Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 78

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 78
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201378 ViðHorf Ungmenna til mannréttinda innflytJenda og mÓttökU flÓttafÓlks að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948 til að tryggja grundvallarrétt fólks, óháð aldri, kyni, kynhneigð, hæfni, stöðu í samfélaginu, trúar- afstöðu, litarhætti og þjóðerni (Mannréttindaskrifstofa Íslands, 2008). Rík áhersla er einnig lögð á að efla borgaravitund barna og ungmenna í alþjóð- legri stefnumótun í menntamálum, m.a. skilning þeirra á mannréttindum. Dæmi um þessa áherslu má finna í verkefni á vegum Evrópuráðsins (2011) sem heitir í íslenskri þýðingu Menntun í lýðræðislegri borgaravitund og mannréttindum. Þar er eitt megin- markmiðið að hvetja nemendur til að vinna að og vernda mannréttindi fólks. Í nýrri menntastefnu hér á landi eru mannréttindi einn grunnþátta menntunar í námskrám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2012). Árið 2008 gaf menntamálaráðuneytið út skýrslu um mannréttindafræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Við gerð hennar var meðal annars tekið mið af aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna (2006) og Evrópuráðsins (Flowers, 2007). Þar er lögð áhersla á að uppfræða nemendur og efla gagnrýna hugsun þeirra um mannréttindi og styrkja mannréttindamenningu í skólum. Þá er bent á að mikilvægt sé að fjalla um minni- hlutahópa og hjálpa ungmennum að öðlast skilning á þeirri hindrun sem fordómar geta verið fyrir réttindum fólks og jafnri stöðu þess í samfélaginu. Frá því um miðja 20. öld og fram á miðjan tíunda áratuginn stóð hlutfall erlendra ríkisborgara hér á landi nánast í stað og var í kringum 2%, en árið 2013 hafði þeim fjölgað í 6,7%. Börnum með erlendan ríkisborgararétt hefur einnig fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri (Hagstofa Íslands, 2013). Á Íslandi hefur verið tekið á móti hópum flóttamanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, frá árinu 1956. Árið 1995 var Flótta- mannaráð stofnað og frá þeim tíma til ársins 2012 hefur verið tekið á móti 321 flótta- manni hingað til lands (Velferðarráðuneytið, e.d.). Hagstofa Íslands (Ólöf Garðarsdóttir, Guðjón Hauksson og Helga Katrín Tryggva- dóttir, 2009, bls. 3) skilgreinir innflytjanda sem einstakling sem er „fæddur erlendis og af foreldrum sem eru líka fæddir erlendis, sem og báðir afar og ömmur“ og verður miðað við þá skilgreiningu hér. Á Íslandi telst flóttamaður sá sem er „utan heimalands síns af ástæðuríkum ótta við að vera ofsóttur … og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands.“ Ríkisfangslausir teljast einnig til flóttamanna (Lög um breytingu á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (hælis- mál) nr. 115/2010). Í ljósi aukinna samskipta barna og ungmenna af mismunandi þjóðerni og áherslu á skilning þeirra á mannréttindum er mikilvægt að átta sig á viðhorfum ungmenna hér á landi til fólks af erlendum uppruna. Þessi rannsókn beinist að því að öðlast dýpri skilning á viðhorfum ungmenna til mannréttinda innflytjenda og móttöku flótta- manna með því að taka við þau viðtöl. Ungmennin eru nítján talsins í tveimur aldurs- hópum, 15 og 19 ára. Eitt þeirra á móður af erlendum uppruna en hefur alist upp hérlendis. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðis- þjóðfélagi, sem annar höfundur greinarinnar stendur að (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2011). Meginmarkmið heildarrannsóknarinnar er að afla þekkingar og skilnings á borgaravitund ungs fólks til sjávar og sveita. Leitað er meðal annars eftir gildismati þess, hugmyndum um lýðræði, viðhorfi til mannréttinda, þeim áhrifum sem það telur sig hafa í samfélagi sínu og spurt hvaða áhrif það vildi hafa. Þannig er ungmennunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.