Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Síða 34
MENNINGARMÁL Náttúrustofa Norðurlands vestra á Sauðárkróki Dr. Þorsteinn Sœmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra Náttúrustofa Norðurlands vestra tók til starfa í febrúarmánuði síðast- liðnum, eftir um tveggja ára undir- búningstíma. Stofunni var valinn staður á Sauðárkróki og fékk til af- nota fyrir starfsemi sína glæsilegt húsnæði, en það er „Gamli barna- skólinn" við Aðalgötu 2. Húsið, sem var reist árið 1908, hefúr verið gert upp í nánast upprunalegum stíl. Sú aðgerð hefúr tekist í alla staði vel og er þeim fjölmörgu sem stóðu að því verki til mikils sóma. Við end- urgerð hússins var tekið tillit til þess hvers konar starfsemi ætti að fara þar fram og er ekki annað hægt að segja en að sú hönnun hafí tekist vel. Greinilegt er að mikili metnað- ur hefur verið lagður í starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra af hálfu sveitarfélagsins. Dr. Þorsteinn Sæmundsson jarð- ffæðingur var ráðinn forstöðumaður stofúnnar og fluttist hann til Sauðár- króks ásamt fjölskyldu sinni frá Reykjavík. Frú Siv Friðleifsdóttir umhverfís- ráðherra opnaði stofuna formlega hinn 9. maí sl. að viðstöddu fjöl- menni. Saga náttúrustofa á íslandi Saga náttúrustofa á Islandi er ekki löng og er Náttúrustofa Norðurlands vestra fimmta stofan sem stofnsett er. Fyrsta stofan var sett á stofn árið 1995 og þjónar hún Austurlandi. Henni var valinn staður í Neskaup- stað og er dr. Guðrún Áslaug Jóns- dóttir líffræðingur forstöðumaður þar. Árið 1996 var síðan stofnuð Náttúrustofa Suðurlands og var henni valinn staður í Vestmannaeyj- um. Dr. Ármann Höskuldsson eld- fjallafræðingur veitir henni for- stöðu. Þriðja stofan var síðan sett á stofn árið 1996 og þjónar hún Vest- ljörðum. Henni var valinn staður í Bolungarvík og veitir henni for- stöðu dr. Þorleifur Eiríksson líf- ffæðingur. Fjórðu stofúnni var kom- ið á laggimar fyrir Vesturland árið 1998 og var henni valinn staður i Stykkishólmi. Dr. Jón Baldur Sig- urðsson, lífffæðingur og fyrrverandi prófessor, var forstöðumaður þar, en hann er nú að flytja sig yfír í ný- stofnaða stofu sem þjónar Reykja- nesi. Henni hefur verið valinn stað- ur í Sandgerði. Rekstrarform náttúru- stofa Hvað er náttúrastofa og hvert er rekstrarform þeirra? Náttúrustofúm- ar eru reknar í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Ríkið greiðir laun for- stöðumanns og 50% hlut i stofn- kostnaði stofanna. Þau sveitarfélög sem koma að rekstri viðkomandi stofú leggja til 50% i stofnkostnað og sjá um rekstur hennar. Stjórn stofanna er skipuð einum fulltrúa ráðherra (ríkisins) og tveimur frá rekstraraðila í heimahéraði. Þar sem þetta fyrirkomulag hefur verið virt hefur starfsemi stofanna almennt gengið vel. Enn sem komið er standa Sveitar- félagið Skagafjörður og Akrahrepp- ur ein að rekstri Náttúrustofú Norð- urlands vestra á Sauðárkróki en miklar vonir eru bundnar við að fleiri sveitarfélög komi smám sam- an til þátttöku í rekstrinum. Þetta er raunar svipað og annars staðar þar sem náttúrustofúr eru reknar, að eitt sveitarfélag hefúr tekið að sér rekst- urinn í byrjun á hverjum stað en sums staðar er samvinna sveitarfé- laga um rekstur komin á eða í undir- búningi. Mikilvægt er að sveitar- stjórnarmenn geri sér grein fyrir mikilvægi stofanna og þeim mögu- leikum sem þær gefa kost á. Von- andi mun þetta greinarkorn varpa ljósi á það. Hlutverk náttúrustofa En hvað gera náttúrustofúr? Hvert er hlutverk þeirra? Tekið er fram í lögum og reglu- gerðum um náttúrustofúr hvert hlut- verk þeirra er. I 11. gr. laga nr. 60 frá árinu 1992 um Náttúrufræði- stofnun Islands og náttúrustofur segir að helstu hlutverk náttúrastofa séu: a. að safna gögnum og varðveita heimildir um náttúrufar og stuðla að almennum náttúru- rannsóknum, einkum í viðkom- andi landshluta. b. að stuðla að æskilegri landnýt- ingu, náttúruvernd og frœðslu um umhverftsmál. c. að veita frœðslu um náttúrufræði 288

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.