Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 53

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 53
Laugavegurinti í upphafi 4. áratugarins. Hallarekstur útvegsins hafði leitt til þess að peningamagn var of mikið í landinu. Flestar stéttir höfðu krónur á milli handanna en fengu ekki gjaldeyri fyrir þær til að borga fyrir nauðsynjar sem þær vanhagaði um: „Þetta er öfugstreymi, sem röng fjármála- stefna skapar/' skrifaði Bjöm, „og getur aðeins borið að einum brunni, endað á einn veg. Gjaldmiðillinn, sem fyrir hendi er, en fær ekki keypt hin erlendu gæði, fellur í verði."49 Þama var Björn komin að einni meginrót vandans. A meðan gengi krón- unnar væri skráð hærra en raungengi gæti sjávarútvegurinn, og þar með helsta gjaldeyrislind landsmanna, ekki borið sig. An út- flutnings sjávarútvegsins kæmi lítill gjaldeyrir til landsins og án gjaldeyris væri efnahagslíf landsmanna því sem næst lamað. Því var efnahagslífið í heild sinni háð því að sjávarútvegurinn gæti dafnað á eðlilegan hátt og til þess að svo gæti orðið yrði að fella gengi krónunnar.® Frá því að haftastefnan var tekin upp í október 1931 var ljóst að gengi íslensku krónunnar var veikt og vom höftin að nokkm til þess fallin að verja gengi krónunnar falli eins og kom fram f bréfi gjaldeyris- og innflutningsnefndar til fjármálaráðuneytis- ins 14. febrúar 1933. Þar var tilmælum Verslunarráðs um afnám haftanna mótmælt enda gæti það hugsanlega leitt til þess að „stórfelt verðfall" yrði á gengi krónunnar og því taldi nefndin „óhugsandi að afnema innflutningshöftin á þessu ári [1933]."51 Hins vegar vildi nefndin að endurskoðun á þáverandi reglum færi fram og þeim breytt að „ýmsu leyti", ef gert væri ráð fyrir áframhaldandi innflutningshöftum. Björn Ólafsson undirritaði bréfið með fyrirvara, einn nefndarmanna. Björn hafði hafnað gengisfellingu í blaðagrein 1933, en við- urkenndi þó að gengi krónunnar væri of hátt sem væri afar óhagstætt fyrir sjávarútveginn.52 A Verslunarþinginu 1936 hafði afstaða Björns ekki breyst, en hann benti á að gengi krónunnar hafði í reynd verið lækkað með tollahækkunum sem vom sam- þykktar á Alþingi 1935 ásamt ýmsum aðgerðum gjaldeyris- og innflutningsnefndar. En lækkunin hefði ekki komið framleiðsl- unni að gagni því að það fé sem fengist hafði með tollahækkun- inni væri jafnóðum eytt í nýjar framkvæmdir á vegum hins op- inbera í stað þess að styrkja útflutninginn eins og Björn hefði viljað. Björn hafnaði hins vegar alfarið þeirri leið að kaupgjald yrði lækkað, en sumir forystumenn verslunarstéttarinnar höfðu haldið þeirri skoðun fram.53 Afstaða Björns til gengisfellingar átti þó eftir að breytast er leið fram á áratuginn. Áróður gegn gengisfellingu var mikill allan fjórða áratuginn. Alþýðuflokkurinn líkti gengisfellingu við dulbúinn fjandmann „bænda og verkamanna í land- inu til þess að bjarga við milljónaskuldum" stórút- gerðarmanna.54 En verkafólk og bændur vom ekki einu andstæðingar gengisfellingar. Skuldir innflytjenda í Reykjavík við útlönd skiptu milljónum, fullyrti Björn Ólafsson í febrúar 1938: „Allar þær skuldir vom stofnaðar í trausti gjaldeyris- leyfa sem hafa bmgðist."55 Hin mikla andstaða versl- unarstéttarinnar við gengisfellingu hlaut að mótast af miklu leyti af þeim háu upphæðum sem hún skuld- aði erlendis, því ef krónan félli í verði myndu skuld- irnar hækka að sama skapi í íslenskum krónum talið.56 Þegar gengið var loks fellt um 18%, 4. apríl 1939, töldu forystumenn verslunarstéttarinnar geng- isfellinguna „tilræði við sig,"52 segir Matthías Johann- essen í ævisögu Ólafs Thors. Gengisfellingin varð mörgum innflytjendum erfið og „mörg stöndug inn- flutningsfyrirtæki römbuðu á barmi gjaldþrots".58 Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í afstöðu sinni til gengislækkunar. Það kom berlega í ljós þegar gengið var loks fellt, en þá greiddu aðeins níu þing- menn af sautján atkvæði með gengisfellingunni.59 Formaður flokksins, Ólafur Thors, gerði grein fyrir afstöðu meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna til gengisfellingarinnar í blaðagrein skömmu eftir geng- isfellinguna. Þar sagði hann að menn hafi viðurkennt að krónan hafi í raun verið „hríðfallin," um það hefði enginn vafi leikið. Ólafur minnti á að útgerðin væri sá atvinnuvegur sem Reykjavík lifði á, þótt ekki gerðu sér allir grein fyrir því. En forsenda þess að út- gerðin gæti borið sig væri rétt skráning krónunnar, sem hefði verið of há og því hafi orðið að fella geng- ið.“ í erindi sem Björn Ólafsson hélt í febrúar 1939, hafði hann haldið sömu rökum á lofti og Ólafur Thors gerði grein fyrir hér að ofan. Ljóst er að Bjöm hafði þá fallið frá andstöðu sinni við gengislækkun 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.