Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 80

Sagnir - 01.04.1988, Blaðsíða 80
Rjómabú FREYR. Perfect-skilvindan er tiltoúin HJá, Burmeister & Wain, .sem er frœgust verksiniðja ú Norðurlíindum og liefir daglega 2,500 mamis i vinnu. „PHItKBCT*4 lieíiv á tiltölulega stuttum tíma fengið yfir 200 fyrsta flokks verðlaim. „l'EItTKCT** er af skólastjórunum Torfa í ölafsdal, Jónasi á Eyðuni mjólkurfrœðing Gnmfeldt og búfrœðiskennara Guðm. Jónssyni á lfvann- eyri, talin bezt af öllum skilvindum, og sama vitnisburð fœr „PERf’FCT4* ervetna erlendis. „PERFECT“ er bezta og ódýrusta skilvinda nútímans. „PERFECT“ er skilvinda framtíöarinnar. Útsölumenn: kaupmennirnir Gunnar Gunnarsson Reykjavik, Lefolii á Eyrarbakka, Halldór Jónsson Vík, allar Grarns verzlanir, Ásgeir Ásgeirsson ísafirði, Kristján Gíslason Sauðárkrók, Sigvaldi Þorsteinsson Akureyri, Magnús Sigurðsson Grund, allar 0rum & Wulff’s verzlanir, Stefán Sleinholt Seyðisíiröi, Friðrik Hallgrimsson Eskiíirði. Einkasölu til íslaiids og Fœreyja hefir JAKOB GUNNLÖGSSON KJGBENHAVN K. Perfecl skiluinda: Auglýsing úr Frey. áranna 1902 til 1910. Ótrúlegt er að einhver stökkbreyting hafi orðið árið 1911 svo að álykta má að rjóma- búin utan Suðurlands hafi staðið mun verr að vígi rekstrarlega séð. Árið 1910 og 1911 fengu Sunnlend- ingar 10 aurum meira fyrir smjör- pundið en aðrir landshlutar. Samt var rekstrarkostnaðurinn sá sami. Sigurður Sigurðsson nefnir í skýrsl- unni um rekstrarkostnað að sum búin hafi reiknað flutningskostnað í rekstrarhliðina en önnur ekki. Hann segir að félög innan Smjörbúasam- bands Suðurlands hafi ekki tekið flutningskostnað inn í rekstrarhlið búsins.23 Þannig að munurinn hafi ekki verið eins mikill og ætla má. En stóðu sunnlensk rjómabú ekki betur að vígi samgöngulega séð? Styttra var fyrir sunnlenska bændur að flytja rjómann í rjómabúið, þétt- býlla, auðveldari samgöngur til Reykjavíkur þar sem skipið beið, styttra að flytja á markað í Reykja- vík. Allt þetta gerði Sunnlendingum auðveldara fyrir en öðrum. Einnig stofnuðu sunnlenskir bændur sam- tök til að selja út smjörið og hefur eflaust haft mikið að segja, því ann- ars hefði smjörverðið fallið niður á mörkuðum vegna undirboða. Flestir landshlutar seldu smjörið í gegnum kaupfélögin. Annað mikilvægt atriði má nefna hér. Lítið mátti bera útaf hjá sumum rjómabúunum svo að reksturinn bæri sig. Stofnkostnaður var tals- verður og því tekin lán. Ef rekstur- inn gekk vel var hægt að greiða lán- in niður, en ef aukning varð ekki á smjörframleiðslunni var lítið annað til ráða en að leggja búið niður.24 í sumum sveitum hættu margir bændur að færa frá eftir 1905. Var þetta misjafnt eftir sveitum og fjölg- aði jafnvel í sumum búunum en í heild fækkaði kúgildum. Vonin um hátt verð fyrir kjötdilka erlendis átti mestan þátt í þessari þróun. Einnig hlýtur stofnun Sláturfélags Suður- lands árið 1907 að hafa átt einhvern þátt í því að hætt var að færa frá. Þessi þróun tafði mikið fyrir starf- semi rjómabúanna því þau fengu minni rjóma til vinnslu. Meðalverð íslensks smjörs í Eng- landi var 78-79 aurar árið 1902 á meðan danska matsverðið var 94,8 aurar. Árið 1906 var meðalverðið 83-84 aurar á meðan danska mats- verðið var 98,7 aurar. Árið 1910 var íslenska meðalverðið í Englandi 91-92 aurar en danska matsverðið 100 aurar. Ljóst má vera að gæði ís- lenska smjörsins batnaði miðað við gæði danska smjörsins. Einna helst var kvartað yfir „fiskibragði" en ann- ars hafði íslenskt smjör gott orð á sér á enska markaðnum.25 Hverju kornu rjóma- búin til leiðar? Þeir bændur sem sendu rjóma til rjómabúanna fengu síðar greitt fyrir hann í peningum. Það að fá pening hefur eflaust komið sér vel í vöru- skiptasamfélagi. Sigurður Sigurðs- son hafði það árið 1925 eftir bónda í Landeyjunum að meðal nokkurra bænda hefði smjörverðið verið „fundnir peningar" því þeir hefðu lítið eða ekkert selt af smjöri að undan- förnu. Hjá einum þeirra — efna- litlum manni — námu smjörpen- ingarnir 300 kr. — Smjörbúin eru jafnt fyrir fátæka sem efnaða, og eru jafnvel þeim fátæku nauðsyn- legri en hinum.26 Smjörgæðin bötnuðu. Smjör var um aldamótin talið vera vond mat- vara. Hans Grönfeldt lýsti árið 1902 hvernig sumar mjaltakonurnar tutl uðu: Oft hefi eg séð þá, sem mjólka vera í óþrifalegum fötum, sem lykt- uðu langar leiðir. Einnig hefi eg séð mjaltakonurnar hafa með sér bolla eða riðgaða blikkdós með þráum tólg, lýsi eða annari þess háttar feiti í. Þessari þráu feiti er svo jóðlað með fingrunum á spenana áður en farið er að mjólka, sjálfsagt til þess að fing- urnir renni betur eftir þeim.... Svo er byrjað að mjólka vanalega á þessa leið: Með þumalfingri og vísifingri er togað í spenana og mjólkin, sem fyrst kemur, brúkuð til að bleyta tingurnar með enn betur en búið var með þráu feit- inni. Spenanir eru nú löðrandi í feiti og af fingrunum drýpur mjólk. Þetta blandast svo saman og lekur smátt og smátt niður í mjólkurfötuna. Þegar svo fingurn- ir fara að þorna og renna ver eftir spenunum, stingur mjaltakonan blátt áfram hendinni niður í froðuna, sem kemur ofan á mjólk- ina og jóðlar með henni spenana og fingurnar! Þetta er svo endur- tekið þangað til búið er að mjólka.27 76 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.