Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1991, Side 67
KENNSLUBÆKUR Spegill, spegill . . . Spegill, spegill . . . er safn af goðsögum, þjóðsögum, jóðum, smásögum og sagna- brotum, sem ællað er þeim nemendum sem eru að hefja íslenskunám í framhaldsskól- um. Val á textum miðaðist einkum við það að efnið gæti hrifið nemendur inn í heim bók- menntanna og skerpt sgn þeirra á samfélag- ið og þau sjálf. Bókin beinir vinnu nemenda inn á persónulegri brautir en áður hefur tíðk- ast í móðurmálskennslunni og gagnast eink- ar vel við að örva munnlega og skriflega tjáningu. Þær Jóhanna Sveinsdóttir og Þuríður Jó- hannsdóttir völdu efnið í bókina og unnu „verkefnabanka" með henni, sem ætlaður er kennurum. Bókin er 212 bls. Verð: 1990 kr. BALDUR SIGURÐSSON STEINGRÍMUR ÞÓRÐARSON Lykill að stafsetningu og greinarmerkjum Hér er áferðinni athyglisverð nýjung í staf- setningarkennslu. Lykillinn er í senn hand- bók og kennslubók. Stafsetningareglur eru Jlokkaðar í Jjóra bálka eftir stöðu villu í orði, og hver regla er númeruð og studd dæmum. Sé númerakerjið notað við yfirferð verkefna sér nemandinn í sjónhending hvort villurnar sem hann gerir fylgja ákveðinni reglu eða ekki, og lykillinn auðveldar honum að leið- rétta sjálfur. Baldur Sigurðsson og Steingrímur Þórðar- son hafa rannsakað stafsetningarkunnáttu skólanema á síðustu árum. 65

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.