Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 15

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 15
lengi vel að ganga á milli og starfa sem sáttasemjari. Jón Leifs og Kristján Albertsson óttuðust áhrif sundrungar á félagsskapinn og vildu sameina félögin tvö en öll slík áform virðast hafa strandað á þrjósku þeirra Björns og Sveins.78 Jón skammað þá fé- laga í bréfi til Björns og var óánægður með hvernig persónulegt rifrildi þeirra dró úr krafti félagsstarfseminnar. Hann skrifaði: „Já, víst gætum við landarnir hér gert margt Islandi til gagns og hróðurs, en það er erfitt ef þið eruð með sérvisku og óþarfa við- kvæmni...." Óvíst er hvernig almennir félagsmenn litu á þessar deilur, ef þeir þá á annað borð höfðu nokkurn áhuga á þeim. Líklegast er að þeir hafi heldur kosið að stjórnarmenn félags- skapar íslendinga í hinu stríðshrjáða Þýskalandi, eyddu orku sinni í að reyna að greiða götu landa sinna þar, skipuleggja sam- komur, útvega mat, fréttir og helst af öllu heimferð. Deilur þess- ar héldu þó áfram til stríðsloka og hlýtur þrjóska helstu deiluað- ila að vekja undrun. Nasisminn og Félag Isleridinga í Þýskalandi Þó að í þessari grein sé mest áhersla lögð á umfjöllun um al- mennan félagsskap venjulegra íslendinga í Þýskalandi verður hér ekki komist hjá því að fjalla stuttlega um tengsl F.Í.Þ. við ís- lenska og þýska nasista og reynt að leggja mat á hve útbreidd hugmyndafræði nasismans var innan félagsins og Islendinga- byggðarinnar í Þýskalandi. Innan Félags íslendinga í Þýska- landi voru vissulega nokkrir nasistar. Magnús nokkur Guð- björnsson var um tíma umboðsmaður félagsins í Berlín og var Magnús Z. Sigurðsson óánægður með þá stöðuveitingu Björns Kristjánssonar79 en Magnús Guðbjörnsson hafði verið félagi í Flokki þjóðernissinna, sem hlotið hafði hægt andlát árið 1938.80 Aðdáun hans á alræðisstefnum virðist síst hafa dofnað á þeim tíma sem leið þar til hann varð umboðsmaður F.I.Þ. í Berlín. I bréfum hans til Björns Kristjánssonar kemur heimsskoðun hans oft greinilega í ljós og talar hann þá oft með vanþóknun um „ákafa lýðræðissinna" og ber mikið lof á foringjaræðið. Hann skrifaði meðal annars: „Tvær meginstefnur berjast... um völdin á öllum sviðum mannlífsins nú á dögum. Önnur þeirra sú eldri og þegar úrelt, er lýðræðið! Hin, sú yngri og merkisberi framtíð- arinnar, er FORINGJARÆÐIÐ!"m Það er því greinilegt að Magn- ús var enn afar hallur undir nasismann og að áhyggjur nafna hans Sigurðssonar eru vel skiljanlegar. Félag íslendinga í Þýskalandi skipaði nokkra heiðursfélaga, bæði íslenska og þýska og fékk einn að bera titilinn heiðursfor- seti.82 Einn heiðursfélaganna var yfir-leutnant í þýska hernum, hinn vesturprússneski barón dr. Reinhard Prinz. Dr. Prinz var mikill Islandsvinur og heimsótti landið oft og dvaldi þar í lang- dvölum. Doktorsritgerð sína skrifaði hann um Gísla sögu Súrs- sonar og gaf meðal annars út myndabók með myndum frá Is- landi sem nefndist Das unbekannte Island þar sem hann birti yf- irlit um menningu og sögu landsins. Hann skrifaði líka margar greinar um ísland í þýsk blöð og hélt fyrirlestra um landið. I fé- lagstilkynningu í febrúar 1945 sagði: „Fyrirlestra hans og rit- gjörðir um ísland má telja með því allra besta, sem sagt hefir verið um land og þjóð. Hann elskaði kraftinn, sem birtist í nátt- úru landsins og hinu norræna kyni Islendinga í fornöld og nú- tíð og hann dáði íslenska tungu og andríki íslenskra góð- skálda."83 Það er því ekki furða að F.Í.Þ. hafi viljað heiðra þenn- an íslandsvin, sem gekk í Félag íslendinga í Þýskalandi á þjóð- hátíðardegi íslendinga, 1. desember 1937.84 Það má þó sjá af til- vitnuninni hér að ofan að dr. Prinz hefur verið skoðanabróðir þeirra þýsku nasista sem dáðust hvað mest að hinu svokallaða aríakyni sem á íslandi átti að hafa búið (eða bjó jafnvel enn).85 Dr. Prinz barðist á austurvígstöðvunum og særðist þar. Eftir að hann særðist snemma árs 1945 var hann sendur af stað heim með flugvél en hún kom ekki fram og var líklega skotin niður.86 í bréfum sínum af austurvígstöðvunum til Björns Kristjánssonar kemur lífsspeki dr. Prinz vel í ljós. Hann var mjög andvígur kommúnismanum og taldi Þjóðverja vera í krossferð fyrir hönd alls hins vest- ræna heims, eins og sést af eftirfarandi málsgrein: Þegar maður hefur upplifað foringjalíf og stríðið í Sovétríkjunum kemst maður að þeirri niðurstöðu að úrslitin í Austri, varnir gegn Bolshevisma og tortíming hans á evrópskri grund varða ekki aðeins örlög Þýska ríkisins heldur allrar Evrópu. Þegar maður hefur séð Rússland, ásjónu borga þess, land sem nýtur mikilla náttúrugæða, gerir maður sér grein fyrir því að hér býr stórþjóð, sem hefur fórnað öllu fyrir hugmyndina um heimsbyltingu í krafti stríðsreksturs. Bara að okkur verði forðað frá því að þessir rauðu herir með for- ingjana [kommissarana] á hælunum sam- blandist okkar menningarblóði. Þeir Eng- lendingar, sem hafa dómgreind, sjá að þýskir hermenn eru að berjast og fórna sér fyrir sjálf- stæði þeirra og menningaröryggi. Bols- hevismanum eru engin takmörk sett. Meira að segja á Islandi hafa þeir komið sér fyrir með áróðursmiðstöð eins og Bandaríkja- menn.87 Annar heiðursmeðlimur Félags íslendinga í Þýska- landi var dr. Hans von Jaden barón og yfirdómari í Vín. Hann var giftur íslenskri konu, Ásthildi Pjeturs- dóttur, systur Helga Pjeturss jarðfræðings og heim- spekings. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur hefur fjallað um áhrif von Jadens á heimspeki Helga. Snorri telur að von Jaden hafi kynnt Helga fyrir aríaspek- inni svokölluðu, sem byggði á norrænni fornaldar- hyggju og predikaði yfirburði hins aríska kynstofns.88 Von Jaden var kjörinn „heiðursforseti F.I.Þ." á 10 ára Von Jaden barón var heiðursfélagi í F.Í.Þ. Hann mun hafa kynnt mági sínum Helga Pjelurssfyrir aríaspekinni svo kölluðu. afmæli félagsins um sumarið 1944 í viðurkenningar- skyni fyrir „hina sérstöku umhyggju" sína fyrir Is- lendingum í Þýskalandi og starf sitt í þágu félagsins og Islands.89 Innan íslendinganýlendunnar í Þýskalandi voru nokkrir ungir menn sem svo mjög heilluðust af nas- ismanum og baráttu hans gegn alheimskommúnism- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.