Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 23

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 23
Guðrún Laufey Guðmundsdóttir ER FÆDD ÁRIÐ 1975. HÚN ÚTSKRIFAÐIST MEÐ BA PÓF í SAGNFRÆÐI FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS SUMARIÐ 2000. Guðrún Laufey STUNDAR NÚ MEISTARANÁM í SÖMU GREIN VIÐ HÍ OG UNIVERSITÁ DEGLI STUDI DI PlSA. SÖNGLAUS ÞJÓÐ? Saga íslenskrar tónlistar og tónlistararfur ÍSLENDINGA FRÁ l6., 17. OG l8. ÖLD.1 íslenskri listasögu frá 16., 17. og 18. öld hefur hingað til ekki ver- ið haldið hátt á lofti. Saga íslenskrar tónlistar fellur undir þann hatt. Hér á eftir verður fjallað lítillega um það tímabil sem lengi hefur verið talið mikið hnignunartímabil í tónlist og gjarnan er talað um sem „hinar myrku aldir íslenskrar tónlistar" þ.e. tím- inn frá því eftir siðaskiptin og fram til 1800.2 Fjallað verður al- mennt um tónlist hérlendis á þessum tíma og tíndur til fjöldi heimilda sem bera íslenskri tónlist bæði gott og slæmt vitni. Einnig verður gerð grein fyrir umfangsmikilli handritarannsókn sem unnin hefur verið á síðustu þremur árum á tónlist í íslensk- um pappírshandritum skrifuðum á árunum 1550-1800. Hvaða mynd gefa heimildir okkur af íslenskri tónlist á þessum öldum og hvernig samræmast niðurstöður rannsóknarinnar því sem heimildir kveða á um og því sem almennt hefur verið talið um íslenska tónlist? Er það rétt að allt bendi til þess að Islendingar hafi verið sönglaus þjóð, búin að tapa niður allri tónlistarþekk- ingu á 18. öld eða hefur þeirri hugmynd verið haldið ómaklega á lofti? Rannsókn á íslenskum tónlistararfi Síðastliðin þrjú ár hefur verið unnin umfangsmikil handrita- rannsókn á pappírshandritum skrifuðum á tímabilinu 1550- 1800. Þetta metnaðarfulla verkefni hefur verið unnið á vegum Collegium musicum, samtaka um tónlistarstarf í Skálholti og er hluti af viðamikilli heildarrannsókn á íslenskri tónlist. Rann- sóknin kom mörgum á óvart þar sem almennt hefur verið talið að tónlist hefði varla þekkst hér á landi á 16., 17. og 18. öld, nema þá helst þegar sungið var við kirkjulegar athafnir, falskt og úr takti. Allar þær nótnauppskriftir sem hafa fundist hafa því komið mörgum skemmtilega á óvart. Öll kvæðahandrit sem skrifuð eru fyrir 1800 og varðveitt eru í Handritadeild Landsbókasafn Islands, Háskólabókasafni og síðar fleiri söfnum voru skoðuð í þeim tilgangi að finna og skrá nóturnar í handritunum. Markmið rannsóknarinnar er að draga fram allar þær nótur sem er að finna í þessum handritum og gera grein fyrir þeim mikla tónlistararfi sem þar hefur verið fal- inn. Ekki verður farið nákvæmlega í aðferðafræði rannsóknar- innar heldur aðeins greint frá helstu niðurstöðum. Glæsilega myndskreyttur Grallarifrá íy. öld. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kunnátta í nótnaskrift hefur verið almenn, allavega það góð að um 3% allra handrita sem varðveitt eru í Handrita- deild Landsbókasafns íslands, Háskólabókasafni hafa að geyma nótur og um 10% kvæðahandrita, auk fjölmargra handrita sem varðveitt eru í Árnastofnun sem og á öðrum söfnum erlendum og innlendum. Búinn var til gagnagrunnur á tölvutæku formi og nótnauppskriftirnar sem fundust skráðar í hann ásamt helstu upplýsingum um handritið og kvæðin sem nóturnar voru við. Eftir að lokið var við að skrá þau nótnahandrit sem rituð eru á tímabilinu 1600- 1800 og varðveitt eru á Landsbókasafni var hafist handa við að setja inn handrit úr öðrum handrita- söfnum. Einnig hefur fjöldi nótnahandrita frá því fyr- ir 1600 og eftir 1800 verið skráð sem og flest handrit sem fjalla um tónlist á einn eða annan hátt. Þó að flest handritin séu áður óþekkt nótnahandrit eru til örfá þekkt sönghandrit frá 17. og 18. öld sem hafa verið skráð á sama hátt. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.