Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2000, Blaðsíða 46
FÉLAGSMÁL ugir þiggjendur þjónustunnar og bjargir á einstökum sviðum væru takmarkaðar. Var talið nauðsynlegt að sníða sérstakar aðferðir utan um gæða- og þjónustukannanir með til- liti til sérstöðu félagsþjónustu sveit- arfélaga og lögmála hennar. Nauðsynlegt var talið að fylgjast með félagsþjónustunni á heildstæð- an og réttmætan hátt. Með hliðsjón af því þótti ástæða til að koma á fót nýju eftirlitskerfi. Starfsaöferöir Joint fíeview Um miðjan síðasta áratug var starfsmönnum Audit Commission og Social Sevice Inspectorate falið það verkefni undir sameiginlegum hatti Joint Review að skilgreina verklagsreglur sem farið skyldi eftir við úttektimar. Áhersla var lögð á að tryggja sjálfstæði Joint Review gagnvart ríkisendurskoðun og SSI þannig að önnur störf sem þessar stofnanir hefðu með höndum hefðu ekki áhrif á starfsemi Joint Review. Starfsmenn Joint Review eru því ráðnir sérstaklega til stoíhunarinnar. Úttektir Joint Review einkennast af sjálfstæði stofnunarinnar, hlutlægni í mati og samvinnu við sveitarfélög. SSI hefúr gert og gerir enn úttektir á einstökum þáttum félagsþjónustu sveitarfélaga. Ráðherra óskar iðu- lega eftir úttektum stofhunarinnar í kjölfar fyrirspurna fjölmiðla og þingsins. Rétt þótti að blanda þess- um úttektum ekki saman. Við úttektir Joint Review er spurt annars vegar hvort komið sé til móts við þarfir borgaranna og hins vegar hvort þjónustan geti þróast og orðið betri. Sá skilningur ríkir hjá yfir- völdum að félagsþjónusta sé mis- jafnlega á vegi stödd en alltaf sé svigrúm til bóta. Til að svara ffam- angreindum spumingum fara starfs- menn Joint Review ýmsar leiðir í störfum sínum. Þannig styðjast þeir við aðferðir félagsvísindanna og taka tilviljunarúrtök úr hópi þjón- ustuþega, taka viðtöl og yfirfara gögn í málum þeirra. Ennfremur fara starfsmennirnir yfir og meta eigin úttektir sveitarfélaganna. Segja má að allir þættir félags- þjónustu sveitarfélaga séu skoðaðir í úttektum Joint Review. Þannig er meðal annars fjallað um hveijir eigi rétt á félagsþjónustu, skilgreiningar á þjónustunni, virkni starfseminnar, fæmi starfsmanna, greiningu, með- ferð og eftirfylgni mála. Þá er fjall- að um dreifingu og nýtingu fjár- magns. í upphafi úttektarinnar er kannað hvaða félagsþjónustu sveitarfélagið hafi með höndum. í ffamhaldi af því er sveitarstjórnarmönnum gefinn kostur á því að leggja fram spum- ingar sem þeir vilja að verði svarað með úttektinni. Ég nefhi sem dæmi að sveitarstjómarmaður í einu þeirra sveitarfélaga þar sem ég fylgdist með störfum Joint Review óskaði eftir skýringum á háum vistunar- kostnaði í barnaverndarmálum og lítilli nýtingu á tiltekinni öldmnar- þjónustu sem samið hafði verið um í heildarsamningi (e. block contract). Þá eru skoðaðar sam- þykktir, starfsreglur og vinnuferli félagsmálanefhda. í kjölfar viðræðna við félagsmála- nefnd eru einstakir þjónustuþættir skoðaðir út frá kröfum laga, reglu- gerða og samþykkta viðkomandi sveitarfélags. Tekin eru tilviljunar- úrtök úr skrám um þjónustuþega og lagt mat á skráningu gagna. Rætt er við þjónustuþega sjálfa, farið yfir þá þjónustu sem þeir hafa fengið og lagt mat á vinnuferlið og þjónust- una. Reynslan hefur t.d. sýnt að fáar kvartanir koma að jafnaði frá fé- lagsstarfi aldraðra en fjölmargar kvartanir koma ffá þeim sem eru á biðlistum eftir leiguhúsnæði sveitar- félaga. Lagt er mat á réttmæti kvart- ana, málsmeðferð og upplýsinga- gjöf starfsmanna félagsþjónustunn- ar. Við mat á þjónustu og vinnslu mála reynir mjög á reynslu og fæmi starfsmanna Joint Review. I skoðun á umgjörð þjónustunnar og virkni stjómkerfisins em skipurit og starfslýsingar yfirfamar. Þannig em þættir eins og dreifing verkefha, vinnuálag, færni og símenntun skoðuð. Þá er rætt við starfsmenn á öllum þrepum þjónustunnar. Sé þjónusta slæm og ekki í samræmi við það sem til er ætlast er leitað skýringa. Er þá t.d. spurt um þjálfun viðkomandi starfsmanns eða starfs- manna, bjargir sem hann eða þeir hafa yfir að ráða, eða leitað annarra skýringa. Jafnframt er leitað skýr- inga á háum eða lágum kosmaði við tiltekna þætti þjónustunnar og m.a. skoðaðir meðferðar- og ákvörðunar- ferlar sem að baki liggja. Þegar kostnaðartölur einstakra þjónustu- þátta liggja fyrir og gæði þeirra hafa jafnframt verið metin em framan- greind atriði borin saman við með- altöl sömu þátta úr fyrri könnunum hjá sveitarfélögum af svipaðri stærð og gerð. Þá er innri eftirfylgni og skýrslur um keypta þjónustu skoð- aðar. Bent er á sterka og veika þætti þjónustunnar. Starfsmenn félags- þjónustunnar em virkir þátttakendur í úttektinni og fylgjast með úttekt- inni á öllum stigum. Við lok úttektar em niðurstöður hennar bornar undir yfirmenn og óskað eftir viðbrögðum og athuga- semdum. Þá fá sveitarstjómarmenn einnig svör við þeim spumingum er þeir lögðu fram í upphafi. Að lokum er gefin út skýrsla um úttektina. Úttektunum er ætlað að svara spumingunum tveimur um hvort og þá í hve ríkum mæli félagsþjónustan mæti þörfum borgaranna og hvort hún eigi möguleika á að þróast og verða betri. Af niðurstöðum úttekt- anna em síðan dregnar ályktanir í myndrænu formi sem og með beinni lýsingu á þjónustunni, þ.e. hvort hún er góð eða slæm eða ein- hvers staðar þar á milli og hvort hún er stöðnuð eða svigrúm sé til bóta. í umsögn Joint Review kemur fram hvaða þættir em sterkir og hverja þarf að styrkja. Bent er á leiðir til úrbóta og hvar upplýsingar þar að lútandi megi finna. Þá fá sveitarfé- lögin viðmið til samanburðar við reiknuð meðaltöl einstakra þjón- ustuþátta. 300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.