Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 56

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201356 „að tryggJa framBoð og fJölBreytileika“ Nokkrir innlendir fræðimenn hafa skoðað áhrif nýfrjálshyggju á ákveðna þætti menntakerfisins á Íslandi (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2012a, 2012b; Irma Erlings- dóttir, 2011; Kristín Dýrfjörð, 2011; Kristín Dýrfjörð og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2013; Páll Skúlason, 2008). Meira hefur verið fjallað um áhrif nýfrjálshyggju á önn- ur samfélagskerfi (t.d. Kolbeinn H. Stefánsson, 2010) eða um afmarkaða þætti sem oft eru fylgifiskar nýfrjálshyggju, eins og áhrif stjórnunarvæðingar og nýskipanar í ríkisrekstri á menntastofnanir (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2008; Guðný Guðbjörnsdóttir, 2001; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2003; Lindblad, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Simola, 2002; Sigurjón Mýrdal, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Guðrún Geirsdóttir og Gunnar Finnbogason, 1999), einkarekstur almenningsskóla (Börkur Hansen, 2002) eða áhrif tæknihyggju á skólastarf (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2006a) svo dæmi séu nefnd. Fram til þessa hefur enginn skrifað sérstaklega um námsgagnagerð í þessu ljósi. Greinin er sprottin úr þremur ólíkum reynsluheimum, þ.e. úr starfi mínu á sviði stefnumótunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 2009 til 2011, fræðilegum pælingum í doktorsnámi um áhrif nýfrjálshyggju á félagslegt réttlæti í menntakerfum og í þriðja lagi því verkefni sem mér var falið í upphafi árs 2012, að gegna formennsku í stjórn Námsgagnastofnunar. Þáttur í því verkefni var að rýna í stefnumótun í náms- gagnagerð með markvissum hætti. Í starfi mínu í ráðuneytinu las ég kerfisbundið yfir lög og reglugerðir sem vörðuðu menntakerfið. Til að átta mig á sögulegu samhengi skoðaði ég þróun laga á síðustu áratugum. Alþjóðlegir menntastraumar sem kenndir hafa verið við nýfrjálshyggju virtust vera þrástef í þeim lagabreytingum sem höfðu verið gerðar á tímum hægri sveiflu í íslenskum stjórnmálum en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins stýrðu mennta- málaráðuneytinu samfellt frá 1991 til 2009. Áhrifa nýfrjálshyggju gætti eflaust fyrr, og einnig eftir að vinstristjórn tók við í ársbyrjun 2009 enda styrkur orðræðunnar svo mikill að bæði vinstri- og hægristjórnir víða um heim hafa verið virkir þátttakendur (e. subjectivities) í orðræðunni og löggilt hana í stefnu sinni (Harvey, 2005). Hins vegar er ljóst að meðvituð stefna Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma var að innleiða ný- frjálshyggju og því var gengið í það af krafti að breyta lögum í anda hennar (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Guðrún Geirsdóttir og Gunnar E. Finnbogason, 2002; Kristín Dýrfjörð, 2011). Þessar forathuganir juku áhuga minn á að skoða þetta nánar. Í fyrstu ætlaði ég mér að vinna eins konar heildaryfirlit yfir þessar lagabreytingar en ákvað svo að skoða þetta í skrefum og hef haldið erindi um námsgögn (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2012a), háskólastigið (Berglind Rós Magnúsdóttir, 2012b) og leikskólastigið (Kristín Dýrfjörð og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2013) þar sem kastljósið beindist að áhrifum nýfrjálshyggju á lagabreytingarnar. Hér eru skoðuð stefnuskjöl um námsgagnagerð og sérstaklega um Námsgagnastofnun, stærsta aðilann á vettvangi námsgagnagerðar. Titill greinarinnar vísar til lagaákvæðis um námsgögn en eina markmið núgild- andi laga samkvæmt markmiðsgrein laganna er að „auka framboð og fjölbreytni námsgagna“ (Lög um námsgögn, nr. 71/2007, 1. gr.). Þetta orðalag er þekkt þrá- stef í orðræðu nýfrjálshyggjunnar; gengið er út frá því sem vísu að aukið framboð og fjölbreytni tryggi gæði án þess að það sé rökstutt frekar (Ball, 2006). Ýmsa fleiri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.