Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 21

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 21
Yfirgefnar flóttamannabúðirfyrir utan Blace, Makedóníu. eina jákvæða sem stjórnarandstaðan í Króatíu gerði, að mati Kesic. íslendingar eiga oft erfitt með að ímynda sér hvernig það er að lifa við stríðsástand og hugmyndir okkar um andstöðu ungs fólks eða menntamanna koma gjarnan frá öðrum þjóðum. Oft í sögunni, sérstaklega á tuttugustu öldinni, hafa Islendingar séð skólafólk standa upp í hárinu á stjórnvöldum eða mótmæla til- tekinni hugmyndafræði eða skoðunum. Sem dæmi má nefna vorið í Prag og mótmæli bandarískra háskólanema gegn stríð- inu í Víetnam. En samkvæmt því sem Papic og Kesic sögðu virt- ist ungt fólk á Balkanskaganum ekki hafa tekið mikinn þátt í að mótmæla stefnu stjórnvalda eða berjast gegn henni. Vjollca Krasniqi er yngst kvennanna þriggja, aðeins 31 árs að aldri, og er Kosovo-Albani. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið virk í þeirri vinnu sem fer nú fram við uppbyggingu í Kosovo. Einnig hefur hún rannsakað stöðu kvenna í stríðinu í Kosovo og er með bók í smíðum sem ber vinnuheitið Stories of Kosovo - Wometi about War and Exodus og fjallar um sjónarhorn kvenna á nauðungarflutningum í stríðinu í Kosovo. Þegar skoð- uð er sú fræðilega umræða sem á sér stað eftir stríðsátök, t.d. eft- ir seinni heimsstyrjöldina, sjáum við að fyrst er fjallað um hina pólítísku og hernaðarlegu sögu þeirra sem töpuðu og þeirra sem unnu. Með tímanum koma svo fram fræðimenn sem leggja meiri áherslu á jaðarhópa; konur, böm, ýmsa trúarhópa og sam- kynhneigða svo eitthvað sé nefnt. Krasniqi rannsakar nú áhrif og sjónarhorn kvenna á átökunum í Kosovo. Þess vegna var rökrétt að spyrja hana hvemig umfjölluninni sé háttað og hvernig viðfangsefni fræðimanna séu að þróast. Er mestum tíma og púðri eytt í hina venjulegu sögu eða er áherslan meiri á jaðarhópa og upplifun þeirra? Krasniqi taldi að eins og staðan er nú, væri hið hefðbundna „karlasjónarhorn" ríkjandi meðal fræðimanna. Það væri í raun slæmt því oftast em það jaðarhóparnir sem verða verst úti í stríðsátökum. Papic bætti því við að sjónarhorn jaðarhópanna væri oft mun áhugaverðara en sjónarhorn meirihlutans. Einnig vom þær sammála um að oft væri eins og þeir karlmenn sem rannsökuðu og skrifuðu sögu stríðsátaka væm ómeðvitað að upphefja ofbeldi, að ofbeldi og heiður færi saman og það væri eitthvað gott sem gæti komið út úr stríði. Þetta kann einnig að skýra af hverju stjórnmála- og stríðssagan er oftast umfjöllunarefni fræðimanna. Að lokum snemst umræðurnar um hvernig fólk tekur á minningunni um stríð. Kesic sagði að hin nýju þjóðríki á Balkanskaganum hefðu ekki mikil samskipti sín á milli og að í hinni opinbem umræðu væri lítið fjallað um stríðsminningar. Fólk brygðist auðvitað mismunandi við minningunum um stríð og það væm margir sem væra að reyna að gleyma. Samt vofði minningin um stríðið alltaf yfir og væri gjarnan umræðuefni fólks. Eftir að hafa setið dagstund með þeim Papic, Kesic og Krasniqi er ljóst að margt er óuppgert í sam- bandi við stríðsátökin á Balkanskaganum. Hin nýju þjóðríki á svæðinu þurfa að gera upp fortíð sína og takast á við þau grimmdarverk sem þau frömdu að stómm hluta í nafni þjóðernishyggju. Einnig þarf hið akademíska samfélag svæðisins að fara í naflaskoðun en alls óvíst er hvort það muni gerast fyrr en ný kyn- slóð kemur fram. Það vekur ugg í brjóstum íslenskra háskólanema hve auðvelt var að fá menntamenn, fólk sem samfélagið lítur upp til, til þess að vera boð- berar ofbeldis og átaka. Ef til vill er það vegna þess að ofbeldi og sá heiður og það hugrekki sem menn vilja tengja það við er á mörgum stöðum tilbeðið, t.d. í kvikmyndum, skáldsögum og einnig í mörgum sagnfræðiritum. Sagan er tæki til þess að framkalla tilfinningar og í framhaldinu breytingar. Það er þessi eiginleiki sögunnar sem er svo hættulegur og saga getur í raun verið tvíeggjað sverð. Það skiptir höfuð- máli að sá sem á pennanum heldur og túlkar söguna geri það á hlutlausan og heiðvirðan hátt en ekki í áróðursskyni eins og svo oft hefur gerst. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.