Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 54

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 54
Þrátt fyrir að gengisfellingin hafi náð fram að ganga voru gjaldeyris- og innflutningsmál í miklum ólestri að mati Björns og í bréfi sínu til viðskiptamálaráðherra á ársbyrjun 1940 til- kynnti hann afsögn sína úr gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Astæðan var sú að hann taldi að skipulag innflutnings- og gjald- eyrismála væri „ekki viðunandi eins og nú er ástatt um verslun og viðskipti."64 Vísir túlkaði afsögn Björns á þann hátt að skipu- lag haftastefnunnar væri komið á það stig að verslunarstéttin vildi „engan þátt eiga í framkvæmd [þeirra] mála".65 „Er fært að hafa frjálsa verslun á íslandi?" Verslun og athafnafrelsi hefur verið grundvöllur velmegunar, framfara og menningar þjóða á öllum öldum, skrifaði Björn í Frjálsa verslun 1942. Á sama hátt taldi hann að ógæfa íslands hefði stafað af verslunarófrelsi og kúgun sem sem þjóðin bjó við í aldir. Þjóðin hafi orðið að berjast fyrir aukinni sjálfstjórn og menntun auk bættra skilyrða í landbúnaði og sjávarútvegi. En mikilvægast var þó þjóðinni að berjast fyrir frjálsri verslun „því að einokunin á viðskiptunum var að sjúga merginn úr þjóð- inni." Islendingar áunnu sér verslunarfrelsi og það hafi lagt grunninn „að nýjum manndómi, og frelsi þjóðarinnar."66 Nú voru frjáls viðskipti hins vegar fjötruð með haftastefnu stjórn- valda. Víðast hvar þar sem haftastefna hafði verið tekin upp var lit- ið á höftin sem illa nauðsyn, en hér á landi virtust sumir stjórn- málaflokkar líta á höftin „sem giftusamlega ráðstöfun", skrifaði Björn 1937, og vilja með þeim raska eða lama frjálsa verslun.67 Það var því ekki að ósekju að harðasta gagnrýni á framkvæmd haftanna kom frá verslunarstéttinni. Björn fullyrti að verslunar- höft væru til lengri tíma litið skaðleg og því lengur sem þau væru, því skaðlegri yrðu þau. Björn skaut föstum skotum að for- svarsmönnum haftastefnunar: „Ég skal ekki efast um, að þeir, sem telja höftin nauðsynleg, geri það af sannfæringu og fullum drengskap." En, bætti hann við, „það var líka sannfæring Dana- konunga á 17. öld, að einokunarverslunin væri heilladrýgsta viðskipta skipulag fyrir Islendinga og þeim hentast."68 Lands- menn höfðu hins vegar fengið nóg af einokunarverslun Dana- konungs og þeir væru líka að fá sig fullsadda af haftastefnunni sem hefði lamandi áhrif á þjóðfélagið líkt og einokunarfyrir- komulagið áður. Stjórnvöld ættu því að afnema haftastefnuna þar sem hún gæti hvort sem er ekki leyst erfiðleika kreppuár- anna og það ætti að byrja strax að losa um höftin.69 Auk þess hafði það sýnt sig að haftastefnan leiddi til skuldasöfnunar er- lendis sem Björn taldi eðlilega afleiðingu vegna ríkisábyrgðar á gjaldeyrisleyfum. Á fundi í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur sagði Björn ennfremur: og fallist á nauðsyn hennar. I erindinu sagði Björn m.a. að ef frjáls verslun ætti að geta vaxið og dafnað eðlilega í landinu yrði útgerðin að bera sig, því ef hún gæti það ekki, yrði hér viðvarandi gjaldeyrisskortur. Og Björn beindi nú orðum sínum að verslunarstétt- inni: Verslunarstéttin verður að gera sér ljóst, að hún verður nú að standa með sjávarútvegin- um í því, að hann fái nauðsynlegar réttarbæt- ur. Það verður hún að gera, þótt það kosti hana fórnir í svipinn. Ef hún gerir það ekki, þekkir hún ekki sinn vitjunartíma. Heilbrigð afkoma útvegsins er ein aðalstoðin undir því, að hér geti þrifist frjáls og heilbrigð verslun.61 Þótt Björn minnist ekki á gengisfellingu beinum orð- um fer varla á milli mála hvað hann á við. Rétt gengi krónunnar var forsenda fyrir því að sjávarútvegur- inn gæti dafnað á eðlilegan hátt, en frjáls verslun var undir því komin að sjávarútvegurinn gæti staðið undir sér.62 Þessi skoðun Bjöms virðist ekki hafa fall- ið í góðan jarðveg innan Verslunarráðs því að á fundi þess 7. mars 1939 er ritað í gerðabók að orðrómur hefði um það skapast að Bjöm hafi ekki starfað af heilindum í þágu kaupmanna og að hann hafi „í við- ræðum þeim, sem hann hafði við Ól[af[ Thors o.fl. stjórnmálamenn um þessi mál, ekki haldið fram sjón- armiðum Verslunarráðsins með fullri festu."63 Þrátt fyrir að Björn hafi andmælt orðróminum, má gera ráð fyrir að um hafi verið að ræða skoðanir hans á gengislækkuninni, sem hann var líklega fylgjandi í andstöðu við meirihluta verslunarstéttarinnar. Það hafi hann gert í þeirri trú að um réttar og óumflýjan- legar aðgerðir væri að ræða, svo að verslun gæti dafnað á eðlilegan hátt. Um aðra lausn hefði ekki ver- ið að ræða. Ef hins vegar hin opinberu blekkingaleyfi væri ekki út gefin og hver innflytjandi væri frjáls að kaupa vömrnar, en yrði hins vegar að bera ábyrgð á að hann gæti greitt þær, mundi miklu meiri varúð ríkja í viðskiptunum, bæði af hendi kaupenda og seljenda. Menn mundu ekki lengi fá vörur, ef þeir gæti ekki staðið í skilum. Það er lögmál allra viðskipta.70 Eflaust eru þeir ekki margir í dag sem myndu andmæla þessum rökum Björns, enda einn helsti grundvöllur nútímaviðskipta. Björn var þess einnig fullviss að frjáls innflutningur myndi leiða af sér lækkað verð til neytenda. Þegar fram á 1939 var komið fór andstaðan við höftin vax- andi.71 Heildsalar í Reykjavík hófu í september það ár, að gefa út tímaritið Frjáls verslun og skýrir nafngiftin vel það markmið sem að var stefnt. Björn var í ritstjórn blaðsins og í fyrsta tölublaði gagnrýndi hann úrelt skipulag haftastefnunar: Ólafur Thors var framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs á árunum 1914-1939 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.