Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 62
skyldum sínum, biður Björn hvergi þrífast. Hverjum þegni er skylt „að verja fé og fjörvi föðurlandinu til varnar."53 Um hinar síðari skyldur segir Björn: [Þjegar þú komst inn í heiminn og síðan jafn- lega hefur þú haft þess mörg not sem þeir fyrri menn höfðu greitt fyrir þér og varið þar til sveita sínum og erfiði. A meðan þú ert í heiminum áttu sem mest þú orkar að greiða fyrir þeim er eftir þig koma og landið byggja. Má það og mjög knýja þig fram að þú veist börnum þínum ætlaðan allan ávöxt og gagn þinna handaverka.54 Gegni hver sínum skyldum er farsæld allra tryggð. Hugmyndafræði Björns lýsir ekki raunverulegu konungsvaldi heldur konunglegri hugmyndafræði,55 og Björn hefur vafalítið verið meðvitaður um það. Hugmyndafræði er aldrei raunveruleg, heldur æðra markmið, leiðarstjarna sem sigla ber eftir. Hún vísar til lands sem ekki er til en gerir tilraunina til sigling- ar þangað þeim mun eftirsóttari. Þótt það hljómi mótsagnarkennt hefur slík sigling markmið í sjálfri sér, annars væri hugmyndafræðin hjóm eitt og mark- Að fara rétt með guðsgjöf Að síðustu er rétt að gera lauslega grein fyrir sýn Björns á heim- ilið og fjölskylduna. Um samband konu við mann sinn segir hann þetta: „Af því það er Guðs boð þá er hún bónda sfnum undirgefin í kærleika og hlýðni. Hún er hans besti trúnaðarmað- ur, hollasti ráðgjafi, tryggasti vinur." Af sóma eiginmannsins öðlast konan sinn sóma og því skal það vera hennar markmið með öllum gerðum sínum að þóknast manni sínum og auka veg hans og virðing.5* Af sama meiði er þessi athugasemd Björns: Hún [geymir] þess vandlega að hennar ófullkomin og minniháttar skylda, sem bundin er við stað, tíð og kring- umstæður, hindri ekki þá fullkomnu skylduna, sem aldrei má synja og aðrir mega af henni krefjast. Því setur hún athöfnum sínum þær skorður að aldrei fóttroði hún Guðs, kóngsins eða yfirvaldanna boð, aldrei brjóti hún í móti almennings gagni eða föðurlandsins þó það væri henni ávinnings von.57 „Skynsöm kona" skal einnig hyggja að guðsstjórn í heiminum, konungi og umboðsmönnum hans, og beina bænum sínum til þess að hún megi viðhaldast og styrkjast. Með henni vakir guð „yfir friði lands og lýða".58 Tilraunir Björns til aÖ hefta sandfok voru einsdæmi um hans daga. Baráttuna gegn fokinu háði hann ekki bara með garðagerð heldur og einnig sáningu melgresis. leysa. Að sama skapi eru Atli og Arnbjörg hugmynda- fræðileg rit sem lýsa því sem hvergi er til en stefna ber að engu að síður. Misjafnlega nærri hugmynda- fræði hins upplýsta einveldis munu konungar og keisarar álfunnar hafa farið þótt flestir teldu þeir sig upplýsta. Þetta á við um Danakonung og er engin ástæða til að efast um trú Björns á að hann sigldi eft- ir þessari leiðarstjörnu fullum seglum. Hvort sú var raunin er annað mál. Fullt heiti Arnbjargar greinir ágætlega frá hlutverki og um- svifum konunnar. Ritið er að sama skapi uppfullt af ýmsum hagnýtum ráðum um húshald, hagsýni og forsjálni. Til þess að konan standi vel í stykkinu þarf hún að hafa ,,[þ]ær dygðir, sem konur mest prýða": skírlífi, tryggð og guðrækni. „Vanti hana einhverja þessa er hún ekki góð kona."59 í Arnbjörgu er langmest lagt upp úr uppeldisskyldum kon- unnar. Birni virðist hafa verið mjög umhugað um uppeldisfræði og breytt viðhorf til barna og barnauppfræðslu. Börn ber að ala 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.