Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 4

Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 4
Fiðrildamen frá 8.500 kr. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Minnakndi n-átt og úrkoMlaust að Mestu. léttir til s- og a-lands. Höfuðborgarsvæðið: Hægur vindur og Háskýjað. vægt frost. eindregin na-átt. snjókoMa uM tíMa n- og a-lands. Höfuðborgarsvæðið: sól, blástur og vægt frost. freMur Hægur vindur og él, einkuM við sjávarsíðuna. Höfuðborgarsvæðið: bjart framan af én síðan éljamugga. róast heldur! Öll él birtir upp um síðir segir gamla máltækið og það er tilfinningin nú eftir stórviðrasama daga. Þó dettur ekki alveg í dúnalogn og áfram verður vægt frost á landinu. Lægðir á ferðinni fyrir sunnan og austan land og valda þær NA-strekkingi með snjókomu um tíma norðan- og austantil á laugardag. Eins hvimleiðum skafrenningi fyrir þá sem verða á ferðinni. Á sunnudag hægir aftur. N- átt í grunninn og eitthvað verður um él. Snjókomu- bakka er spáð inn á Suður- land þegar líður á daginn. -2 -4 -3 -3 -4 -3 -4 -5 -3 -4 -3 -4 -5 -6 -1 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Vilja taka gæludýrin með í strætó „Gæludýrahald hefur góð áhrif á geðheilsu fólks en núverandi fyrirkomulag, bæði varðandi húsnæði, samgöngur og opinbera staði kemur í veg fyrir að dýraeigendur geti veitt dýrunum sínum það góða líf sem þau eiga skilið,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnun á netinu þar sem hvatt er til þess að strætófarþegar fái að taka gæludýr sín með í vagninn. Safna á fimm þúsund undirskriftum fyrir 20. mars Eggert hættir – Eggert tekur við Eggert Benedikt Guð- mundsson er hættur sem forstjóri N1. Við starfi hans tekur Eggert Þór Kristófersson sem gegnt hefur starfi fjármálastjóra félagsins. 19.500 krónur er meðalverð á lögfræði- þjónustu á Íslandi á klukkustund. Hæsta tímaverð er 38.000 krónur en ódýrustu tímar eru á 7.000 krónur. Þetta er niðurstaða Manor sem er tímaskráningarkerfi fyrir lögmenn. Þórey skipuð formaður Ferðamálaráðs Þórey Vilhjálms- dóttir, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð- herra, hefur verið skipuð formaður ferðamálaráðs til næstu fjögurra ára. Það var Ragn heiður Elín Árna dótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem skipaði nýja stjórn Ferðamálaráðs. Varaformaður þess er Páll Mar vin Jóns son. Ísland minnkar Ísland er 102.775 ferkílómetrar að stærð samkvæmt nýjum mælinga Loftmynda ehf. Ísland hefur hingað til verið talið 103.000 ferkílómetrar. Heildarlengd strandlínu Íslands er samkvæmt þessari nýju mælingu 6542.4 km.  vikan sem var Hlaut 12 edduverðlaun Kvikmyndin Vonarstræti setti met þegar hún hlaut 12 Edduverðlaun um liðna helgi. París norðursins hlaut tvenn verðlaun. Leikstjóri Vonarstrætis, Baldvin Z, var valinn besti leikstjórinn og Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachmann voru verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki. F agfólk í heilbrigðisgeiranum á Íslandi er almennt vel meðvitað um til-vist Fetal Alcohol Syndrome Disorder. Á heimsvísu er talið að um 1% barna séu með FASD en ég tel að þetta sé enn fátíðara hér á landi,“ segir Gyða Haraldsdóttir, sérfræðingur á sviði fatlana barna og forstöðu- maður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í mæðravernd á Íslandi er lögð mikil áhersla á að konur neyti ekki áfengis eða annarra vímuefna á meðgöngu og þær taka því almennt mjög alvarlega þó auðvitað séu dæmi um konur sem eiga við neysluvanda að etja. Á þeim þrjátíu árum sem ég hef starfað í þessum geira man ég aðeins eftir þremur börnum með FASD,“ segir Gyða. Í Fréttatímanum í síðustu viku var rætt við Jónu Margréti Ólafsdóttur félagsráðgjafa sem hélt erindi á félagsráðgjafaþingi um áhættuhegðun barna og sagði að FASD væri talin ein helsta orsök námserfiðleika hjá börnum í Evrópu og Bandaríkjunum. FASD er regnhlífarheiti yfir þær afleiðingar sem það getur haft á fóstur ef móðir neytir áfengis- eða annarra vímuefna á meðgöngu, en meðal þessara afleiðinga eru námserfiðleikar og einbeitingar- skortur. Þá sagði Jóna að vegna skorts á þekkingu sé oft ekki skoðað hvort mæður barna með ADHD hafi neytt áfengis-eða annarra vímuefna á með- göngu. Þessu mótmælir Gyða. „Það er fastur liður í greiningarferli barna með þroska- eða hegðunarfrávik að taka greinargóða þroska-, félags- og heilsufarssögu. Liður í slíkri sögutöku er að fá upplýsingar um meðgöng- una, meðal annars hvort um veikindi, neyslu eða aðra erfiðleika var að ræða hjá móður. Að auki er núverandi aðbúnaður og fjölskylduhagir barnsins skoðaðir,“ segir hún. Gyða segir að þó ekki sé að fullu ljóst af hverju ADHD stafar þá sé vitað að erfðir skipta þar miklu. „Talið er að erfðaþátturinn sé sterkastur og sé orsökin í um 70% tilvika. Ef foreldri er með ADHD eru auknar líkur á að barn fæðist með ADHD, alveg óháð öðrum þáttum. Þótt það sé ekki útilokað að neysla áfengis- eða annarra vímuefna á meðgöngu geti verið ein af orsökum ADHD hefur hvergi verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að svo sé. Þaðan af síður hefur verið sýnt fram á að neysla sé helsta ástæða ADHD. „Það eina sem hefur verið sýnt fram á er að mikil og langvarandi neysla áfengis eða annara vímuefna geti leitt til FASD og vegna þeirra útlitseinkenna sem fylgja hjá börnum með FASD þá fer það ekki á milli mála,“ segir hún. Gyða telur það koma mjög illa við foreldra barna sem þurfa sérkennslu vegna námserfiðleika að bendla mæður þessarra barn að ósekju við vímuefnaneyslu á meðgöngu. „Þessir foreldrar hafa iðulega nægan vanda að fást við þó ekki sé verið að benda ásakandi fingri á mæðurnar og kenna þeim um að hafa valdið erfiðleikum barnanna,“ segir hún. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  meðganga sérFræðingur andmælir Fullyrðingum FélagsráðgjaFa Man aðeins eftir þrem- ur börnum með FASD Gyða Haraldsdóttir, for- stöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, segir fagfólk á Íslandi vel meðvitað um tilvist Fetal Alcohol Syn- drome disorder. á heims- vísu er talið að um 1% barna fæðist með FASD en Gyða telur þetta enn fátíðara á Íslandi. Hún segir ekki ástæðu til að telja að hluti barna með ADHD glími við náms- og einbeitingarerfiðleika vegna vímuefnaneyslu móður á meðgöngu, og bendir á að erfðaþættir séu almennt taldir sterkastir þegar kemur að adHd. gyða Haraldsdóttir segir það koma mjög illa við foreldra barna sem þurfa sérkennslu vegna námserfiðleika að bendla mæður þessarra barn að ósekju við áfengis- og vímuefnaneyslu á meðgöngu.Ljósmynd/ NordicPhotos/Getty 4 fréttir Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.