Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 12

Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 12
M Meðal alvarlegustu umhverfisslysa af manna völdum hérlendis er hvarf ísaldarurriðans í Þingvallavatni í kjölfar virkjunar Efra-Sogs árið 1959 og slyss sem gjöreyddi lang- mikilvægasta hrygningarstofni þessa risa í Þingvallavatni en riðmöl í grennd við munna jarðganga í Steingrímsstöð sópaðist burt svo eftir stóðu naktar klappir þar sem enginn urriði gat hrygnt. Ísaldarurriðinn í Þingvallavatni hefur algera sérstöðu meðal þekktra urriðastofna. Hann er síðustu leifar stórvaxins urriða sem kom fram í lok síðustu ísaldar og lifði einangraður í vatninu, varinn af ókleifum fossum í Soginu, í níu þúsund ár og blandaðist því aldrei smærri urriða sem síðar nam vötn um Norður-Evrópu. Ísaldarurrið- inn býr yfir einstakri arfgerð sem einkum felst í háum aldri, síðbúnum kynþroska, sem við fæðugnótt Þingvallavatns stuðlar að aukinni stærð, stærri en þekkist annars staðar á byggðu bóli. Enginn laxastofn á Íslandi hefur sömu meðalstærð við kynþroska og Þing- valla urriðinn. Við lá að þessi einstaki stofn þurrkaðist út í kjölfar virkjunar Efra-Sogs, hvarfs riðmalar- innar og brattrar notkunar Þingvallavatns sem miðlunarlóns í kjölfar virkjunar sem leiddi til mikilla og ónáttúrulegra sveiflna á yfirborði vatnsins. Allt varð þetta til þess að verulega dró úr hrygningu og um fjörutíu ára skeið eftir virkjun þóttu tíðindi ef urriða varð vart í veiði – en áður höfðu risafiskar veiðst. Um hremmingar ísaldarurriðans í Þing- vallavatni var fjallað í merkri bók Össurar Skarphéðinssonar, alþingismanns og fyrrum ráðherra, Urriðadans, sem út kom árið 1996, en Össur er með doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein. Össur hefur með ötulli baráttu, utan þings sem innan, og með aðkomu margra annarra, unnið að því að bjarga ísaldarurriðanum í Þingvallavatni frá útrýmingu en frá níunda áratug liðinnar aldar hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að efla viðgang þessa merka stofns í vatnakerfi Þingvallavatns en frá þeim tíma var ljóst að stofninn var í miklum háska. Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur stóðu fyrir aðgerðunum í samráði við sér- fræðinga. Hlé var gert á þeim árið 2004 en ýmislegt bendir til að aðgerðirnar hafi skilað árangri sem meðal annars birtist í meiri urr- iðagengd í Öxará og aukinni veiði stang- veiðimanna í Þingvallavatni en á síðustu árum hefur vaxandi fjöldi mjög stórra urriða komið fram í veiði. Allgóðar vísbendingar eru því um að með fyrrnefndum aðgerðum hafi tekist að koma upp vísi að stofnum á nýjan leik í Útfallinu og Efra-Sogi. Mikilvægt er því að ekki verði látið staðar numið í aðgerðum sem gætu orðið til að stuðla að vexti stofns ísaldarurriðans og bæta þannig fyrir um- hverfisslysið. Í því skyni hafa sjö þingmenn lagt fram til- lögu til þingsályktunar á Alþingi um eflingu ísaldarurriðans í Þingvallavatni en fyrsti flutningsmaður er Össur Skarphéðinsson. Þar segir að Alþingi álykti að fela forsætisráð- herra, sem fer með málefni þjóðgarðs á Þing- völlum, að setja á laggirnar vinnuhóp sér- fræðinga sem kanni leiðir til að efla viðkomu ísaldarurriðans í vatnakerfi Þingvallavatns. Vinnuhópurinn skal meðal annars meta hvort bæta megi riðstöðvar með riðmöl, greina reynslu af fyrri sleppingum sumaralinna og ársgamalla seiða, kanna leiðir til að styrkja hrygningu örstofna við uppsprettur og síðast en ekki síst skoða hvort æskilegt sé að settar verði samræmdar veiðireglur varðandi urriða fyrir allt Þingvallavatn og Efra-Sog, en veiði- álag á urriðann vex hratt. Fari svo, sem ætla má, að þingsályktun- artillagan verði samþykkt er ekki að efa að forsætisráðherra taki rösklega á tillögum sér- fræðingahópsins. Mikilsvert er að hæfustu sérfræðingar meti árangur allra aðferða sem beitt hefur verið til að bjarga stofninum og hvernig ráðlegast sé að halda áfram. Í því felst, eins og segir í þingsályktunartillög- unni, ábyrg afstaða gagnvart framtíð ísaldar- urriðans og lífríki vatnakerfis Þingvallavatns. Mikið er í húfi þar sem er hinn einstaki fiskur, sem svo nærri var gengið – höfðinginn í mögnuðu lífríki vatnsins. Þingsályktunartillaga um eflingu ísaldarurriðans í Þingvallavatni Vernd hins magnaða höfðingja Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. BOSTON f rá Tímabi l : mars - maí 2015 17.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS AMSTERDAM f rá Tímabi l : jún í 2015 12.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS 12 viðhorf Helgin 27. febrúar–1. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.