Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 48

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 48
Sagnfræði og fjölmiðlun hvað frétt er. Þessi skilgreining á frétt sem er til hérna á íslandi er þessi Vesturlandaskilgreining. En ég held að það sé til skilningur á frétta- mennsku sem er miklu nær einhverri sagnfræði en það sem við vinnum eftir. Sp.: Gísli, þú ert sagnfræðingur og ef þú lítur á fréttamennsku og blaða- mennsku með augum sagnfræðings- ins, finnst þér hún þá vera sagnfræði; fullboðleg sagnfræði? Gísli: Þetta á bara ekkert skylt við sagnfræði. Þetta sem menn eiga að framleiða er heitt, svart, fljótt og lítið og það er bara allt öðruvísi en saga. Sp.: En samt sem áður, eiga sagn- fræðin og blaðamennskan ekki ýmis- legt sameiginlegt, t.d. eins og vanga- veltur um túlkun, val efnisatriða og heimildir? Gísli: Jú, jú, það er eflaust hægt að notast við það ef menn hafa æft sig í því að túlka heimildir. Þá meira kannski óbeint, menn hafa óafvitandi vanið sig á að gera það. Sp.: Þið minnist á þessar mismun- andi skilgreiningar á frétt og sagn- fræði. Hver er skilgreiningin á frétt? Einar: Frétt er svona dramatísk samantekt í stuttu hnitmiðuðu máli, auðskiljanlegt nánast svona 85% mögulegra hlustenda eða lesenda, á einhverju sem snertir daginn í dag eða daginn í gær og helst einhverju sem hefur bein áhrif á fólkið sem kaupir og les. Vægi frétta eykst eftir því sem nánd við lesandann er meiri. Það eru til ýmsar sérkennilegar út- færslur á þessu. Það er t.d. til mjög kaldhæðnislegt lögmál mannslífa í fréttum. Látinn íslendingur hefur hæsta gildið. Hann er svona á við fjóra Skandinava, sem eru á við fimm Breta og svo fer þetta niður. Þetta er mjög kaldhæðnisleg formúla, en þeg- ar maður hefur unnið í fréttum lengi og fylgst með sjálfum sér og þeim sem eru í kringum mann, þá fer mað- ur að sjá þessi lögmál að verki. Maður vinnur eftir þessum línum. Það eru aðrir hlutir líka sem verða til þess að auka vægi fréttarinnar. Það eru ákveðn- ir „elítuhópar" í þjóðfélaginu sem fá miklu þyngra vægi en aðrir. Ákveðin farartæki virðast hafa svona „elit- ískt“ vægi t.d. er flugslys merkilegra en bílslys einhverra hluta vegna. Það er dramatískari atburðarás. í ensku heitir þetta oft „news story“, fréttasaga. Dramað getur orðið mjög ríkur þáttur í fréttinni. Þetta er eng- ilsaxneskt fyrirbæri en á sér ríka svörun í allri sagnahefð allsstaðar í heiminum. Þessi tegund af frétta- mennsku hefur átt mjög greiða leið út, hefur orðið mjög ríkjandi. Þann- ig að blöð sem voru ekkert annað en pólitísk dálkaskrif hafa orðið að víkja fyrir þessari tegund af „sagn- fræði“. Ég vil kalla þetta sagnfræði líka. Þetta er önnur tegund því að vitaskuld er þetta saga samtímans, a.m.k. fyrir samtímann. í gegnum þetta er atburðarásin túlkuð fyrir þá sem lifa. Það eru til ákveðnar fréttir sem mörgum finnst sögulausar, vanta alla sögulega tilvísun - fréttir sem á „góðu“ fjölmiðlamáli kallast „human interest" fréttir. En þá ber að líta á að langflestir fjölmiðlar eru annað og meira en fréttamiðlar ein- göngu. Þeir miðla líka skemmtiefni og upplýsingum öðrum en