Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 46

Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 46
46 heilsa Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 Kjörið tækifæri til að upp- lifa náttúru Íslands og bæta heilsuna. T he Biggest Winner er for-varnar- og lýðheilsuverkefni Ferðafélags Íslands. Nám- skeiðið er hluti af Fjallaverkefnum Ferðafélagsins í ár og er sérstaklega ætlað fyrir feita, flotta og frábæra sem þora, geta og vilja. Um er að ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir- vigt þar sem boðið verður upp á ró- legar göngur, stöðuæfingar, fræðslu og mælingar. Lögð er áhersla á að vinna með þátttakendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Kynningar- fundur verður haldinn mánudags- kvöldið 2. mars, í sal Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6 og hefst klukkan 19. Umsjónarmenn eru Steinunn Leifsdóttir og Páll Guðmundsson. Hreyfing í náttúrulegu um- hverfi Námskeið af þessu tagi var haldið í fyrsta skipti í fyrra og segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, að verkefnið hafi fengið góðar viðtökur. „Fólk sem átti erfitt með að ganga stutta vegalengd á jafnsléttu gekk Fimm- vörðuháls undir lok sumarsins og í framhaldi af því á fjöll reglulega.“ Þátttakendur í verkefninu setja sér langtímamarkmið. „Þetta er ekki átak heldur lífsstílsbreyting,“ segir Páll. „Í þessum félagsskap er fólk sem er búið að reyna ýmislegt. Í þessum hóp hjá Ferðafélaginu er það að finna jákvæðan félagsskap og á þessu námskeiði hefur mynd- ast góð vinátta. Markmiðin snúast vissulega um að auka þol og form og betri heilsu bæði andlega og líkam- lega. Það er fyrst og fremst ánægja, gleði og hreyfing í náttúrulegu og fallegu umhverfi sem dregur fólk að.“ Margir sigrar, stórir sem smáir Steinunn Leifsdóttir er umsjónar- maður The Biggest Winner ásamt Páli. Steinunn hefur starfað sem fararstjóri hjá Ferðafélaginu um árabil og er auk þess íþróttafræð- ingur að mennt. Hún segir það hafa verið einstaka reynslu að leiðbeina á svona námskeiði. „Þetta er auðvitað langur tími sem við eyðum saman. Við göngum saman tvisvar í viku í heilt ár og því eru þetta einstök tengsl sem myndast. Maður upplifir svo marga sigra, stóra sem smáa, í gegnum þátttakendurna.“ Stein- unn segist einnig hafa tekið eftir mikilli andlegri breytingu hjá þátt- takendunum. „Okkur langar auðvi- tað að líða sem best og ég hef tekið eftir betri líðan hjá þátttakendum eftir því sem líður á námskeiðið.“ Þátttakendur hafa auk þess haldið hópinn eftir námskeið og sótt ýmsa viðburði hjá Ferðafélaginu og það er því ljóst að um er að ræða algjöra lífsstílsbreytingu. Páll og Steinunn hvetja áhugasama til að mæta á kynningarfundinn sem fram fer á mánudagskvöld. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is The Biggest Winner Hópurinn sem tók þátt í fyrsta Biggest Winner námskeiðinu smellir í selfie á toppnum. Þ óra Guðlaug Ásgeirsdóttir hómópati er brautryðjandi í sölu heilsuvöru. Hún rak, ásamt eiginmanni sínum, verslunina Heilsuhornið á Akur- eyri til f jölda ára. „Ég starfa í dag sem hómó- pati og hef í gegnum tíðina ráðlagt f jölda fólks inntöku á Solaray bæti- efnum. Þar sem ég þekki gæðin, þá get með góðri samvisku ráð- lagt öðrum Solaray.“ „Ég ráðlegg mínum skjólstæð- ingum Salmon Oil eða laxalýsi með góðum árangri. Ég tel þetta eina af bestu Omega 3 olíuna á markaðinum og mínir viðskipta- vinir eru sammála mér. Flesta vantar jú Omega 3 í líkamann! Solaray Salmon oil er unnin úr holdi villilax og uppsprettan ger- ist vart betri.“ Unnið í samstarfi við Heilsa ehf  Heilsuvara solaray bæTiefni Ráðlegg mínum skjól- stæðingum Salmon Oil eða laxalýsi Salmon oil: n Virkar bólgueyðandi og mýkjandi fyrir liði. n Nærir taugakerfið og bætir andlega líðan. n Veitir húðinni raka og næringu. n Stuðlar að aukinni fitubrennslu og hormónajafnvægi. u mræðan um mjólkuróþol hefur færst í aukana und-anfarið og fer greiningum á ýmist óþoli eða ofnæmi fyrir kúa- mjólkurafurðum fjölgandi hér á landi. Dr. Thomas Ragnar Wood er væntanlegur til landsins um helgina en hann mun ræða mjólk- uróþol á fyrirlestri á vegum sam- takanna Heilsufrelsis laugardaginn 28. febrúar. Dr. Ragnar er með BS gráðu í lífefnafræði frá Cambridge háskólanum í Bretlandi og lækna- gráðu frá Oxford háskólanum. Hann stundar nú framhaldsnám í heilataugalífeðlisfræði ungbarna við Háskólann í Osló og sérhæfir sig í mjólkuróþoli. Samkvæmt læknisfræðinni er um tvenns konar óþol að ræða; annars vegar óþol fyrir mjólkur- sykri sem kallast laktos og hins vegar óþol fyrir mjólkurpróteininu kasein. Óþolið er tilkomið vegna skorts á ensímum í meltingarkerf- inu til að melta laktos eða kasein og getur það leitt til meltingartrufl- ana. Mjólkurofnæmi er hinsvegar alvarlegra en í þeim tilvikum hef- ur ónæmiskerfið myndað mótefni gegn mjólkinni. „Talið er að allt að 5% ungbarna þrói með sér ofnæmi fyrir kaseini. Einkennin eru útbrot, niðurgangur og magaverkir. Í þessum tilvikum þarf móðir með barn á brjósti að útiloka mjólkur- afurðir úr fæðunni þar sem próteinið fer yfir í brjósta- mjólkina. Rannsóknir sýna þó að ofnæmið gangi yfir hjá flestum börnum yfir þriggja ára, eða í um 90% tilvika,“ segir dr. Ragnar í viðtali við Fréttatímann. Ástæðu mjólkuróþols má, að sögn dr. Ragnars, rekja til bæði erfða- og um- hverfisþátta. „Ónæmiskvill- ar á borð við astma, exem og fæðuóþol hafa færst í aukana síðustu áratugi. Ofnotkun sýklalyfja hefur sýnt sig hafa neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins hjá ungum börnum. Ef fæðuóþol er í fjölskyldunni getur brjósta- gjöf í allt að 12 mánuði styrkt ónæmiskerfi ungbarnsins og  MjólkuróÞol fyrirlesTur uM Helgina Greiningum á mjólkuróþoli og mjólkurofnæmi fjölgar Ástæðu mjólkuróþols má rekja til bæði erfða- og um- hverfisþátta. Dr. Thomas Ragnar Wood www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong AMSTERDAM f rá Tímabi l : jún í 2015 12.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS smurning á fætur og bak slakar á vöðvum og réttir úr baki vísindi og verkleg þjálfun 21. mars kl. 9-19 Olíulindin Vegmúla 2 raindrop námskeið S: 848 95 85 / liljaodds@gmail.com

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.