Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 46

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 46
Flateyjarannáll er ein meginheimildin um Grundarbardaga. Annállinn er varÖveittur í Flateyjarbók. Vorið 1361 hélt Smiður norður til Hóla að freista þess að koma á sátt um biskup þar. Þannig var mál vaxið að prestar milli Reykjardals og Öxnadalshciðar, undir forystu Þorsteins nokkurs Hallssonar höfðu af- sagt hlýðni við Jón skalla Eiríksson Hólabiskup. Það var til komið vegna þess að Jón biskup neitaði að sýna skilríki til marks um biskupstign sína og komst því sá kvittur á kreik að hann væri ekki löglega til stóls kominn. Prestar norðan Öxnadalsheiðar töldu jafnvel að Jón myndi vera biskup Grænlendinga, en prestar vestan heiðarinnar stóðu flestir með biskupi sínum. Þessi sáttaför Smiðs reyndist því með öllu ár- angurslaus og hélt hann suður á ný. Til að kóróna fýluferðina héldu leiðtogar eyfirsku prestanna svo utan á ferju til fundar við konung og erkibiskup.33 Smiður gæti hafa ályktað sem svo að þeir myndu rægja sig fyrir konungi og erkibiskupi en mæra Arna þess í stað og freista þess þannig að fá mann hliðhollan þeim í embætti hirðstjóra. Arni Þórðarson var nefnilega eins og fyrr segir niðji Þórð- ar kakala og hefur því líklega átt nokkur ítök á Norð- austurlandi sökum þess uppruna síns. Gæti þetta hafa verið ástæða þeirra viðbragða sem Smiður greip til er suður var komið. Sumarið 1362 segir Flateyjarannáll frá því að Smiður Andrésson hafi fangað Arna Þórðarson og gefið honum Barkaðarmál að sök, en svo var dauða- refsing Arna yfir Markúsi Marðarsyni nefnd. „JBJaud Arni aull þeira mæl fram til kongs ok þo Smidr villdi hann i fanghelsi hafa. huat er Smidr villdi med engu moti hans þau bod hafa. ok leet hoggua hann i Lambey."34 Hér ber enn að hafa í huga að Flateyjarannáll er ári á undan í tímatali sínu og því mun þessi atburður hafa gerst árið 1361. Erfitt er að útskýra hin snöggu umskipti sem urðu á vináttu Arna og Smiðs. Björn Þorsteinsson og Guðrún Asa Grímsdóttir telja hugsanlegt að Smiður hafi talið Árna brjóta á sér með að auðgast á fyrrnefndu Barkað- armáli, sökum þess að það var að einhverju leyti sótt eftir að hann tók við hirðstjóradæmi sínu. Ég tel það þó sjálfur ekki nema hluta af skýringunni, ef það snertir þetta yfirleitt á nokkurn hátt. Mín tilgáta er sú að Smiður hafi talið sér ógnað með framkomu prestanna fyrir norðan og ákveðið að sýna þeim hve harður hann væri í horn að taka. Um leið losnaði hann við mann sem gæti reynst honum erfiður ljár í þúfu sem hugsanleg- ur andstæðingur. Vafalaust hefur Jón skráveifa átt hlut að máli og Smiður séð í honum öflugan bandamann, þar sem Jón átti harma að hefna gagnvart Norðlendingum. Vissulega eru þetta aðeins getgátur, en setning Smiðs á Jóni skráveifu í lögdæmið syðra, í kjölfar aftöku Árna, dregur að minnsta kosti ekki úr þeim.35 „Hetjudáðin á Grund" Af Alþingi hélt Smiður norður í Eyjafjörð með um hálfan fjórða tug manna meðferðis, þar á meðal báða lögmennina, þá Jón skráveifu og Orm Snorrason. I annálum segir að Smiður hafi haft á orði að hann ætlaði að taka gildustu bændurna fyrir norðan undir sverð. Einnig á Smiður að hafa kallað Eyfirðinga landráðamenn og fremstu bændur þeirra útlaga. Því er ljóst að óvild hans í garð Norðan- manna hefur verið mikil, hvað svo sem olli því.36 Að kvöldi 7. júlí 1361 kom flokkur Smiðs að Grund í Eyja- firði þar sem Helga nokkur bjó. Var hún barnsmóðir Einars Ei- ríkssonar auðsmanns úr Vatnsfirði og hefur því vafalítið verið vel ættuð kona þótt í dag sé ekki hægt að slá neinu föstu um framættir hennar. Áttu þau Helga og Einar saman soninn Björn sem betur er þekktur undir nafninu Björn Jórsalafari.37 Tóku liðsmenn Smiðs gistingu á Grund um nóttina en á meðan söfn- uðu Eyfirðingar liði enda hafði þeim borist njósn um hverjir væru þarna á ferð. Snemma næsta morgun lögðu heimamenn svo til atlögu og virðist sem bardaginn hafi verið nokkuð jafn þrátt fyrir að mönnum Smiðs hafi verið komið að óvörum. Lauk atlögunni þó með sigri heimamanna og var Smiður háls- höggvinn en Jón skráveifa laminn til bana með járnreknum kylf- um. Ormur Snorrason náði kirkjugriðum. Mannfall virðist hafa verið svipað í báðum liðum, þó segja annálar yfirleitt að fleiri sunnanmenn hafi fallið. Alls létu 13 eða 14 menn lífið og marg- ir urðu sárir.38 Af samtímaheimildum að ráða kom Grundar-Helga hvorki nálægt bardaganum né drýgði hetjudáð þetta kvöld. Smiður Andrésson og menn hans virðast hins vegar hafa varist af hreysti þó hið sama verði ekki sagt um lögmennina, ef marka má kvæði úr Flateyjarannál:39 Smidr vardiz vel feck virdum hel hans brandrin breidr þa er bardizst reidr honum fylgir fast i fleina kast sueit huergi hrædd hrings serkium klædd. fra ek stæla storm miok sturla Orm þar er kysti kyrr kirkiunnar dyrr. kuad hann þurfa þers at þylia vers þo er bænin bezst honum byrgi mest. kilpr herdi haugg hialm gridr taugg vel huors ok hrein rett holld sem bein, med þunga þraut þegn falla laut hiors neytti hagr her falli bragr. Jonn skreiddiz skiott skra veifa hliott kamars eygat vt vid ærna sut. su en liota leid leitz virdum greid þeim er fylgdi þann þreklausa mann. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.