fréttum. Innan ramma frétta rúmast einnig frásagnir sem lúta mjög ólíkum hefðum. Við getum tekið frétt sem væri vel unnin, nánast samkvæmt lögmálum sagnfræðinnar, en óskap lega þurr. Á hinn bóginn gætum við haft frétt sem byggði á einhverjum raunverulegum atburði eða ástandi, en væri fyrst og fremst góð frétt vegna stílsnilldar sem ætti meira skylt við skáldverk en sagnfræði. Slíkar fréttir vantar stundum allt samhengi við raunveruleikann, en hafa þó mjög ákveðna tilvísun í minni, sem koma frekar úr heimi sagnagerðar en sagnfræði. Það eru dæmigerðar „human interest" frétt- ir. Það er til svolítið skondin saga af því hvernig þessi fréttamennska gæti orðið í framtíðinn með nýrri tölvutækni. I sögunni eru „human interest" fréttir greindar og skráðar, allar mögulegar uppákomur sem þær greina frá. Síðan er hægt að slá inn beiðni í tölvuna og hún skilar óteljandi úlgáfum af sögunni um fötluðu stúlkuna sem er staðráðin í að komast aftur uppá svið til að dansa. Þetta er sagan um hugrekkið og viljastyrkinn sem yfirvinnur allt. Saga sem gengur aftur og aftur í fréttum af þessu tagi. Þetta er lífs- drama sem hefur allt annað gildi fyr- ir hlustanda eða lesanda heldur en einhverskonar heimildargildi eða sagnfræðigildi. Þetta spilar inná allt aðra þætti. Það má kannski segja að góð fréttamennska liggi þarna ein- hversstaðar á milli. Á milli „sagn- fræði-fréttarinnar“ og „human inter- est-fréttarinnar". Það er oft erfitt að sjá hvar mörkin liggja. En það sem hrífur mann mest í fréttamennsku er oft það sem nær að blanda þessu tvennu saman. Margt af því sem stríðsfréttaritarar hafa gert er tví- mælalaust lýsingar sem eru í aðra röndina mjög skilmerkilegar og ná- kvæmar atburðalýsingar og hina óskaplega dramatísk frásögn sem á lítið skyltvið sagnfræði held ég eins og þið skiljið hana. Nýtist sagnfræðimenntun fjölmiðlafólki? Guðjón: Ég held að það sé mjög æskilegt að allt fjölmiðlafólk hafi góða almenna mennlun. Það er mjög mikilvægt hvort sem þeir eru fjölmiðlafræðingar, sagnfræðingar, líffræðingar, eða hvað það nú er. Sagnfræðin er í eðli sínu almennari en margar aðrar sérgreinar, hún tengist svo mörgum öðrum fögum. T.d. er það spurning hvort að saga eðlisfræðinnar heyrir undir sagn- fræði eða eðlisfræði o.s.frv. Þannig held ég að það sé gott fyrir fjölmiðla að hafa sagnfræðinga á sínum snærum. Ef þeir eru vel menntaðir geta þeir gripið inn í svo margt og komið á svo mörgum stöðum inn í umræðuna. Margar fréttir og frétta- skýringar krefjast sögulegs bak- grunns. Það er alltaf að koma eitt- hvað upp á í fréttum sem krefst þess að fortíðin sé aðeins skýrð. Við get- um bara tekið dæmi: Mál Stefáns Jóhanns Stefánssonar um daginn. Mér fannst vanta svolítið í þá um- ræðu að tímabilið sem um var að ræða, væri tekið dálítið rækilega fyr- ir og skýrt. Ég er til dæmis ekki viss um að ungt fólk viti mikið um það og hefur kannski aldrei heyrt S.J.S. nefndan. Það var sem sagt gengið út frá því í þessum fréttum að allir vissu hver hann hefði verið. Við vit- um það náttúrlega sem höfum menntun í sagnfræði og munum 44 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.