Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 14

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 14
Bændur falla fyrir markaðnum aðan fisk í samræmi við það um vet- urinn og þá gat orðið tap á fiskkaup- unum. Væri verðið of lágt áttu þeir á hættu að fá engan fisk, hvorki um sumarið né veturinn eftir. Utvegs- bændur áttu alltaf þann möguleika að selja fiskinn verkaðann í um- boðssölu hjá kaupfélaginu. Fréttin um sumarverðið var við- burður sem beðið var með eftir- væntingu og varð ýmist ástæða fagnaðar eða kvartana. Skúli Thor- oddsen kom eitt sinn þessum orð- um að fréttinni í blaði sínu Þjóðvilj- anum, en þar voru reglulega fluttar fréttir af verðlagsmálum: Nú er fiskprísinn fast ákveðinn, 40 kr. skippundið og hafa kaup- menn að vanda gjört sér glaðan dag og drukkið fast, við þetta tækifæri, en bændur hafa síður ástæður til að gjöra sér glaðning yfir þessum prísum.6 Á ýmsu gekk í hópi kaupmanna áður en verðið var endanlega ákveð- ið. Stundum áttu þeir í harkalegri samkeppni en á öðrum tímum sáu þeir sér hag í að standa saman. Svo virðist sem kaupmenn hafi síðast lent í harðri rimmu út af sumarverð- inu árið 1896. Þá ætlaði einn af minni spámönnunum í kaupmanna- stétt á ísafirði að skáka keppinaut- um sínum með því að gefa upp verð fyrirvaralaust og á undan öðrum. Þeir stóru buðu snarlega betur og eftir þetta var alltaf vísað til verðsins sem kaupmenn komu sér saman um. Af öllu vafstrinu við að finna út fiskverðið sést að ísfirðingar færð- ust á skömmum tíma um 1890 skrefi nær markaðnum í Evrópu en þeir höfðu áður verið. Verslunin náði á þessum tíma að anna mun meiri viðskiptum en meðan kaup- tíðirnar voru eini verslunartíminn og enn átti þáttur viðskiptanna í framleiðslunni eftir að vaxa. Peningar Þegar leið að aldamótunum sköpuðust hér á landi skilyrði fyrir fjölbreyttari verslun við útlönd en selstöðufyrirkomulagið bauð upp á. Eitt af einkennum selstöðuverslun- arinnar var að hana mátti reka með vöruskiptum án þess að peningar kæmu þar við sögu. Þótt peninga- verslun innanlands breytti ekki ein sér selstöðuversluninni þá bauð vaxandi peningavelta upp á liprari viðskipti. Þegar landsmenn hófu að selja framleiðslu sína fyrir peninga, en það gerðist fyrst með viðskiptum við Engiand, gafst einnig tækifæri til að selja innfluttar vörur fyrir pen- inga og láta þá seinvirkar aðferðir selstöðuverslunarinnar lönd og Ieið. Helstu straumar fjármagns inn á verslunarsvæði ísafjarðar á síðustu árum 19. aldarvoru í fyrsta lagi með verslun Kaupfélags ísfirðinga, sem skipti mikið við England og greiddi félögum sínum að hluta fyrir útflutn- ingsvörur í peningum. í öðru lagi keypti enskur fiskkaupmaður að nafni Ward fisk fyrir gull við Djúp en hann hóf þar viðskipti árið 1895. í þriðja lagi veittu norskir hvalveiði- menn nokkru fjármagni inn í hérað- ið. Sannast sagna er ógerningur að meta hve miklir peningar þetta voru í allt og hve stór hluti peningaversl- un á þessum tíma varð af viðskipt- um á verslunarsvæðinu. Flest bend- ir þó til að þrátt fyrir að töluvert hafi sést af peningum þá hafi meginhluti verslunarinnar áfram verið í formi vöruskipta. Aukið fjármagn í umferð varð engu að síður forsenda nýrra viðskiptahátta sem gáfu nýjum kaupmönnum færi á að hefja verslun. Peningar buðu upp á miklu meiri sérhæfingu en vöruskipti og reyn- andi var fyrir kaupmenn að tak- marka viðskiptin við fáar vöruteg- undir. Ljósasti vottur þessa er hinn mikli fjöldi smárra verslana hand- verksmanna á ísafirði um aldamót- in. Nýgræðingarnir í viðskiptunum urðu þó áþreifanlega varir við að peningarnir sem bárust inn á svæð- ið tolldu illa í umferð. Gullið sem Ward fiskkaupmaður hafði til kaup- anna ár hvert og varð „að fá tvo menn til að rogast með“' hvarf jafn- harðan svo innan fárra ára glitti ein- ungis á það í þjóðsögum. Tilraunir stjórnmálamanna þessa tíma til að skylda kaupmenn að búa hér á landi, í stað þess að sitja að gróða sínum erlendis, lýsa viðleitni til að stemma stigu við straumi fjár- magns úr landi. Þeir peningar sem lentu í höndum kaupmanna fóru ekki aftur í umferð hérlendis. Á þessum árum hófst einnig bar- áttan fyrir að fá stóru verslanirnar til að greiða kaup í peningum. Sóknin í verkamannamálinu svonefnda var m.a. studd af smákaupmönnum á ísafirði. Skúli Thoroddsen, helsti flutningsmaður málsins á þingi, var í þeim hópi. Smáu kaupmennirnir fundu vel að takmarkað fjármagn í umferð rýrði stöðu jreirra í sam- keppninni við stóru verslanirnar. Krafan um greiðslu kaups í pen- ingum var því ekki eingöngu hags- munamál verkafólks heldur einnig þeirra sem áttu á brattann að sækja í viðskiptum innanlands. Það hafa hreint ekki verið þægileg viðskipti að taka „blautan fisk fyrir skófatnað" eins og einn skóarinn á ísafirði aug- lýsti skömmu fyrir aldamótin. Vöru- skiptin kröfðust þess eiginlega að kaupmenn versluðu með allt milli himins og jarðar. Þegar leið að aldamótum fjölgaði fólki í smáplássurri uið ströndirra. Myndin er frá Hnífsdal á síðari hlula 19. aldar. 10 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.