Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 87

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 87
var lengdur árið 1905 bættust við tímar í leikfimi og lýsingu á líkama mannsins. Samfara fækkun rjómabúa á öðr- um áratugnum fækkaði nemendum mjólkurskólans. Reynt var að stríða mót minnkandi aðsókn með því að bæta við námsgreinum og gera námið fjölbreyttara. Greinar eins og söngur, matartilbúningur, brauða- og kökugerð, réttritun og samsetn- ing fæðutegundanna bættust því við. Seinna var farið að kenna dönsku. Rjómabústýrur Eftir öllum sólarmerkjum að dæma voru rjómabústýrur engar venjulegar manneskjur. í öllum heimildum er talað um þá miklu ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra. Einnig er talað um að þær þurfi að vera samviskusam- ar, reglusamar, þrifnar og vandvirk- ar og ekki spillti það að hafa gott bragð og lyktarskyn. Jafnframt því sern gerðar voru kröfur til þeirra var oftast talað um þær með virðingu enda hefur því verið haldið fram að nómabústýrur hafi sýnt það að óhætt væri að fela konum ábyrgðar- störf utan heimilisins.4 ,<Bústýra búsins er Guðrúri Jónsdóttir frá Bœ 1 Borgarfirði, og líkar félagsmönnum vel uið hana“5 * Fjallkonunni 1906 ritar ónafn- greindur maður fréttir af rjómabúi Dalamanna. Aldrei þessu vant segir frá bústyrunni, Guðrúnu Jónsdóttur, °S þar kemur og fram að félags- mönnum líki vel við hana. Þessi umsögn er í raun stórmerkileg því tiún getur, ef aðrar heimildir eru skoðaðar og bornar saman við t^ana, falið í sér a.m.k. tvennt (hér er litið framhjá því að hugsanlega eiSi höfundurinn við það að Guðrún t'afi haft margt gott til að bera og Verið hin alþýðlegasta í viðmóti eða e,tthvað þess háttar). Annars vegar Setur það að „félagsmönnum falli Ingunn Slefánsdóltir. Ingunn fór i Mjólkurskól- ann haustið 1903 og seinna uarð hún bústýra við Rangárbú. Hún uar ein þeirra kvenna sem fengu styrk frá Búnaðarfélaginu til framhalds- náms erlendis. vel við hana“ falið í sér að Guðrúnu hafi gengið vel við smjörgerðina og litlir gallar hafi verið á smjörinu. Hins vegar má túlka fréttina þannig að Guðrún hafi verið félagsmönnum eftirgefanleg og fáir árekstrar hafi verið milli hennar og innleggjenda. Hér er ekki ætlunin að dæma smjör- gerð nefndrar Guðrúnar eða kasta rýrð á minningu hennar heldur aðeins benda á þau ólíku sjónarmið er koma fram í heimildum. Sumir (t.d. Sigurður Sigurðsson ráðunautur) voru nefnilega þeirrar skoðunar að skemmt og myglað smjör, sem alltaf var eitthvað af, væri engum öðrum en bústýrunum að kenna. Aðrir (t.d. Hans Grönfeldt) tóku upp hanskann fyrir þær og bentu á að ekki væri hægt að ætlast til þess að gott smjör fengist úr lélegu hráefni. Tiluísanir 1 „Búnaðarþingið 1901.“ Búnaðarrit. 15. árg., Rv. 1901, 247. 2 Sigurður Sigurðsson: „Um kensluna í mjólkurmeðferð." ísafold. 40. tbl. 1901, 157. 3 Sigurður Sigurðsson: „Verkleg kensla í meðferð mjólkur á Hvanneyri." Fjall- konan. 39. tbl. 1900, 1. Húsnœði Eitt af þeim atriðum sem skipti bú- stýrurnar miklu máli var húsnæði og aðbúnaður. Rjómabúin voru oft á tíðum hálfgerðir kofar, félagsmönn- um til lítils sóma og bústýrunni til mikils ama. Sigurður Sigurðsson benti mönnum á nauðsyn þess að smjörskálunum væri vel við haldið, gólfin væru góð, sem og frárennslin. Halldór Vilhjálmsson var einnig sama sinnis: Félagsmenn og formenn þeirra (rjómabúannaj, verða að láta bústýruna hafa öll nauðsynleg áhöld í góðum og haganlegum rjómaskála, hjálpa þeim til að halda reglu og hreinlæti, svo þær geti unnið eins eða á sama hátt dag frá degi. Þá fyrst er hægt að vera heimtufrekur við bústýruna, og kenna henni um, fari eitthvað í ólagi.6 Halldór hafði þá sögu að segja eftir að hann ferðaðist milli rjómabú- anna á Suðurlandi sumarið 1905 að af fimmtán rjómaskálum hafi ekki verið hægt að opna nokkra smugu á átta þeirra. Á hinum sjö hafi verið hægt að opna glugga en það hafi al- mennt ekki verið gert. Hverjir báru þá ábyrgðina á slæmu smjöri? Voru það misjafnlega laghentar bústýrur, sem virtust ekki vaxnar stöðu sinni og höfðu ekki fyrir því að opna glugga? Eða voru það bændurnir, sem ekki hirtu um gæði mjólkurinn- ar og byggðu rjómabúin af svo mikl- um vanefnum að allar veðurbreyt- ingar höfðu áhrif á smjörgerðina? 4 Sigríður J. Magnússon: „Kvenréttinda- félag íslands sextugt.“ 19. júní. Ársril Kvenréttindafélags íslands. 17. árg. 1967, 37. 5 S.S.: „Rjómabú Dalamanna." Fjallkon- an. 1. tbl. 1906, 3. 6 Halldór Vilhjálmsson: „Um rjómabú- in.“ Búnaðarrit. 19. árg. Rv. 1905,319. SAGNIR 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.