Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 31
ándu aldar þarf samgöngukerfið ekki að hafa breyst mikið. Leiðirnar sem fólk valdi sér fóru vitanlega eftir árferði og að- stæðum hverju sinni, en fastmótaðar leiðir hljóta þó að hafa myndast nokkuð snemma á milli landshluta, algengra áfanga- staða og innan sveita. Þessar leiðir hafa verið þar sem aðstæður hafa verið ákjósanlegar, við traust vöð og greiðfær skörð, en sneitt framhjá ófærum, votlendi og úfnum hraunum. Þannig má ætla að mestallt samgöngukerfið hafi haldist í aðalatriðum lítið breytt fram eftir öldum, enda farartækin þau sömu. Margt get- ur hinsvegar gert það að verkum að vegir breytist, færist úr stað eða jafnvel leggist niður. Sumstaðar hafa vöð spillst, mýrar orð- ið ótræðar eða jarðeldar spillt landi. Eins geta áfangastaðir og mismunandi vægi þeirra átt stóran þátt og jafnvel valdið því að nýjar og betri leiðir finnast. Gamlar götur Helgi Þorláksson sagnfræðingur hefur skrifað mikið um gamlar götur og legu höfuðbóla við þær á Sturlungaöld. Jafnframt hef- ur hann smíðað þá kenningu, að við samþjöppun valds á Sturl- ungaöld hafi orðið aukin þörf á því að valdamenn veldu sér höf- uðból í þjóðbraut. Sú breyting hafði þá orðið að goðar réðu ekki einungis fyrir einu afmörkuðu goðorði heldur höfðu goðorð safnast saman á hendur fárra, sem þess í stað stjómuðu heilu landshlutunum. Til þess að valdsmennirnir hefðu góða yfirsýn yfir öll goðorðin var hentugast fyrir þá að búa í þjóðbraut „...þar eð ekki var eingöngu hægt að treysta á auð og hervald heldur þurftu höfðingjar jafnan að tryggja sér fylgi, koma sér upp bandamönnum, fylgjast náið með gerðum andstæðingsins og taka erfiðar ákvarðanir."4 Helgi byggir kenningu sína á rannsóknum á gömlum þjóð- leiðum í kringum höfuðból. Þannig hefur hann sýnt fram á að forn höfuðból líkt og Oddi, Hmni og Sauðafell lágu öll við mik- ilvægar þjóðleiðir.5Um Reykholt og Stafholt segir Helgi: Sama skýring er helst á búsetuskiptum Snorra Sturluson- ar sem fluttist frá Borg á Mýmm að staðnum Reykholti og náði líka undir sig staðnum í Stafholti sem hann lét sér annt um og sat þar stundum. Hugsanlegt hefði verið fyrir Snorra að sitja áfram á Borg, eftir að hafa náð stöð- unum, og láta sér nægja að njóta einungis tekna af þeim en það gerði hann ekki; báðir staðirnir vom í þjóðbraut en hið sögufræga höfðingjasetur Borg mun hafa talist vera úr leið um 1200.6 Þjóðleiðir í nágrenni Reykholts á Sturlungaöld Þegar farið er úr Borgarfirði og suður til Arnessýslu í Sturlungu og íslendingasögum er jafnan talað um „að fara suður heiðar" eða „að fara Bláskógaheiði". Bláskógaheiði er heiðin norður af Þing- völlum, austan og upp af Armannsfelli, en byggðin í kringum Þingvallavatn var áður fyrr kölluð Bláskógar.7 Heiðin austan við Armannsfell nefnist Gagnheiði. Um þessar heiðar lágu þjóðleið- ir milli Vesturlands og Þingvalla á Sturlungaöld, en hvergi er minnst á að leiðin milli jökla, Kaldidalur, hafi verið farin. Ekki er hægt að staðhæfa það að engin leið hafi legið um Kaldadal á þessum tíma þó svo hvergi sé á hana minnst, en hins vegar má draga þá ályktun að hún hafi ekki verið jafnfjölfarin og síðar varð, til að mynda á nítjándu öld.“ Af samanburði má sjá að þær þjóðleiðir sem famar em á Sturlungaöld era svo til þær sömu og tíðkuðust á nítjándu öld. Þannig em leiðimar um Gagnheiði og Uxahryggi mikið famar milli Lundarreykjadals og Þingvalla. A hinn bóginn þegar farið var milli Þingvalla og Reykholts virðast menn fara leiðina fyrir Ok, eða Okveg, en koma niður með Rauðsgili, en ekki Giljum, eins og tíðast var á nítj- ándu öld. Það orsakast ef til vill af mikilvægi Reyk- holts á þeim tímum, og söguhetjur Sturlungu áttu títt erindi þangað. Ef farið var milli Þingvalla og Norður- lands er það krókur að fara í Reykholt og því má ætla að einnig hafi verið riðið niður hjá Giljum líkt og túlka má úr Harðarsögu. I Harðarsögu segir frá þegar Grímkell, faðir Harð- ar, fór stefnuför að Torfa Valbrandssyni á Breiðabóls- stöðum, bænum sem Reykholt síðar byggðist út frá: „Þeir riðu um Gjábakka, svá til Klufta ok um Ok, svá ina neðri leið ofan hjá Augastöðum ok svá á Breiða- bólstað."9 Helst má skilja þessa tilvitnun sem svo að Grímkell og menn hans hafi riðið niður af heiðinni hjá Augastöðum, þar sem sögnin „að ríða ofan hjá" einhverju merkir venjulega að fara niður á við. Hins- vegar ber það ekki saman við aðrar leiðarlýsingar sem finna má um Okveginn, líkt og í Sturlungu. f Sturlungasögu em tvær heimildir um hvar farið var niður af Okveginum og í báðum tilvikum er það hjá Rauðsgili.10 Aðrar frásagnir Sturlungu, þar sem leiða má líkur að Okvegurinn hafi verið farinn, benda ótví- rætt til að oftast hafi verið farið niður hjá Rauðsgili, Rauðsgil í Reyklwltsdal, en meðfram því lá vestari grein Okvegar niður að Steindórsstöðum í Reykholtsdal. enda Reykholt oftast annaðhvort áfangastaður eða upphafsstaður. Til að dæmis má ímynda sér að þegar Snorra Sturlusyni var ráðinn bani árið 1242 hafi til- ræðismennirnir komið niður Rauðsgilið því þeir komu að sunnan yfir heiðarnar til Reykholts. Yngri heimildir, svo sem frá nítjándu öld, greina frá tveim leiðum niður af Okvegi, annarsvegar hina efri leið sem lá niður hjá Giljum, en hinsvegar neðri 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.