Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 34
Bændaverslun um miðja 19. öld Sauðfjárafurðir voru stærstur hluti innleggs bændanna hjá kaupmann- inum. Ull var mikilvægust og nam gjarnan um % hlutum af verðmæti innleggsins. Tólg kom þar á eftir og oft lögðu bændurnir eingöngu inn ull og tólg. Stundum lögðu bænd- urnir, helst sá ríkasti, inn kjöt og var verðmæti þess þá svipað og tólgar- innar. Greiðslur frá öðrum bændum bárust líka inn á reikningana og stöku sinnum lögðu bændurnir inn peninga. Mest bar á þessu hjá Guð- mundi „ríka“ á Guðlaugsstöðum. Aðrar vörur á borð við prjónles, gærur, kerti og álftafjaðrir skiptu litlu máli. Þetta gilti þó ekki um annan fá- tæku bændanna, Gísla í Kurfi. Hann og stálpuð börn hans komu jafnan á vorin og sumrin og unnu fyrir kaup- mann í nokkra daga. Gísli ferðaðist líka með Knudsen, faktor verslunar- innar, á báti sínum til ýmissa staða við Húnaflóa og fékk greitt fyrir. Ennfremur seldi hann faktornum sauði, smjör og rjúpur, væntanlega til heimilisnota hjá þeim síðarnefnda. Uppistaðan í innleggi Gísla voru því verkalaunin, en hann lagði líka inn ull. Ekki verður greindur umtalsverð- ur munur á því hvað bændurnir lögðu inn eftir efnahag þeirra um- fram það sem þegar hefur komið fram. Brennivín og naglar... Hvað tóku bændurnir út hjá kaup- manni? Þeim stóð margt til boða; kornvörur, rúsínur, brennivín, naglar, plankar, tunnur, silkiklútar, vasaúr, bollapör og kommóður, og er þá flest ótalið. Af öllum þessum heimsins lystisemdum völdu bænd- urnir að kaupa mjölvöru frekar en annað. í töflu 1. má sjá að kaup á korni eg öðrum mat, sem var aðal- lega kaffi og sykur, var jafnan um og yfir % hlutar af verðmæti úttektar- innar, en heldur minna hjá efnuð- ustu bændunum. Áfengi og tóbak voru álíka stór hluti af úttektum bændanna og iðnaðarvara, sem voru að stofni til málmvörur, vefn- aðarvörur og timbur. Guðmundur á Guðlaugsstöðum tók jafnan út tals- TAFLA 1. Vörukaup sex húnvetnskra bænda að meðaltali 1847-1855. Hundraðshlutar. Korn og annar matur Áfengi og tóbak Iðnaðar- vörur Peninga- úttektir Guðmundur Kollugerði* 74 11 14 1 Gísli Kurti 68 13 13 6 Krákur Steinárgerði* * 71 12 14 3 Guðmundur Móbergi 66 6 14 14 Benóní Beinakeldu 57 14 16 13 Guðmundur Guðlaugsst. 42 4 20 34 * 1850-55. ** 1847-50. Heimild: Þjóðskjalasafn Islands, II, 10, a, Jacobsensverzlun á Skagaströnd. ] Peningaúttektin var oftast lögð jafnharðan inn aftur. Peningainneignin hafði aðallega mynd- ast vegna greiðslna annarra bænda á reikning stórbændanna, sennilega voru þá landskuldir og leigur greiddar. TAFLA 2. Umfang viðskipta miðað við jörð og framleiðslu, meðaltölur 1847-1855. (Umíang = Innlegg + úttekt í verslun) Umfang sem % Umfang sem % af afverði jarðar framleiðsluverðmæti hvers tíma Guðmundur Kollugerði* 129 62 Gísli Kurfi 60 34 Krákur Steinárgerði * * 36 36 Guðmundur Móbergi 45 36 Benóní Beinakeldu 63 45 Guðmundur Guðlaugsstöðum 84 62 * 1850-55. ** 1847-50. Heimild: Sbr. tilvísanir 1.-7. vert af peningum og greiddi fé inn á reikninga bænda um allar sveitir. Peningaumsýsla skipti fátækustu bændurna að vonum litlu máli. Munurinn milli ríkra og fátækra er greinilegur. Selstöðuverslunin á Skagaströnd tók við sauðfjárafurðum af bændum í Húnavatnssýslu og lét matvörur, brennivín og iðnaðarvörur í stað- inn. Voru þessi vöruskipti mikilvæg bændum miðað við aðra þætti bú- skaparins? Það var athugað með því að bera saman umfang viðskipta hvers bónda, (umfang er samanlagt verðmæti innleggs og úttektar), og verðmæti jarðanna sem þeir byggðu og í þriðja lagi áætlað framleiðslu- verðmæti búanna. Verðmæti allra jarða í landinu var metið á árunum 1849-50, til þess að hægt væri að leggja Alþingistollinn af sanngirni á landsmenn. Konung- ur löggilti nýja jarðabók 1861, sem var gerð eftir þessu mati.'1 Með því að margfalda hin nýju „hundruð" jarðannar’ sem bændurnir sex bjuggu á með kýrverði, eins og það var að meðaltali árin 1847-1855 í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum samkvæmt verðlagsskrám,1’ var verðmæti jarðanna fengið í pening- um. Framleiðsluverðmæti búanna var áætlað með því að styðjast við heim- ildir úr þremur áttum. Búnaðar- skýrslur fyrir Húnavatnssýslu árin 1847-1855 gáfu upplýsingar um hversu margar mylkar ær og kýr bændurnir höfðu ár hvert, hversu mörgum kindum þeir slátruðu og hversu margar kindur þeir hafa rúið árlega. Tryggvi Gunnarsson áætlaði verðmæti afurða sauðfjár og kúa árið 1864.7 Þar tilgreindi hann hvað tólg var stór hluti af afrakstri slátur- fjár, smjör af heildarafrakstri mylkra áa og kúa og hve mikil ull fengist af sauðfé. Verðlagsskrár í sýslunni segja svo til um peningaverð á ull, smjöri og tólg á tímabilinu. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 2. Umfang vöruskiptanna var ekki minna en þriðjungur af verðmæti 30 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.