Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 95

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 95
Um aldamótin 1900 fór dánartíiSni ungbama lækkandi. Yfirvöld veittu tengslum barnaeldishátta og ungbarnadauöa athygli en talningar erlendis sýndu að dánartíöni pelabarna var hærri en brjóstabarna. vant, en sú staðreynd hafði áhrif á gæði ungbarnafæðu. Mjólk úr pela gat reynst kornabarni banabiti, sömuleiðis dúsan sem var tuska fyllt rúgbrauði, kjöti eða fiskmeti og börn sugu daglangt. Við þessar kringumstæður hefði mátt draga verulega úr ungbarnadauða einfaldlega með því að ala börn á móður- mjólk. Reynslan sýnir, segir Jónas Jónassen (1840-1910) land- læknir árið 1899, að margfalt fleiri pelabörn en brjóstabörn deyja.24 Þessi orð Jónasar endurspeglast í skrifum héraðslækna allt fram undir 1930.25 Til dæmis nefndi Þorbjörn Þórðarson (1875-1961), héraðslæknir í Bíldudalshéraði, það í ársskýrslu sinni til landlæknis árið 1907 að eingöngu pelabörn á fyrsta ári hafi dáið. Brjóstabörnin lifðu en sjö pelabörn létust.26 Gildi móðurmjólkur fýrir lífslíkur barna var ítrekað fyrir mæðrum og jafnframt var mikil áhersla lögð á það að til barna- eldis þyrfti að þynna kúamjólk og viðhafa hreinlæti við meðferð hennar, þá væri hún „hin bezta og eðlilegasta fæða handa börn- um".27 Áróðursherferð heilbrigðisyfirvalda fólst því ekki síður í fræðslu um rétta meðferð kúamjólkur en áróðri fyrir brjósteldi. Jónas Jónassen landlæknir taldi aðalorsök ungbarnadauðans vera „óskynsamlegla] meðferð á ungbaminu og þá sérstaklega að því, er snertir næringuna."28 í leiðbeiningarritum til mæðra sem farið er að gefa út á þessu tímabili er mikil áhersla lögð á reglufestu við umhirðu og eldi ungbarna. Elstu útgefnu leiðbeiningarbækur til mæðra um uppeldi barna eru bók Jóns Thorstensen, Hugvekja um medferd á ungbsrnum sem kom út árið 1846”, og Barnfóstran eftir Jónas Jónassen, sem kom fyrst út árið 1888.301 kjölfarið fylgdu fleiri rit á næstu áratugum. Þar má nefna Barnið. Bók handa móðurinni sem Davíð Scheving Thorsteinsson, læknir, þýddi og staðfærði eftir danskri bók og kom út árið 1926. Skilaboð til mæðra um mikilvægi brjóstagjafar eru ákveðnari um 1930 en fyrir aldamót- in 1900. Ástæður sem læknar gáfu fyrir brjóstagjöf voru fyrst og fremst vísindalegs eðlis, börnin áttu að fá móðurmjólk vegna næringargildis hennar en ekki til að koma á tilfinningasam- bandi milli móður og barns eins og farið var að ítreka síðar á 20. öld.31 Vott af þess háttar viðhorfi má þó greina í boðskap Vil- mundar Jónssonar landlæknis á fjórða áratug aldarinnar í leið- beiningarriti sem dreift var til foreldra. Þar segir m.a. að það sé „siðferðileg skylda hverrar móður að hafa barn sitt á brjósti, nema heilsa banni að dómi læknis, sem er mjög sjaldgæft."32 Þetta rit, sem kallað var „Barnapés- inn", var hið fyrsta sem dreift var ókeypis til allra for- eldra.33 Það var gefið út árið 1934 en 19 árum áður hafði Ingólfur Gíslason héraðslæknir bent á að ,,[m]jög væri heppilegt að hafa prentaðar reglur um meðferð ungbarna, sem yfirsetukona mætti afhenda gefins hverri konu sem fæddi."34 Að undirlagi yfirvalda, sem studdust við niður- stöður vísindanna, var eldisháttum ungbarna veitt athygli og bent á sambandið á milli þeirra og ung- barnadauða. Að frumkvæði lækna og ljósmæðra var hugað að bættum eldisvenjum sem foreldrar skyldu koma í framkvæmd. Ljósmæðrastörf - yfirseta og uppfræðsla Skrif lækna á fyrstu áratugum aldarinnar eru til vitn- is um hversu þáttur ljósmæðra í baráttunni við ung- barnadauðann var veigamikill. Ljósmæður tóku á móti og leiðbeindu mæðrum um meðferð barna. Þær voru í góðri aðstöðu til þess og verið gæti að nýbak- aðar mæður hafi ef til vill treyst ljósmæðrum betur en læknum, enda gátu þær oftast miðlað jafnt af eigin reynslu og menntun.35 Gunnlaugur Claessen (1881- 1948) læknir segir ljósmæður ráða mestu um það hvort mæður brjóstali börn sín.36 Þessu til vitnis er bent á þá staðreynd árið 1929 að brjósteldi sé stað- bundið; í sumum ljósmæðraumdæmum leggi allar mæður börn sín á brjóst en „í einstaka umdæmi mjög fáar, og er það greinilega af því, að ljósmóðirin geng- ur ekki nógu ríkt eftir því, að mæðurnar geri skyldu sína."37 Ákveðins tvískinnungs gætir í þessum mál- flutningi: annars vegar er því haldið fram að ljós- mæður stuðli að bættum eldisháttum en hins vegar að þeim einum sé um að kenna þar sem ástandið sé slæmt. Fræðsluhlutverkið verður æ ríkari þáttur í starfi ljósmæðra á tímabilinu og gott samstarf milli læknis og Ijósmóður hefur skipt miklu um hvort starfið varð árangursríkt. Víða kemur fram að upp- lýsingar lækna um meðferð á ungbörnum, sem þeir skráðu inn í ársskýrslur sínar, eru komnar frá ljós- mæðrunum. Greinilegt er að fræðsluhlutverk ljósmæðra um meðferð ungbarna vóg stöðugt þyngra í starfi þeirra eftir því sem fram líður. Héraðslæknirinn á Síðu seg- ir árið 1929 að í héraðinu hafi börn almennt ekki ver- ið lögð á brjóst. Því til vitnis ...skrifaði ein ljósmóðir í ársskýrslur sínar, 1918 og 1919, að af 9 konum, sem hún sat yfir þau ár, hefði engin viljað leggja barnið á brjóst. Eg sá að þetta var ekki heilbrigt og tal- aði við þessa ljósmóður og aðrar, að þær yrðu að fullvissa konurnar um það, að þær stofn- uðu lífi barna sinna í hættu með því að vilja ekki hafa þau á brjósti fyrsta misserið. Sama sagði ég konunum sjálfum og geri enn, þegar tækifæri gefst. Mér virðist þetta hafa borið ár- angur (17 af 20 börnum lögð á brjóst).38 Þó að læknirinn eigni sér greinilega heiðurinn af auknu brjósteldi þá verður hlutur ljósmæðra ekki 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.