Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Side 6
FRÆÐSLUMÁL Einsetning grunnskóla í Reykjanesbæ Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri Reykjanesbœjar Það hefur ekki farið fram hjá neinum Suð- urnesjamanni að skólamál hafa verið for- gangsverkefni í Reykjanesbæ undanfarin ár. Arið 1996, við yfirfærslu grunnskólans, var ljóst að mikið verk var óunnið ef takast ætti að einsetja grunnskólann á þeim tíma sem grunnskólalög kváðu á um. A þessum tíma voru þrír skólar í bænum, Njarðvíkurskóli, sem var heildstæður skóli með rúmlega 500 nemendur, Myllubakkaskóli með rúmlega 700 nemendur í 1.-6. bekk og Holtaskóli, sem var unglingaskóli með um 500 nemendur í 7 - 10. bekk. Sá síðastnefhdi var einsetinn en hinir tveir bjuggu við erfiða tvísetningu og mikil húsnæðis- þrengsli. Það lá því ljóst fyrir að byggja þyrfti nýjan skóla og gera úttekt á eldri skólunum samhliða því. Spuming var einungis hvemig skóla vildum við í bæn- um. Tvær skólagerðir eða eina? Einn unglinga-safn- skóla og þrjá bamaskóla eða íjóra heildstæða skóla? Þessar vom þær spumingar sem skólanefnd stóð ffammi fyrir og bæjarstjóm vildi fá svör við sem fyrst. Leitin að svörunum lagði grunn að því sem nú er skólastefna Reykjanesbæjar, stefnan sem ver- ið hefur stjómmálamönnum, skólafólki og al- menningi leiðarljós í þeim breytingum sem átt hafa sér stað. Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar Bæjarstjóm hafði ákveðið að reka sína eig- in skólaskrifstofu og var skólamálastjóri ráð- inn 1. mars 1996. Skólaskrifstofan var sett yfir rekstur gmnnskóla og leikskóla fyrsta árið, enda var það ærið verkefni á þessum breytingatím- um. Stefnt var að því að ráða sérfræðinga til skrifstof- unnar fyrir skólabyrjun 1. september 1996 og tókst það. Rekstrarfulltrúi, sálfræðingur, sérkennslufulltrúi og kennsluráðgjafí komu til starfa hver á fætur öðmm. Gerðir voru samningar um sérfræðiþjónustu við ná- grannasveitarfélögin Sandgerði, Gerðahrepp og Vatns- leysustrandarhrepp til fimm ára. Arið 1997 færðust mál- efni safna, þ.e. Byggðasafhs og Bókasafns Reykjanes- bæjar, og tónlistarskóla Reykjanesbæjar einnig til skóla- skrifstofunnar. Tónlistarskólarnir voru þá tveir, Tónlistarskólinn i Keflavík og Tónlistarskóli Njarðvík- ur. Þeir vom síðan sameinaðir sutnar- ið 1999 í Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar undir eina skólastjóm. Kennsla fer enn ffam í sama húsnæði og fyrr f Keflavík og Njarðvík en við hafa bæst útibú innan veggja gmnnskól- anna fjögurra. Fyrsta skóflustunga var tekin að Heiðarskóla hinn 21. júní 1997. Það voru tveir sex ára bæjarbúar úr Heiðarhverfi sem tóku hvor sína skóflustunguna, þau Isabella Ósk Eyj- ólfsdóttir og Hörður Jóhannsson, ásamt Drífu Sigfúsdóttur, þáv. forseta bæjarstjórnar, og Ellert Eiríkssyni bæjarstjóra. Skólastefna Reykjanes- bæjar Skólanefnd hófst því handa strax vorið 1996 við mótun skólastefnu bæjarins. Fyrsta skrefið var að fá yfir- lit yfir allar stefnumarkandi ákvarð- andi bæjarstjómar undanfarin ár en svo gaf tillaga nefhdarinnar um nýjan skóla og skólagerð hans, hinn 21. ágúst 1996, tóninn fyrir ffamhaldið: „Skólanefnd gerir það að tillögu sinni að reistur verði tveggja hlið- 260

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.