Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 107

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 107
Hugleiðingar um heimildargildi tölvupósts Á HVERN HÁTT ER TÖLVUPÓSTUR ÓLÍKUR ÖÐRUM HEIMILDUM? Er HÆGT AÐ META HEIMILDARGILDI TÖLVUPÓSTS Á ANNAN HÁTT EN ANNARRA RITAÐRA HEIMILDA? Er RÉTT AÐ HAFA tölvupost skilaskyldan líkt og gert er ráð fyrir með OPINBER GÖGN í LÖGUM í DAG? Til að leita svara við þessum spurningum var leitað til fjögurra valinkunnra einstaklinga, þeirra Ólafs Ásgeirssonar, Þjóðskjalavarðar, Helga Þorbergssonar, dósents við Tölvunar- fræðiskor Háskóla íslands, Gísla Tryggvasonar, lögfræðings og Björgvins Sigurðssonar, sagnfræðings á Upplýsingadeild Hagstofu íslands. Skrifleg samskipti endurvakin með aðstoð tölvu og nets Tölvubréf endurvöktu á skömmum tíma bréfaskriftir sem logn- uðust útaf með tilkomu símans. Reyndar átti faxvélin þátt í upp- hafi þessarar breytingar. Símbréf, oft handskrifuð, voru endur- nýjun bréfaskrifta fyrri tíðar og gáfu samskiptum manna í við- skiptum og stjórnsýslu persónulegan tón. Tölvupóstur er texti ritaður og varðveittur með rafrænum hætti. Bréfið sjálft, textinn, hefur ekki breyst í eðli sínu, þó að miðillinn sé rafrænn. Sami texti gæti fullteins verið á blaði eða skinnblaði. Breytingin er fólgin í því að menn hafa endurvakið samskipti með skriflegum hætti með aðstoð tölvu og nets. Tölvubéf er því í eðli sínu eins og aðrar ritaðar heimildir. Hvort tölva, ritvél eða fjöður hafi verið notuð breytir litlu um heimildamat Ekki er hægt að meta heimildargildi tölvupósts á annan hátt en annarra ritaðra heimilda. Spyrja má á sama hátt hvort meta þurfi heimildargildi vélritaðra bréfa á annan hátt en handskrif- aðra. Heimildargildi bréfa sem rituð eru með rafrænum hætti verður að meta með sömu heimildarýni og annað ritmál. Tækni- legar athuganir þarf vafalaust að gera í ákveðnum tilvikum, ef ástæða er til að ætla að texta hafi verið breytt. Þetta má jafnt kanna í rafrænum gögnum, vélrituðum og handrituðum. Tækn- in sem beita þarf í hverju tilviki er auðvitað mismunandi. Hér Ólafur Ásgeirsson Þjóðskjalavörður hafa þeir sem spyrja látið tæknina blekkja sig. Það, hvort tölvu, ritvél eða fjöður, er beitt til að draga upp stafi breytir ekki miklu um heimildamat, nema til þess að tilgreina að heimild hafi t.a.m. orðið til fyrir eða eftir að ritvélin var fundin upp. Beita þarf sams konar heimildarýni og áður til þess til dæmis að kanna tengsl heimilda, eða hvort um sé að ræða frumheimild eða eftirheimild. Öll gögn sem til verða í opinberri embættisfærslu eru skilaskyld Allur tölvupóstur sem sendur er á milli stofnana og embættismanna ríkis og sveitarfélaga er skilaskyldur. Tölvubréf þessi eru opinber skjöl og falla undir nú- gildandi lög um Þjóðskjalasafn íslands. Lögin kveða á um að öll gögn sem til verða í opinberri embættis- færslu séu skilaskyld. Gildir einu á hvaða formi gögnin eru. Allstrangar reglur eru um eyðingu opin- berra skjala sakir þess að nauðsynlegt er talið að rekja megi ákvarðanir í stjórnsýslunni. Fortakslaust ber að varðveita opinber gögn á rafrænu formi þar með tal- inn tölvupóst eins og öll þau skjöl sem rituð eru með öðrum hætti. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.