Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 37

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 37
Fellsströnd.1 Þrátt fyrir að í þessum niðjatölum sé áhersla lögð á karllegginn er ættartala Þórðar rakin í kvenlegg frá Snorra goða en Þórður tók við Snorrungagoðorði eftir Mána-Ljót,2 sem var talinn mestur sonarsona Snorra.3 Þess er ekki getið hvernig það bar að höndum en gera má ráð fyrir að það hafi orðið upp úr aldamótunum 1100. Ný valdaætt kemur því fram á sjónarsviðið með Þórði. Hans er ekki getið sem valdamikils höfðingja en honum bregður fyrir í Sturlungu um 1120 sem fyrirmanni og meðalgöngumanni við sáttaumleitan í deilu Þorgils Oddasonar og Hafliða Mássonar, ásamt öðrum „góðgjörnum" héraðs- mönnum.'1 Það er ekki fyrr en með Sturlu syni Þórðar (f.1116),5 sem ætt- in fer að láta að sér kveða enda kennd við hann, en það eru að- allega synir Sturlu og sonarsynir sem halda nafni ættarinnar á lofti. Sturlu saga fjallar um deilur Sturlu sem kenndur er við Hvamm í Dölum við nágrannahöfðingja sína, sérstaklega Stað- arhólsmenn og gerist að mestu á árunum 1148-83. Sagan sýnir hvernig Sturla berst til valda og notar tækifærin sem gefast í baráttunni um völd og auð sér til framdráttar. Sturlu saga Sturlu saga er ásamt Guðmundar sögu dýra talin elsta saga Sturlungusafnsins, rituð að öllum líkindum á fyrstu tveimur áratugum 13. aldar. Aðeins um tuttugu til þrjátíu ár hafa því lið- ið frá helstu atburðum til ritunartíma og veldur nálægð höfund- arins og gnægð efniviðar að „ýmis aukaatriði flækja gang sög- unnar."6 Töluvert hefur verið fjallað um söguna út frá bók- menntalegu gildi. Hún er talin „hinn mesti óskapnaður", sögu- þráður slitróttur þar sem frásagnir af stóratburðum blandast við hversdagslegar smáþrætur og tímatal víða óljóst. Gallar í bygg- ingu og frásagnarhætti hennar hafa því skyggt á heimildargild- ið. En einmitt fyrir þessa hverdagslegu smámunasemi höfundar hefur ýmis dýrmætur fróðleikur og óvenjulegar svipmyndir fengið að fljóta með sem hefðu ella glatast og bera þess jafn- framt vitni að höfundur hafi verið nákunnugur mönnum og málefnum. Sturlu saga er því einhver besta heimild um daglegt líf á 12. öld.7 En þótt kunnugleiki, smásmygli og „vanþroski" á sviði efn- ismeðferðar sé talinn benda til þess að sagan sé frá fyrsta fjórð- ungi 13. aldar8 er nálægð við sögutíma engin trygging fyrir áreiðanleika sagna. Sturlungasögur og biskupasögur voru ekki skráðar sem hráir annálar um leið og atburðirnir gerðust heldur leið nægjanlega langur tími til að þeir fengju söguform. Tengsl veruleika og frásagna geta því verið óbein þar sem atburðarás er ef til vill breytt og hún sett í nýtt samhengi til að skapa bók- menntalega spennu. Endanleg gerð sögunnar verður þannig háð sköpun höfundar sem kann að gera það að verkum að fram- vinda hennar verður önnur en í veruleikanum. Fræðimenn hafa af þessum sökum reynt að meta sannleiksgildi samtíðarsagna ekki síður en íslendingasagna með því að kanna bókmenntaleg einkenni þeirra, frásagnarmynstur og byggingu.9 Bókmenntaleg einkenni Sturlu sögu í grein sinni „Frásagnaraðferð Sturlu sögu" hugar Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur að þessum þætti. Hann geng- ur út frá því að sögur leiti meira og minna í svipaða formgerð og því hljóti uppbyggingin að vera skematísk. Höfundar flétti „saman atburði í samfellda frásögn þar sem hver atburður hef- ur fyrst og fremst afstöðu til sjálfstæðrar söguheildar" og þannig verði úrvinnslan frábrugðin hinum ytri