Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 62
Illir verslunarhættir seinvirk leið, kostaði mikið og gengi í raun alls ekki vegna óhagræðis og lélegrar aðstöðu.18 Hann telur bestu leiðina í þessu máli vera að senda unga drengi út til náms í skinna- og ullariðnaði. Síðan gætu þeir komið aftur út til íslands og miðlað af þekkingu sinni. Og vandséð yrði hvort slíkt kæmi betur út í félags- eða kaupsvæðaverslun. Hvað varðar þá röksemd félags- verslunarmanna um að félagið geti tekið að sér viðameiri verkefni, s.s. hvalveiðar, siglinguna til Grænlands eða veiðar á duggum við ísland, þá sér Árni ekki að aðrir þegnar Dana- konungs ættu ekki að geta sinnt þeim málum viðlíka vel og íslenskt verslunarfélag sem þar fyrir utan hefði í nógu að snúast.19 Við skulum rýna aðeins í svör Árna við þessum þrem röksemdum: aukinni verslun, viðameiri verkefnum og innfluttum handverksmönnum. / Stendur Arni á bremsunni? Einhverjir fordómar munu hafa ver- ið á íslandi gagnvart fiskveiðum á djúpmiðum og talið að þær hindr- uðu fisk í að ganga upp að strönd- um landsins. Það gæti því verið hluti af skýringunni á því að Árni Tilvísanir 1 Jón J. Aðils: Einokunarverzlun Daria á íslandi 1602-1787. 2. útg. Rv. 1971, 131-2. 2 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 135-46. 3 Lovsamling for Island I. Kh. 1853, 406. 4 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 133-5. 5 Lúðvík Kristjánsson: „Úr heimilda- handraða seytjándu og átjándu aldar". Saga IX 1971, 144; Gísli Gunnarsson: Uop er boðið Isaland. Einokunarverslun og íslenskt sam- félag 1602-1787. Rv. 1987, 81-2. 6 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 147-8, 151-2. 7 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 155-6; Lúðvík Kristjánsson, Saga IX, 145. virðist ekkert ofsalega hrifinn af því að hefja slíka útgerð. En ekki er annað að sjá en að rök Árna séu ákaflega lituð andstöðu gegn því að upp komi sjálfstæð borgarastétt hér á landi. Hún gæti haft viðurværi sitt af þjónustu við duggara, hvalveiði- menn og aðra slíka. Hann virðist heldur ekki hrifinn af því að hér komi upp sjálfstæður verkalýður. Gegn þessu var enda mikil andstaða í landbúnaðarsamfélaginu gamla. í því var það notað sem stjórntæki að skylda alla til að vera í vist einhvers staðar, — lýðurinn mátti ekki vera sjálfs sín ráðandi. Þannig var hægt að hafa stjórn á vinnuaflinu og um leið að halda launum niðri. Á þessum tíma var fiskur aðallega veiddur að vetrinum á litlum árabát- um uppi í landsteinum. Bændur sendu kaupafólk sitt í ver og nýttu þannig vinnuafl sem ella hefði húkt heima í sveitinni aðgerðalítið. Þess- ir máttarstólpar samfélagsins óttuð- ust fátt meira en vetursetu kaup- manna. Þeir hefðu getað farið að gera út á duggum sem hefði þýtt samkeppni um vinnuafl og þar með hækkandi kaup. Þess vegna var það krafa þeirra að kaupmenn yrðu hér aðeins part úr sumri.20 Andstaða Árna gegn því að flytja inn handverksmenn hefur verið af 8 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið ísa- land, 82. 9 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 156-165; Lúðvík Kristjánsson, Saga IX, 146-7. 10 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 166; Björn K. Þórólfsson: „Einokun- arfélögin 1733-1758“. Andvari 64, 1939, 109; Lúðvík Kristjánsson, Saga IX, 147. 11 Árni Magnússon: Embedsskrivelser og andre offenlliga aktstykker. Úfg. Kr. Kaalund. Kh. 1916, 134, 137-141. 12 Árni Magnússon, Embedsskrivelser, 144-7. 13 Árni Magnússon, Embedsskrivelser, 151-2. 14 Árni Magnússon, Embedsskrivelser, 147-8; um fast verðlag: Gísli Gunn- arsson: Upp er boðið ísaland, 256-7. svipuðum toga spunnin. Hann virð- ist ekki hafa haft mikinn áhuga á að koma slíkum atvinnurekstri á lagg- irnar í landinu. Hann segir í bréfi sínu til kóngs sem hér er verið að glugga í að hann geti haft nokkra drengi utan með sér ef kóngur ætli sér enn að standa við þá skipun (þ.e. að láta þá fara utan og læra handverk) en hann hafi bara ekki liaft ráðrúm til að taka þá með sér að þessu sinni/' Ekki er að sjá að nokkuð hafi orðið úr þessu, — enda áhugi Árna ekki beinlínis hrífandi, að því er virðist. Ef litið er á þessi síðustu rök Árna í heild kemur í ljós að það er eins og hann vilji halda samfélaginu al- gjörlega í föstum skorðum; hann trúir því ekki að hægt sé að auka verslunina eða yfirleitt breyta nokkr- um sköpuðum hlut. Þó var ljóst að veiðar á duggum hefðu þýtt meiri afla og þar af leiðandi aukna versl- un svo dæmi sé tekið. Breytingar þjónuðu nefniiega ekki hagsmunum ríkjandi stéttar (bændum); það var ekki henni í hag að upp kæmi borg- arastétt eða frjálsir verkamenn. Og enda þótt það væri aðeins hugsan- legt að verslunarféiag færi út í rekst- ur sem stuðlaði að þessu þá var það ærin ástæða til að standa upp og verja hendur sínar. 15 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 92-113. 16 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana, 176-7. 17 Jón J. Aðils, Eiriokunarverzlun Dana, 181-5. 18 Árni Magnússon, Embedsskrivelser, 141. 19 Árni Magnússon, Embedsskrivelser, 141-2. 20 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið ísa- land, 38-40. 21 Árni Magnússon, Embedsskrivelser, 141-2. 22 Jón J. Aðils, Einokunarverslun Dana, 140-141; Gísli Gunnarsson, Upp er boðið ísaland, 84-86. 23 Alþingisbækur íslands IX 1697- 1780. Rv. 1957-1969, 177. 58 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.