Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 65

Sagnir - 01.06.2000, Blaðsíða 65
„Ég fæ jólakort frá heimildunum mínum" VlÐTAL VIÐ MARGRÉTI JONASARDOTTUR SAGNFRÆÐING OG ÞÁTTAGERÐARKONU Fyrr á öldum miðaðist menntun við það hvað einstaklingurinn skyldi vera að henni lokinni. Nú er hins vegar svo komið að ekki er spurt hvað ætlarðu að vera þegar þú ert orðinn stór held- ur hvað ætlar þú að gera? Flestir þeir sem lagt hafa stund á sagnfræðinám þekkja eflaust svip efasemdanna sem birtist gjarnan í ásjónum fólks er það kemst að því að viðkomandi leggi stund á nám í sagnfræði. Oft má einnig greina vott af með- aumkun þar sem margir telja að fátt sé hægt að gera að sagn- fræðinámi loknu, annað en að vera sagnfræðingur. Slík afstaða er þó á misskilningi byggð. Sagnfræðimenntunin nýtist víða í atvinnulífinu og með hana er margt hægt að gera. Margrét Jónasardóttir hefur tekið sér fyrir hendur heimildarþáttagerð eftir að hún lauk meistaranámi í sagnfræði árið 1998. Margrét útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988. Með sagnfræðiritin í mal sínum hélt Margrét að stúd- entsprófi loknu til Kaupmannahafnar þar sem hún ætlaði að læra saumaskap. Ahugi hennar á sagnfræði varð þó sauma- Margrét Jónasardóttir hefur tekið sér jyrir hendur heimildaþáttagerð eftir að hún lauk meistaranámi í sagnfræði. skapnum yfirsterkari og hún snéri aftur heim og skráði sig í sagnfræði við Háskóla íslands. Þaðan út- skrifaðist hún árið 1993. Á árunum 1997-1998 lagði Margrét stund á meistaranám við University College London. Meistararitgerð Margrétar fjallaði um hrun útgerðarinnar í Hull eftir þorskastríðið og félagslegar afleiðingar þess. Ritgerðin byggði að miklu leyti á munnlegum heimildum. Margrét tók viðtöl við fjölda fyrrum togarasjómanna og fjölskyldur þeirra. Margrét og fyrirtækið Magus gerðu heimildar- þætti sem báru heitið Síðasti valsinn. Byggðu þeir að hluta til á efninu sem Margrét hafði safnað við vinnslu meistararitgerðar sinnar auk þess sem tekin voru ný viðtöl við breska stjórnmálamenn, frei- gátukafteina, starfsmenn Landhelgisgæslu íslands og íslenska stjórnmálamenn og fræðimenn sem rann- sakað hafa þorskastríðin. Þess má geta að Síðasti vals- inn hlaut á dögunum Edduverðlaunin sem besti ís- lenski heimildarþátturinn árið 2000. Þorskastríðið í nýju ljósi „Markmiðið var að gera þættina skemmtilega og fræðandi um leið", segir Margrét. Þættirnir fjölluðu um þorskastríð íslendinga og Breta í nokkuð nýju ljósi. Sjónum var einkum beint að útvegsbænum Hull á Bretlandi. Sögunni var miðlað með viðtölum við þátttakendur í átökunum í stað þess að láta sögu- mann um verkið og gaf það góða raun. Þættirnir voru þrír. Aðalmyndefni þáttanna voru gamlar fréttamyndir úr erlendum söfnum, myndir úr einka- eign og viðtöl. „Er vinnu við Síðasta valsinn var að ljúka kom upp sú hugmynd að gera heimildarþátt um konur togara- sjómannanna", segir Margrét. Niðurstaðan varð þátturinn Hafmeyjar á háum hælum sem sýndur var á Stöð 2 í október árið 2000. í þættinum var fjallað um eiginkonur sjómanna víðsvegar að úr heiminum, frá Noregi, íslandi, Kanada, Bretlandi og Japan. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.