veruleika. Sam- kvæmt þessu greindi Viðar Sturlu sögu eftir einstökum atburð- um hennar og hvernig hún hverfist um ævi Hvamm- Sturlu. Deilur og átök í sögunni falla að hans mati að tiltölulega hefðbundnu mynstri eins og í flestum öðr- um sögum og sé hún skoðuð í ljósi valdabaráttu og félagslegs jafnvægis komi fram stígandi sem er und- irstrikuð með landfræðilegri þenslu.10 í stórum dráttum má skipta sögunni í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er staðbundinn og fjallar um héraðs- stjórn, samskipti og liðsöflun Hvamm-Sturlu og Ein- ars Þorgilssonar á Staðarhóli og hvernig bandalög og valdatengsl voru mynduð. Hvamm-Sturlu og Staðar- hólsmönnum er teflt á móti hvor öðrum. I upphafi eru Staðarhólsmenn óumdeildir höfðingjar Dala- manna, þeir eru í vinfengi við helstu höfðingjaættir landsins en „Oddi Þorgilsson var að fóstri í Odda með Sæmundi Sigfússyni og varð hann fróður." Ein- ar bróðir hans var aftur á móti í fóstri hjá bónda nokkrum í næsta nágrenni Staðarhóls og ólst þar upp með sonum hans sem voru uppivöðslusamir og ekki alltaf vandir af meðulum sínum. A móti þessu upp- eldi er fóstri Sturlu stillt upp en „Hallur, sonur Þórð- ar gufu, var húskarl undir Felli og græddi fé, þar til er hann keypti land og gerði bú í Flekkudal. Hann elskaði Sturlu, er hann var ungur, og gerðist fóstri hans."11 Fóstri Sturlu komst í álnir fyrir eigið framtak og það undirstrikar ef til vill framtaksemi Sturlu og hvemig hann berst til valda af eigin rammleik og kemur undir sig fótunum. Deilur þeirra Staðarhólsmanna verða þegar fram líða stundir aðallega á milli Hvamm-Sturlu og Einars og þótt Einar sé studdur af ágætum valdsmönnum eru óbreyttir liðsmenn hans gjarnan vesalmenni, „óráðamenn" og „vændismenn" en liðsmenn Sturlu em yfirleitt andstæður þeirra og hann sjálfur sýnist vera sanngjarn, hjálpsamur og óáreitinn en fastur fyr- ir.12 Smátt og smátt kemur líka í ljós að Einar er óhæf- ur héraðshöfðingi og sagan nær sögulegu risi árið 1171 í átökum sem kennd eru við Sælingsdalsheiði en þar bar Hvamm-Sturla sigurorð af Einari. Eftir bar- dagann á heiðinni „var það mál flestra manna, að á þeim fundi skipti um mannvirðing með þeim Sturlu og Einari."13 Lýsing á málefnum og hvernig liðsmenn em kynntir til sögunnar birtir vafalítið afstöðu sögu- ritara til deiluaðila, hugsanlega til að réttlæta vopn- aða valdabaráttu Hvamm-Sturlu því segja má að sag- an leggi annars áherslu á að virðingarvert sé að ná friðsömum sáttum. Þegar Hvamm-Sturla tekur við héraðsstjóm af Einari víkkar enn það svæði sem hann ásælist og deilurnar verða styrkleikapróf um völd á Vesturlandi milli hans og Þorleifs beiskalda, goðorðsmanns í Hít- ardal.14 Atökin snúast um minni háttar mál og ef til vill hefur Þorleifur litið niður á Sturlu og talið „mikla ósæmd í slíku sýnast... er hann vildi sitja fyrir sæmd höfðingja."15 Þrátt fyrir að Sturla sé fámennari í flest- um átökum og studdur færri valdsmönnum hefur hann í fullu tré við Þorleif og má reyndar segja að samskiptum þeirra ljúki þannig að hann hafi jafnvel betur.16 Þorleifur er samt ekki niðurlægður eins og Einar og í átökunum nýtur hann fullrar virðingar.17 í síðasta hluta sögunnar víkkar sviðið enn út og segja má að sá hluti hefjist á einhverskonar forleik með miklum kvennaránum. Fyrst rændi Páll Þórðar- son í Vatnsfirði Hallgerði konu Ólafs prests Sölvason- ar á Helgafelli. Brottnámið fréttist víða „og þótti mönnum sýndur í slíku mikill ósómi." Jón Loftsson 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.