Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 18
FRÆÐSLUMAL króna á tveggja ára tímabili. Þessa tjármuni mega skól- amir nýta til endurbóta á skólastarfí. Frá yfirtöku gmnnskólans hefur Kópavogsbær breytt rekstri skólanna á þann veg að nú eru allir skólarnir nema einn með slíka samninga og sl. haust fengu skól- amir fleiri stöðugildi til þess að hafa deildarstjóra sem skipta með sér verkum þannig að einn er í 1 .-4. bekk, annar í 5.-7. bekk og þriðji í 8.-10. bekk. Þessi ný- breytni nær til allra nema Þinghóls- og Kársnesskóla sem ráðgert er að sameina á næsta ári. Með þessu fyrirkomulagi er stjómsýslan færð nær daglegu starfí kennara og um leið létt á störfúm skóla- stjóra. Aðstoðarskólastjóri er einn þessara þriggja deild- arstjóra. Við gerðum tilraun með þetta fyrirkomulag sl. vetur í Snælandsskóla og að mati allra tókst þessi tilraun vel. Þá hefur Kópavogsbær einnig látið skólunum í té stöðugildi fyrir stuðningsfulltrúa og hálft stöðugildi fyrir námsráðgjafa, aukið við mataraðstöðu nemenda og „dægradvöl" sem er sambærileg við lengri viðveru í Reykjavik. Skólanefnd beitti sér fyrir breytingum á skiptitímum og næðisstund í matarhléum með auknum tímum inni í skólana sem skólasamfélagið sjálft skipuleggur. Framtíöarsýn Ljóst er að sveitarfélögin standa frammi fyrir nýjum útgjöldum ef skólinn á að fylgja eftir þeirri þróun í upp- lýsingatækni sem nú á sér stað. Því markmiði verður ekki náð nema með auknum tækjabúnaði og er ljóst að fartölvur eru komnar til að vera á markaði og munu án efa koma inn í grunnskólann á næstu misserum, jafnt fyrir kennara og nemendur. Ég sé fyrir mér að þetta muni auðvelda skólunum að nýta skólastofúr í þessari kennslu. Þá verður að taka mið af auknum áhrifúm foreldra á skólasamfélagið. Ef að líkum lætur verða gerðar auknar kröfur til grunnskólans um að skila nemendum færari inn í ffam- haldsskólana. Þetta mun væntanlega tengjast kröfúm um að stytta nám á ffamhaldsskólastigi. Þá má ekki gleyma þeirri sýn okkar sveitarstjómar- manna um að vissulega viljum við sjá starfsfólk skól- anna ánægt í starfi og með sitt starfsumhverfi. Lokaorö Þegar litið er yfir þann tíma sem liðinn er frá yfir- færslu grunnskólans fullyrði ég að skólasamfélagið hefúr fengið vemlegar endurbætur á umhverfi sínu eftir yfir- færsluna. Nú reynir á það hvort vilji er til breytinga á kjaraum- hverfi skólanna. Mikilvægt er að í upphafi nýrrar aldar náist sátt um næstu skref á þessari braut. Þessi sátt næst þó ekki nema viljinn sé af beggja hálfú og að allir aðilar málsins geri sér grein fyrir alvöm þess. Hvert skref verður að stíga varlega til jarðar, því breyt- ingar á stjómsýslu gmnnskóla eru ekki einfaldar enda skólinn í eðli sínu íhaldssöm stofnun og reyndar eins og kletturinn í hafinu í daglegu umhverfi íbúanna. Áhrif foreldra á skólasamfélagið em vaxandi og því skiptir miklu máli að sátt náist við þá um allar breyting- ar. Okkur er því vandi á höndum ef ná á fram breyttum áherslum í stjómun gmnnskóla á komandi missemm. Greinin er að mestu leyti samhljóða erindi sem höf- undur flutti á námsstefnu Skólastjórafélags Islands 3. nóvember 2000. BYGGÐARMERKI Byggðarmerki Mosfellsbæjar Merki Mosfellsbæjar hefúr verið skráð sem byggðar- merki samkvæmt ákvörðun Einkaleyfastofu frá 27. nóv- ember 2000. Merkið var sam- þykkt sem skjaldarmerki Mosfellshrepps 30. april 1968 en hefúr ekki verið skráð sem byggðarmerki fyrr en nú. Kxistín Þorkelsdóttir hannaði merkið. Tvær tillögur voru lagðar fyrir hreppsnefnd á sínum tíma. Annars vegar um þetta merki og hins vegar merki með mynd af gufústrók sem varð undir í atkvæðagreiðslu í hreppsnefnd. Merkið hefúr tilvísun til silfúrs Egils Skallagrímssonar. Hönnuð- ur merkisins leitaði til þáverandi þjóðminjavarðar, Krist- jáns Eldjáms, og fékk hjá honuin upplýsingar um hvers konar silfúr gæti hafa verið i silfúrsjóði Egils, sem Aðal- steinn, hinn sigursæli Englakonungur, gaf honum og sagan segir að hann hafi falið einhvers staðar í landi Mosfells. Hún valdi og stílfærði mynd af þremur skjöld- um sem prýddu bakhlið penings sem var í umferð á tíma Aðalsteins. Skildimir þrír hafa einnig tilvísun til þriggja byggðarkjarna Mosfellshrepps, þ.e. Mosfellsdals, Reykjahverfis og „niðursveitarinnar“. Vegna skráningar merkisins sem byggðarmerkis var nauðsynlegt að fella það inn í skjaldarmerkjaform og var hönnuður merkis- ins, Kristin Þorkelsdóttir, fengin til þess. 272
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.