Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 32
um) og nokkuð brött þá er hún stysta leiðin milli byggða frá Vesturlandi til Þingvalla og nokkuð greiðfær að auki15: leiðin, oft nefnd Rauðsgilsvegur, sem lá niður hjá Steindórsstöðum." Þetta gerir það að verkum að frá- sögn af ferðum Grímkels „hina neðri leið ofan hjá Augastöðum" til Breiðabólstaðar verður ögn rugl- ingslegri. Varla kemur annað til greina en að Grím- kell hafi riðið niður Valagil, sem er vestan við Auga- staði, en það er sama leið og farin er þegar komið er niður hjá Giljum, sem eru vestan við gilið. Hinsvegar er öllu erfiðara að gera sér grein fyrir af hverju skrá- setjarinn kallar leiðina „hina neðri" leið. Þetta gefur ótvírætt til kynna að leiðirnar hafi verið tvær, og að hin hafi verið austar. Það getur vart staðist því Auga- staðafjall, Ásfjall og Okið sjálft eru því til fyrirstöðu að þar sé eðlileg og fær leið. Þar af leiðandi hlýtur skrásetjarinn að fara villur vega. Leiðin ofan hjá Augastöðum hlýtur eðlilega að vera „hin efri" sem gerir það að verkum að aðra leið sé að finna þar fyr- ir neðan, og líklegast er um að ræða veginn niður með Rauðsgili. Það kæmi heim og saman við seinni tíma heimildir. Úr Lundarreykjadal lágu tvær leiðir suður til Þingvalla, önnur þeirra um Uxahryggi en hin um Gagnheiði. Uxahryggjaleið var úr botni Lundar- reykjadals, yfir Uxahryggi og kom saman við Okveg við Hallbjarnarvörður: Þeir fóru ór Skálaholti allir samt upp í Laugar- dal ok þaðan vestr á Bláskógaheiði, þar til þeir kómu til Hallbjarnarvarðna. Þá segir Órækja, at hann vill ríða inn syðra dal [Lundarreykjadal] til Stafaholts. En Sturla bað hann ríða til Reykjaholts ok kall- aði margt ótalat. Riðu þá inn syðra dal sumir menn Órækju... . En Órækja reið í Reykjaholt ok Sturla Þórðar- son... ,12 Það má ráða af textanum að menn hafi skipt liði við Hallbjarnarvörður, einhverjir riðið niður í Lundar- reykjadal um Uxahryggi en aðrir farið með Órækju og Sturlu um Okveg til Reykholts, líklega niður með Rauðsgili. Vegurinn um Lundarreykjadal og Uxa- hryggi er tíðfarinn í Sturlungu enda ein hentugasta leiðin milli Stafholts og Þingvalla. Danski fræðimað- urinn Kristian Kálund sem var á ferð í dalnum um miðja síðustu öld þótti vegurinn ekki góður, satt að segja „yderlig slet, sumpig og stenet".13 Ennfremur skrifar Kálund: Fyrir austan Reyki er bærinn Þverfell við sam- nefnt fjall. Þar endar dalurinn, og liggur veg- ur upp á Bláskógaheiði eftir miklu gili suð- vestan við fjallið, yfir hina svonefnda Uxa- hryggi að Hallbjarnarvörðum og Sæluhúsi og þaðan til Þingvalla. Þó að vegurinn um Lund- arreykjadal sé ógóður, var hann fyrrum farinn mjög mikið, því að fjallvegurinn var tiltölu- lega stuttur, og einkum á þjóðveldistímanum má víða sjá, að hann hafi oftsinnis verið farinn sem heppilegasta leið flestra sem fóru af Vest- urlandi til Alþingis.14 Leiðin um Lundarreykjadal yfir Gagnheiði til Þing- valla var einnig mikið farinn á Sturlungaöld, en á hann var líka hægt að komast úr Skorradal. Þó svo að leiðin yfir Gagnheiði sé mjög há (hæst í um 610 metr- Þeir Órækja fóru ór Reykjaholti sétta dag jóla, fyrst ofan til Bæjar, - ok léði Böðvarr þeim vápna margra - , fóru þaðan upp í [LundarJReykjardal um kveldit. Sjaunda dag fóru þeir suðr Gagnheiði og höfðu fimm hundrað manna. Þeir Órækja ok Sturla fóru með sínar sveitir á Þingvöll, en annat liðit fór á Kárastaði ok Brúsastaði.16 Allir Norðlendíngar ok Sunnlendíngar voru skírðir í Reykjalaugu í Laugardal, er þeir riðu af þingi, þvíat þeir vildu eigi fara í kalt vatn. Hjalti mælti, er Runólfr var skírðr: „gömlum kennum vér nú goðanum at geifla á saltinu". Þat sumar var skírðr allr þíngheimr, er menn riðu heim; flestir Vestanmenn voru skírðir í Reykjalaugu í syðra Reykjadal. Snorri goði kom mestu á leið við Vest- firðínga.18 Nokkrir fjallvegir á íslandi. Samkvæmt þessari frásögn munu Norðlendingar hafa riðið norður Kjöl eða Sprengisand við þinglok, en Vestlendingar og Vestfirðingar hafa riðið heimleiðis um Bláskógaheiði, Uxa- hryggi og niður Lundarreykjadal. Satt að segja var þetta nokkur krókur fyrir þorra þingmannanna, til að mynda fyrir þá sem bjuggu í Norðurárdal eða Þverárhlíð. Einnig þurftu Vestfirðing- ar að taka sveig, sem þeir gátu sleppt með því að fara um Ok- veg. Þá var þegar komin heit laug í Reykholti ef marka má Landnámabók og þeir hefðu fullvel getað látið skíra sig þar.19 Ljóst er af þessari frásögn að þjóðleiðin frá Bæ hefur verið um Lundarreykjadal. Hinsvegar sést ekki í Sturlungasögu hvor leið- in, um Gagnheiði eða Uxahryggi, hafi verið betri því þær voru báðar tíðfarnar. Á Þjóðveldisöld var Hvítá mikið notuð til skipasiglinga, enda gætir sjávarfalla langt upp eftir ánni. Á Hvítárvöllum við Hvítá, varð snemma til vísir að verslunarstað og sjást þess mý- mörg dæmi, bæði í íslendingasögum og Sturlungu.'7 Hvítárvellir eru norðan við mynni Lundarreykjadals og því hafa þeir sem fóru á milli Þingvalla og Hvítárvalla riðið jafnan þær leiðir sem þar voru á milli, Uxahryggi eða Gagnheiði. Jafnvel má hugsa sér að goðar og þingmenn hafi vísvitandi lagt á sig krók á leið sinni til eða frá Þingvöllum, til þess að hafa viðskipti við kaupmenn á Hvítárvöllum. Þetta gerir það að verkum að líklega hefur meiri umferð verið um Lundarreykjadal en ella hefði verið, og þá á kostnað annarra leiða líkt og Okvegar. Þetta sést jafnvel í Kristni- sögu, þar sem segir frá heimreið þingmanna frá kristnitöku á Al- þingi um síðustu þúsaldamót: 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.