Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 94

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 94
„Ungbamadauöi var mikill íþéttbýli. Þar var aðbúnaður oft lakur og fátækt ríkjandi." Torfbær í Reykjavík snemma á 20. öld. ur náttúruval. Steingrímur Matthíasson og Guð- mundur Hannesson viðra einnig svipaðar skoðanir.11 Akveðin viðhorf og hugmyndafræði læknanna lita greinilega skýrslugerðina og sömuleiðis er mikilvægt að hafa bakgrunn lækna í huga, t.d. hvort þeir hafi reynslu af læknisstörfum í öðrum héruðum sem gef- ur þeim tilefni til samanburðar. Ahugi lækna á eldi ungbarna hefur verið mismik- ill. Nokkrir læknar skrá aldrei meðferð á ungbörnum, sem gæti borið áhugaleysi þeirra á efninu vitni.12 Ekki er þó sjálfgefið að sú hafi verið ástæðan. I ársskýrsl- um Katrínar Thoroddsen er t.a.m. ekkert fjallað um meðferð ungbarna í Flateyjarhéraði árin 1924-1926.13 Varla stafar sú þögn af áhugaleysi Katrínar sem árið 1927 er skipuð fyrst íslenskra lækna sérfræðingur í barnalækningum.14 Skýrsluskráning lækna var alls ekki tæmandi. Þeir báru því til dæmis við að þar sem skýrslur vanti frá tilteknum ljósmæðrum sé ekki hægt að fá ársyfir- lit yfir eldi ungbarna.15 Jón Jónsson héraðslæknir í Blönduósshéraði benti á að í ljósmæðranáminu þurfi að æfa nemendur „við að gefa skýrslur sem þeim nú er mjög ósýnt um"16 og árið 1929 heldur Pétur Thoroddsen (1884-1957), héraðslæknir í Norðfjarðar- héraði, því fram að eldri ljósmæður fáist ekki til að gefa skýrslur.17 Sigurjón Jónsson héraðslæknir í Svarf- dælahéraði er greinilega vel vakandi fyrir þessum málum og segir að auðvitað taki einhver ár að byggja upp talnaforða til að vinna með. Arið 1911 fékk hann presta í lið með sér til þess að afla upplýsinga um eldi ungbarna. Hann fékk þeim eyðublað þar sem skrá átti nafn móðurinnar, heimilisfang, hjúskaparstöðu og eldishætti ungbarnsins. Af svörunum má að mati Sigurjóns ráða að flest börn í héraðinu séu nærð ein- göngu á brjósti, að minnsta kosti fyrstu vikurnar. Á þessu geti þó verið árssveiflur og þess vegna biður Sigurjón prestana að senda sér „samskonar skýrslur framvegis, og ætti svo eptir nokkur ár að mega fá sæmilega rjetta vitneskju um þetta."18 Það vekur athygli að Sig- urjón skuli fá presta frekar en ljósmæður í lið með sér við upp- lýsingaöflunina. Reynsla presta af skýrslugerð hefur þar hugs- anlega ráðið miklu. Þrátt fyrir annmarka geyma ársskýrslurnar upplýsingar sem gagnast m.a. við mat á meðferð ungbarna. Vandasamt er að nota skýrslurnar til samanburðar á landsvæðum vegna þess að form þeirra er lítt staðlað og efnistök lækna ólík. Undir lok þriðja ára- tugarins virðist sem í liðinn „meðferð ungbarna" sé æ sjaldnar skráð. Ástæðan er líklega sú að ungbarnadauði var ekki lengur eins mikill og í upphafi aldarinnar. Yfirvöld boða brjóstagjöf og hreinlæti Á síðari helmingi 19. aldar var fyrst farið að safna markvisst saman á alþjóðlegum vettvangi tölfræðilegum upplýsingum um dánartíðni og ungbarnadauða. Þá kom í ljós að dánartíðni fór lækkandi í hinum vestræna heimi en ungbarnadauði stóð í stað og jókst í sumum tilfellum. í kjölfar þessara tíðinda hófu heilbrigðisyfirvöld áróður fyrir brjósteldi því að fram kom að dánartíðni pelabarna var mun hærri en brjóstabarna. Einnig þótti ljóst að börnum fátækra var hættara en börnum hinna bet- ur stæðu.19 Erlendar rannsóknir á þróun ungbarnadauða um og eftir aldamótin 1900 sýna að miklar breytingar verða á þessu árabili og ungbarnadauði lækkar ört. Ástæður lækkunarinnar eru margslungnar.20 Þar má nefna aukið hreinlæti, holræsagerð í þéttbýli, bætta alþýðumenntun, hver kona eignast færri börn en áður, heilbrigðiskerfið verður virkara og þekking á sviði læknisfræði eykst. Á Islandi náði ungbarnadauði sennilega hámarki á öðrum fjórðungi 19. aldar.21 Brjósteldisleysi var þá nefnt sem meginor- sök ungbarnadauðans í fyrsta sinn.22 Engin hefð var fyrir brjósteldi í íslensku samfélagi þegar heilbrigðisyfirvöld fóru að beina þeim tilmælum til lækna að ítreka gildi móðurmjólkur fyrir lífslíkur ungviðisins.23 Fyrir aldamótin 1900 og fyrstu ár 20. aldarinnar réðu eldishættir iðulega úrslitum um hvernig barni reiddi af, meðal annars vegna þess að hreinlæti var víða ábóta- 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.