Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 43
FÉLAGSMÁL Opið hús að Sólheimum á sl. sumri. Pétur Sveinbjarnarson sýnir gestum aðferðina við kertagerð. Unnar Stefánsson tók myndina. áætlun fyrir Sólheima tímabilið 2000-2015 er gert ráð fyrir að ibú- um fjölgi um fimmtíu eða ffá 100 í 150 og að heimili á Sólheimum verði um fimmtíu. I áætlun um at- vinnumál er gert ráð fyrir að störf- um fjölgi úr 77 í 100 eða um 23 störf. Áætlað er að íbúar 18 ára og eldri verði 120, þar af átta 67 ára og eldri og 30 böm og unglingar 17 ára og yngri. Gert er ráð fyrir að fjöldi fatlaðra verði óbreyttur eða um fjörutíu. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að hluti íbúa á Sólheimum starfi þar ekki og að hluti starfsmanna verði búsettur utan Sólheima. I framkvæmdaáætlun er mörkuð sú stefna að ljúka við eina stóra ffamkvæmd fimmta hvert ár og að á næstu tiu árum verði reistar tvær byggingar sem hafi afgerandi áhrif á mannlíf og þróun byggðar á Sól- heimum, Sesseljuhús og kirkja. Hinn 30. júní sl. tóku Magnea Þorkelsdóttir og dr. Sigurbjöm Ein- arsson biskup fyrstu skóflustungu að kirkjubyggingu. Grunnflötur hennar verður 238 fermetrar, þar af kirkjusalur 162 fermetrar sem rúma mun um 200 manns í sæti. Áhersla verður lögð á góðan hljómburð, þar sem kirkjan verður notuð til tónlist- aræfmga og tónleikahalds. Utveggir verða steyptir, hlaðnir utan með torfi, en þakklæðning úr rekavið eða lerki. Á 70 ára affnæli Sólheima hinn 5. júlí tók Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra fyrstu skóflustungu að Sesseljuhúsi, sem er stærsta verk- efni sem Sólheimar hafa ráðist í til þessa. Við hönnun og val bygging- arefna verður lögð áhersla á að hús- ið verði vistvænt timburhús með grasþaki og einangrað með endur- unnum pappír. Jafnffamt er steffit að fjölbreyttari vistvænni orkuöflun. í Sesseljuhúsi verður fyrirlestrasalur, sýningasalur, tölvuver og bókasafn, kennslustofa og hópvinnuherbergi. I húsinu verða haldin námskeið fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir og stéttarfélög um umhverfismál. Fræðslustarfið verður samtengt skógræktarstöð, garðyrkjustöð, gistiheimili og annarri umhverfís- starfsemi á Sólheimum, svo sem jurtagerð, endurvinnslu og lífrænu fráveitukerfí. Ríkisstjórnin leggur 75 milljónir króna til verksins. Á Sólheimum eru tilbúnar til út- hlutunar fjórar einbýlishúsalóðir og allmargar raðhúsalóðir. Mikilvægasta málið varðandi þró- un byggðar og mannlífs á Sólheim- um er sameining sveitarfélaga i Ár- nessýslu eða að Sólheimar verði gerðir að sjálfstæðu sveitarfélagi og fyrsta sjálfbæra sveitarfélaginu á ís- landi. Slíkt styrkti stöðu Sólheima á alþjóðavettvangi, væri viðurkenning á starfí Sólheima í 70 ár og virðing við starf brautryðjandans. Fulltrúaráö og stjórn Sesselja veitti Sólheimum for- stöðu þar til hún lést árið 1974. Náið samstarf var með Sesselju og sr. Guðmundi Einarssyni á Mosfelli. Guðmundur var lengi formaður bamaheimilisnefndar þjóðkirkjunn- ar. Hann stóð fyrir kaupunum á jörðinni Hverakoti og gekk frá skipulagsskrá Sólheima með Sess- elju, sem staðfest var 1934. Eftir lát Sesselju skipaði bama- heimilisnefnd þjóðkirkjunnar full- trúa í fimm manna stjóm. Árið 1987 var gerð breyting á skipulagsskrá Sólheima og sett á stofn fulltrúaráð skipað 21 fulltrúa, sem kýs fimm manna framkvæmdastjórn úr hópi fulltrúaráðsmanna á aðalfundi. Þrír einstaklingar hafa gegnt for- mennsku frá árinu 1975, sr. Ingólfur Ástmarsson 1975-1978, sr. Valgeir Ástráðsson 1979-1984 og Pétur Sveinbjarnarson frá 1984, en var varaformaður frá 1979. Fram- kvæmdastjóri er Guðmundur Ár- mann Pétursson, rekstrarfræðingur, en forstöðumenn Jóhanna Þorsteins- dóttir á heimilissviði og Anna Margrét Bjamadóttir á atvinnusviði. Fulltrúaráð Sólheima skipa Anna Sveinbjömsdóttir, Ágúst Karlsson, Ámi Johnsen, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Böðvar Pálsson, Fann- ey Proppé, Gísli Hendriksson, Guð- jón Magnússon, Gylfi Jónsson, Halldór Steingrímsson, Hólmfríður Sigmundsdóttir, Jón R. Hjálmars- son, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur G. Gústafsson, Pétur Sveinbjamarson, Sigurbjöm Magnússon, Sólveig Pét- ursdóttir, Tómas Grétar Ólason, Valgeir Ástráðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Á aðalfundi fulltrúaráðs Sólheima hinn 29. apríl sl. vom kjörin í stjóm 297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.