Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 70

Fréttatíminn - 27.02.2015, Side 70
 Bar Myndskreyttir veggir Málaði veitingastað með Air-brush Í Austurstræti er unnið dag og nótt við það að gera nýjan veitingastað kláran til opnunar. American Bar, eða Ameríski barinn, mun opna þar innan skamms í því húsi sem áður hýsti Thorvaldsen Bistro. Á veggj- um staðarins hafa verið málaðar og teiknaðar myndir af ýmsum toga og munu eflaust fanga athygli þeirra sem heimsækja staðinn. Air-brush meistarinn Ýr Bald- ursdóttir er einn þeirra listamanna sem hafa skreytt staðinn. „Eigand- inn hringdi í mig eftir að hafa fengið ábendingu frá snyrtistofu hér í bæ,“ segir Ýr. „Ég hef verið að gera alls- konar myndir með Air-brush tækni og mikið skreytt bíla og mótorhjól. Ég fékk þær leiðbeiningar að eig- endurnir vildu hafa þetta amerískt út í smá bíóþema, svo ég gerði stóra mynd af Jack Nicholson úr Shining myndinni og líka Monicu Lewinsky og allskonar skreytingar,“ segir Ýr. „Þetta er skemmtilegt verkefni og ég hef verið í mjög fjölbreyttum verkefnum Ég stefni á það að halda sýningu þegar nær dregur jólum, þar sem ég hef verið að leika mér að blanda saman Air-brush aðferð- inni við olíumálningu. Það er spenn- andi að sjá hvernig það mun þróast,“ segir Ýr Baldursdóttir Air-brush meistari. Ameríski barinn opnar á næstu dögum og þar verður meðal annars boðið upp á borgara og rif frá Dirty Burgers and Ribs, ásamt fleira góð- gæti. -hf Ýr Baldursdóttir ásamt Jack Nicholson. Ljósmynd/Hari Ég ætla að elta draum- inn, segir Rakel Björk Björnsdóttir. Ljósmynd/Hari  Herranótt rakel Björk Björnsdóttir Með aðalHlutverkið Foreldrarnir geta ekki sungið Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, frumsýnir í kvöld söngleikinn Vorið vaknar, eða Spring Awakening eftir þá Duncan Shaeik og Steven Sater. Með aðalhlutverkið fer ung og efnileg leikkona sem heitir Rakel Björk Björns- dóttir. Hún útskrifast úr MR í vor og ætlar sér að þreyta inngöngupróf í leiklistarskóla í London í kjölfarið. Hún lék í kvikmyndinni Falskur fugl á síðasta ári og í vor verður kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson frumsýnd, þar sem Rakel fer með aðalhlutverkið. H erranótt, leikfélag MR, set-ur upp eina stóra sýningu á ári og í ár er það söngleikur- inn Vorið vaknar sem varð fyrir val- inu. Rakel Björk Björnsdóttir, sem leikur eitt aðalhlutverkanna, segir alltaf jafn gaman að taka þátt, en hún er að taka þátt í þriðja sinn. „Við byrjuðum að lesa handritið í byrjun desember og svo höfum við æft stíft frá áramótum,“ segir Rakel Björk. „Söngleikurinn er byggður á sögu frá árinu 1890 og það er ótrúlega gaman að leika og syngja í þessu.“ Rakel á sér þann draum að geta leikið og sungið að atvinnu í framtíðinni og er farin að leggja drög að því að láta þann draum rætast. „Ég lék í Fölskum fugli í fyrra og í vor verður myndin Þrestir frumsýnd þar sem ég leik eitt aðalhlutverkanna. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt. Ég er að útskrifast frá MR í vor og ætla í smá ævintýri. Ég ætla að reyna að komast inn í skóla í London og vonandi gengur það bara vel,“ seg- ir Rakel sem sótti um í Leiklistar- skólanum hér heima þegar inntöku- prófin voru í janúar og komst í loka úrtakið. „Það var pínu svekkjandi að komast ekki inn, eðlilega. Sérstak- lega þegar maður var kominn svona langt,“ segir Rakel Björk. „Það má samt ekki draga úr manni, maður heldur bara áfram.“ Rakel hefur verið að syngja í veislum og öðrum uppákomum undanfarið og nýtir hvert tækifæri til þess að syngja. „Foreldrar mínir geta ekki sungið svo það er ekki al- veg vitað hvaðan ég hef þetta eigin- lega,“ segir Rakel. „Ég hef bara alltaf verið að syngja og tók þátt í öllum þeim söngkeppnum sem ég gat þegar ég var yngri, og í söngkeppni framhaldsskólanna. Það er draumur- inn að geta verið söng- og leikkona og ég ætla að reyna það,“ segir Rakel Björk Björnsdóttir. Herranótt mun sýna 8 til 10 sýn- ingar af Vorið vaknar og allar nánari upplýsingar um sýninguna má finna á www.midi.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Nýdanskir dagar að hefjast Hljómsveitin Nýdönsk hefur í kvöld tónleikaröð sem þeir kalla Nýdanska daga. Í tilefni þess frumsýnir sveitin forláta mottur á tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld, en Mottumars hefst um helgina. Í þessari tónleikaröð mun sveitin heimsækja Siglufjörð, Akureyri, Reykjanesbæ, Akranes ásamt Hafnarfirði með tvennum tónleikum í Bæjarbíói um helgina. Sérstakir gestir í Bæjarbíói verða nemendur í Tón- listarskóla Hafnarfjarðar, sem munu leika nokkur vel valin lög Nýdanskra á tónleikunum. Allar upplýsingar um Nýdanska daga má finna á Facebook síðu hljómsveitarinnar. Dóri Gylfa og Siggi Þór í Rétti Tökur á þriðju þáttaröð spennuþáttanna Réttur hefjast í vor. Leikstjóri þáttanna verður Baldvin Z og er undirbúningur hafinn og verið að ráða í helstu hlutverk. Jóhanna Vigdís Arnardóttir mun leika aðalhlutverkið eins og í fyrri seríum sem gerðar voru fyrir fimm og sex árum. Önnur hlut- verk í þáttunum verða í höndum Halldórs Gylfasonar og Sigurðar Þórs Óskarssonar, svo einhverjir séu nefndir, en leikaraval stendur yfir þessa dagana. Lucky Records til sölu Hljómplötuverslunin Lucky Records við Rauðarárstíg er auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Atvinnueign. Ingvar Geirsson, eigandi verslunarinnar, segist ekki hafa hugsað þetta í langan tíma, en aðallega langi hann að sjá hvað er í boði. „Ég er nú bara að þreifa fyrir mér. Það fer ekki bara eftir tilboði, heldur líka eftir hugsjón hvort ég láti af þessu verða,“ segir Ingvar. „Ég hef alltaf reynt að gera búðina betri og finnst eins og ég komist ekki mikið lengra í bili.“ Lucky Records byrjaði sem bás í Kolaportinu árið 2005 og hefur jafnt og þétt orðið ein vinsælasta búðin í miðbænum. Verið valin besta hljómplötuverslun landsins 2012, 2013 og 2014, ásamt því að hafa verið valin ein af sex bestu hljómplötuverslunum heims af BA-Highlife. „Það eru margir sem koma til greina sem arftakar, en þetta ræðst á hugarfari, reynslu og virðingu fyrir hugtakinu plötubúð,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records. -hf 70 dægurmál Helgin 27. febrúar–1. mars 2015 MÍL ANÓ f rá Tímabi l : ma í - jún í 2015 16.999 kr. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI BÓKAÐU NÚNA Á WOWAIR.IS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.