Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 39

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 39
Þrjár tegundir „guðsdóma". Til peirra töldust hólmganga, ketiltak og járnburður. Myndin er úr þýsku handriti af Saxaspegli frá 14. öld. tekið mið af þessu. í upphafi deilna hans og Staðarhólsmanna má ætla að kjamasvæði Þórðar Gilssonar hafi verið í kringum Fell og ekki náð mikið út fyrir Fellsströnd. Hallur fóstri Sturlu gerði bú í Flekkudal og í Svínaskógi bjó frilla hans. Kjamasvæði Staðarhólsmanna var hins vegar mun stærra, hefur náð yfir Saurbæ og væntanlega Skarðsströnd, þar sem Oddi hafði bú og svæðið í kringum Sælingsdal, en Einar bjó í Tungu.27 Á Skarfsstöðum milli Fells og Sælingsdals, þó nær Sælings- dal, bjó Skeggi Gamlason, gildur bóndi. Hann var þingmaður Þórðar og Sturlu og kemur ekki á óvart að fyrstu átök eigi sér þar stað.28 Næsta skref Sturlu er að sækja sjálfur fram. Hann fær- ir sig um set og kaupir Hvamm í næsta nágrenni við Sælingsdal því hann kvaðst „þar helst hafa hug til fellt." Um það leyti and- aðist Oddi Þorgilsson „og þótti það mikill mannskaði, því að hann var vitur maður og manna snjallastur í máli." Eftir lát Odda gengur Sturla á lagið og sókn hans verður mun markviss- ari því öndvert við Odda var Einar bróðir hans enginn „laga- maður og blestur í máli"29 en háttur Sturlu var að setja á „lang- ar tölur um málaferli sín, því að ... [hann] var bæði vitur og tungumjúkur. Vildi hann og að það væri jafnan frá borið að hans virðing yrði víðfræg."30 Sturla vingaðist við Yngveldi, systur Einars en hún átti bú að Ballará. í frásögninni af ástamálum Yngveldar og Þorvarðs Þor- geirssonar, mágs Sturlu, koma fram mörg þessara „aukaatriða" sem brjóta upp söguþráðinn en eru annars einstakar heimildir um daglegt líf 12. aldar manna. Ungt fólk gerir sér títt um fundi og hittist gjarnan að laugum. Þau hjúin sem eru þremenningar leyna barnsburði og fá aðra til að gangast við barninu þótt „mannvilla"31 varðaði þungar sektir. Til að skera úr um málið er járnburður32 ákveðinn og Þorvarður fær annan mann til að bera járnið fyrir sig. Yngveldur sker hár sitt að karlmannasið, klæðist karlklæðum og saman strjúka þau úr landi. Áður hafði Yng- veldur selt Sturlu allar fjárreiður sínar og hann tók sókn og vörn allra hennar mála og lítillækkaði þannig og móðgaði Einar bróð- ur hennar.33 Sturla sendi Einar Ingibjargarson, stjúpson sinn, oft í fremstu víglínu og það breyttist ekki þegar hann komst á gift- ingaraldur og fékk gott kvonfang. Að tilstuðlan Sturlu gerði hann sér bú á áhrifasvæði Staðarhólsgoðans eða í Sælingsdalstungu og við það urðu deiluefnin enn áþreifanlegri og að vanda báru þeir Sturla hærri hlut.34 í sögunni er frásögn af deilum tveggja þing- manna Einars, Álfs Örnólfssonar í Fagradal í Saurbæ og Kjartans Þorvaldssonar sem skýrir ágætlega þró- un mála. Þegar Einari tókst ekki að leysa úr vanda þeirra leitaði Álfur til Sturlu sem leysti málið og sýndi þannig styrk sinn.35 Eftir stefnuför Einars Þorgilssonar og Þorleifs beiskalda í Hvammi reið Sturla, minnugur þess að „óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera",36 við sétta mann í Ásgarð [í Sælingsdal], og var Bjami bóndi heima við annan mann í smiðju. Sturla kvaddi hann út og mæln: „Það ætla ég," segir hann, „að við munum skilja verða nábúðina," - og kveðst eigi vilja, að oftar ætti óvinir hans heimilan gististað í Ásgarði, þá er þeir færu slíkar óspektarferðir, og kvað annan hvorn þeirra færa mundu verða bústaðinn.37 Þegar Sturla hafði hrakið Bjarna bónda af bæ sín- um hélt hann áfram að þrengja að Einari og næst haslaði hann sér völl á helsta kjarnasvæði Staðarhóls- manna, Saurbæ. Hann tók að sér húskarl Óspaks í Holti, í næsta nágrenni við Staðarhól og kom honum undan með hjálp Skarðverja sem voru þá orðnir hall- ir undir Sturlu. Það sýnir enn frekar hvað Sturla var búinn að koma sér vel fyrir á kjarnasvæði andstæð- ingsins að Helgi prestur Skeljungsson, sem átti syst- urdóttur Einars og bjó að Hvoli í Saurbæ, ráðlagði heimamanni Einars að bjóða mál sitt undir Sturlu því hann ætlaði að þar væri honum vænst til liðveislu.38 Búðardalur er ekki langt frá Staðarhóli. Þar bjó Össur hinn auðgi. Honum þótti fé sitt best geymt hjá frænda sínum Oddi. Við andlát Össurar gerðist ágreiningur mikill um arfinn og goðorðsmaðurinn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.