en erfitt er að gera sér grein fyrir hvort hlutfallslega fleiri börn voru deydd á íslandi á 18. og 19. öld en tíðkaðist í Evrópu á sama tíma. Niðurstöður Heimildir sýna að ungbarnadauði var óvenju mikill á íslandi og lækk- aði ekki fyrr en eftir miðja 19. öld. Umhirða ungbarna og aðbúnaður hér virðist þó ekki hafa verið ýkja frábrugðinn því sem gerðist víða erlendis nema í einu atriði og það er fæðið. Skortur á brjóstamjólk og þeim kostum sem henni fylgja skýrir að miklu leyti hve óvenju hátt hlut- fall íslenskra barna dó en er þó ekki einhlít skýring. Ekki má gleyma því að sú næring sem nýburar fengu í staðinn fyrir brjóstamjólk hæfði alls ekki viðkvæmum meltingarfærum þeirra. Magakrampi og meltingar- sjúkdómar ýmiss konar vegna rangr- ar fæðu hafa því dregið mörg börn til dauða. Léleg umhirða reifabarna, almennur sóðaskapur, saggi og kuldi hafa svo minnkað lífslíkur ungbarna enn meira. Trú manna á guðlega forsjón, sem þeir gætu ekki unnið gegn, gat sætt foreldra við missi barna sinna en guðsótti og umhyggja fyrir sálinni gat þó einnig kostað börn lífið. Þó að það séu nokkrir slíkir samtvinnaðir þættir sem skýra mikinn ungbarnadauða á íslandi vegur þó þyngst sú venja ís- lenskra mæðra að ala börn sín ekki á brjóstamjólk. 70 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.