Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Qupperneq 37
MENNINGARMAL Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra opnaði Náttúrustofu Norðurlands vestra formlega hinn 9. maí að viðstöddu fjölmenni. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Þorsteinn Sæ- mundsson forstöðumaður, Guðrún Sighvatsdóttir, fyrrverandi formaður stjórnar Nátt- úrustofu Norðurlands vestra, Pétur Pétursson, núverandi formaður, og Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra. Ljósm. Þórhallur Ásmundsson. maður stofunnar sé endilega bund- inn við að vera búsettur á Sauðár- króki. Hann getur til dæmis átt heima á Siglufirði, Blönduósi, Hvammstanga eða hvar sem er inn- an fjórðungsins. Með þessu er hægt að veita öllum almenningi í íjórð- ungnum auðveldari aðgang að nátt- úrustofunni og gera hana sýnilegri. Miklar vonir eru bundnar við að rikið nýti fjárfestingu sína i náttúru- stofúnum með því að fá þeim rann- sóknarverkefni eða þjónustuverk- efni. Slík verkefni eru mikil lyfti- stöng fyrir viðkomandi stofur og einn megingrundvöllur þess að auka kjölfestu í starfseminni. Einnig er það lyftistöng fyrir byggðarlögin þar sem slíkt fjölgar störfúm á nátt- úrustofunum og eykur atvinnu- möguleika náttúrufræðinga á lands- byggðinni. Þetta ætti þannig að falla vel að hugmyndum rikisstjómarinn- ar um flutning verkefna og starfa á vegum ríkisins til landsbyggðarinn- ar. Á Náttúrustofu Norðurlands vestra hefúr verið ákveðið að ráðast í nokkur stærri rannsóknarverkefni fljótlega. Þau eru til dæmis jarð- fræðikortlagning á umhverfisbreyt- ingum sem urðu í lok síðustu ísaldar í Skagafirði. Það verkefhi er unnið í samvinnu við Háskóla Islands. Einnig er stefnt er að þvi að hefja rannsókn á Orravatnsrústum á Hofsafrétt næsta sumar og er verið að leita fjármögnunarleiða i því sambandi. Á döfínni em ýmis ofan- flóðaverkefni sem unnin em í sam- vinnu við Jarðfræðistofnun Noregs (NGU), setur Náttúmffæðistoffiunar Islands á Akureyri og aðra aðila. Þessi verkefni em öll jarðfræðilegs eðlis, en hugmyndir um margs kon- ar önnur verkefni hafa vaknað. Lokaorö Eins og sést á upptalningunni hér á undan þá er hlutverk náttúmstofa fjölbreytt og að mörgu leyti opið sem gefúr þeim mikla möguleika á að byggja upp öfluga starfsemi effir því sem hentar á hveijum stað. Það er þó ljóst að hver stofa getur ekki ráðið starfsfólk til að spanna sér- fræðiþekkingu á öllum sviðum nátt- úmvísindanna. Fram að þessu hefúr starfsemi hverrar stofu mótast að mestu leyti af sérmenntun forstöðu- manns viðkomandi stofu. Þar sem starfsmönnum hefur fjölgað hefur verksvið stofanna víkkað nokkuð, en óráðlegt er að byggja of fjöl- breytta starfsemi á hverri stofu fyrir sig. Því er mjög mikilvægt að stof- umar starfi í nánu samstarfí sín á milli og jafnframt hafí góð tengsl og samstarf við aðrar stofnanir í land- inu. Mikilvægt er að tryggja núver- andi rekstrarform stofanna sem byggir á að bæði ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á náttúrustofunum. Það er hlutverk ríkisins að stunda skipu- lagðar gmnnrannsóknir á náttúm Is- lands og á því sviði hefúr ríkisvald- ið tækifæri til að styðja starfsemi náttúrustofa og jafnframt þvi að nýta fjárfestingu sína í þeim betur og byggja upp opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins. Styrkur náttúrustofanna er og verður fyrst og fremst sá mannauður sem þar starfar. Mikilvægt er að stofurnar geti ráðið til sín hæft starfsfólk en til þess þurfa þær bæði að hafa tryggan fjárhagsgrundvöll og spennandi verkefni. Náttúmstofúmar em enn að stíga sín fyrstu skref. Mikilvægt er að hlúa vel að uppbyggingu þeirra og að gera sér grein fyrir þeim miklu möguleikum sem þær veita. Með uppbyggingu á starfsemi af þessu tagi á landsbyggðinni er verið að stíga stórt skref í jákvæðri byggðar- þróun. Mikilvægt er að hefta ekki slíkan vaxtarsprota en sjá til þess að hann hafí frelsi og svigrúm til að dafna á sem flestum sviðum. Það getur bæði skilað blómlegri visinda- starfsemi til hinna dreifðu byggða og aukinni fjölbreytni í náttúru- fræðirannsóknir í landinu. Þorsteinn Sœmundsson lauk doktorsnámi i is- aldarjarðfrœói frá Háskólanum i Limdi í Svíþjóð árið 1995. Hann starfaði á snjóflóðadeild Veó- urstofu íslands frá 1995 þar til að hann tók við starfi forstöðumanns Náttúrustofu Norðurlands vestra. 29 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.