Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 4
FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 20084 Fréttir Sandkorn n Hermt er að Björgólfur Guð- mundsson, aðaleigandi Morg- unblaðsins, sé í hátíðarviðtali við blað sitt á sunnudaginn. Agnes Bragadóttir, höfundur kenningarinnar um alheims- samsæri seðlabanka gegn Ís- landi, tók viðtalið rétt eins og klettavið- tal við Geir Haarde forsæt- isráðherra á dögunum. Allt eins er búist við að Björgólf- ur biðjist afsökunar á því fyrir hönd Landsbankans að hafa steypt þjóðinni í skuldafen sem kennt er við IceSave. Þó gæti verið að um væri að ræða tilfinningaríkt viðtal um þraut- ir aðaleigandans í kröppum dansi kreppunnar. n Fréttablaðið birti í gær and- látsfregn Golfblaðsins í nokkr- um véfréttastíl þar sem sagt var að tímaritið væri komið í dvala og óvíst hvort það myndi skríða úr híði sínu í vor. Þessi tíðindi komu frekar flatt upp á þá sem að Golfblaðinu standa hjá tímaritaút- gáfunni Birtíngi enda næsta tölublað Golfblaðsins á leið í prentsmiðju eftir helgina. Þar fyrir utan eru óstaðfestar and- látsfregnir af fjölmiðlamarkaði á síðum Fréttablaðsins svolítið eins og snara í hengds manns húsi þar sem sá kvittur er kom- inn á kreik að fjöldauppsagnir séu yfirvofandi á Fréttablaðinu jafnvel þrátt fyrir að Ari Ed- wald, forstjóri 365, hafi fengið dynjandi lófaklapp frá starfs- fólki blaðsins þegar hann lof- aði því hátíðlega fyrir skömmu að í engu yrði hróflað við Fréttablaðinu þrátt fyrir sparn- aðarsamruna við Árvakur. n Rithöfundurinn Stefán Máni þykir sýna þrælgott tímaskyn með sinni nýjustu skáldsögu, Ódáðahraun, sem kom út í síðustu viku en þar fjallar hann um hrunadans á verð- bréfamark- aði þegar harðsvír- aður und- irheima- kóngur, Óðinn R. Elsuson, sölsar undir sig stór- fyrirtæki með óvönduðum meðulum. Stefán Máni hefur þó varla getað séð fyrir að ryk- ið yrði dustað af líkfundarmál- inu svokalla í kringum útgáfu bókarinnar en málið komst aftur í fréttir í tengslum við amfetamínverksmiðju í Hafn- arfirði. n Einn amfetamínframleið- andinn, Jónas Ingi Ragnars- son, var lykilmaður í lík- fundarmálinu en honum var gert að sök að hafa sökkt líki Litháans Vaidasar Jucevici- us í höfnina í Neskaupstað í byrjun árs 2005. Vaidas lést þegar fíkniefni sem hann bar innvortis láku út í líkama hans. Stefán Máni er með sína eigin útgáfu af þessari sorgarsögu í Ódáðahrauni en þar rekst glæponinn Óðinn á Litháa að nafni Vaidas sem er sárþjáður vegna efna sem eru föst í lík- ama hans. Óðinn tekur málið engum vettlingatökum, drep- ur Litháann, ristir hann upp í sláturhúsi og sækir amfetam- ínið í iður hans. DRAUGALANDIÐ Skáldið Skrifar Í nótt dreymdi mig jeppakirkju- garð, nýja bók sem hlotið hafði nafnið Draugalandið, mig dreymdi hrun blóðbankans og mig dreymdi Geir H. Haarde og hann brosti eins og ein af þessum fíflalegu dúkkum sem gegn- um tíðina hafa fengið að spóka sig sitjandi á lærum búktalara. Ég áttaði mig strax á því að þetta bjánalega bros gat ekki verið góður fyrirboði og þá er ég að taka tillit til þess að núna eru ráðamenn orðnir ráðþrota og uppi- skroppa með þráð í lyganetin. Þeir hafa notað allt líkingamál sem tengist sjósókn og hrakn- ingum og þeir æla hver um annan þveran – bullandi sjóveikir í brælunni í ólgusjó lán- leysis – fórnarlömb þeirrar fyrirhyggju sem hvorki var né hét. Og þjóðin situr í skuldasúp- unni og þarf að borga brúsann. Nei, við ætlum ekki að finna sökudólga, við ætlum að nýta tárin til að salta grautinn – við ætlum að bíta á jaxlinn og gleyma því sem gerðist. Því fyrr, því betra. Gleymum því strax í dag að Dabbi litli bankamaður ýtti eyðslubrjálæðinu af stað og stöndum saman í því að gleyma allri dellunni sem Dabbi og Dóri lugu að okkur. Gleymum því hvernig forsetinn lýsti dásemd útrásar- innar. Við skulum fallast í faðma, gráta í hljóði og gleyma því að landinu okkar hefur verið stjórnað af fólki sem ekki hefur haft hundsvit á einu eða neinu. Gerum okkur grein fyrir því að leikskólabörn hefðu stjórnað landinu bet- ur en þeir þingmenn sem við höfum valið. Og um leið og okkur er þetta ljóst þá skulum við muna að það er gott að gleyma. Eymdinni fylgja ný tækifæri og ég er að hug- leiða hvort við ættum ekki bara að stofna nýj- an stjórnmálaflokk. Þetta getur allavega ekki versnað. Við getum kallað hann Nýja-Ísland eða eitthvað í þá áttina. Við getum byrjað upp á nýtt og við getum byrjað á því að láta Dabba litla bankamann fá að njóta eftir- launanna sem hann hefur fyrir löngu náð að tryggja sér. Reyndar myndi það ekki hryggja mig þótt þingmannaskarinn allur hundsk- aðist heim og obbanum mætti mín vegna bjóða tvöföld eftirlaun ef menn lofuðu að fela smetti sín á meðan ælupest óráðsíunnar er að ganga yfir. Þá gæfist okkur kannski tóm til að afnema verðtryggingu lána og þá gæti það loksins orðið hagstætt fyrir ríkið að halda verðbólgunni niðri. Núna er staðan nefnilega sú að ríkið á alla bankana og allar skuldirnar. Við erum ríkið. GUÐ BLESSI NÝTT ÍS- LAND! Brátt í gömlu förin fennir, við fáum störf að vinna og njóta þess að neyðin kennir nöktu fólki að spinna. Ó Kristján Hreinsson sKáld sKrifar. „Ég áttaði mig strax á því að þetta bjánalega bros gat ekki verið góður fyrirboði“ Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknar- flokksins, segir að Björn Ingi Hrafnsson, rit- stjóri Markaðarins og fyrrverandi oddviti flokksins í borgarstjórn, beiti Markaðnum afdráttarlaust gegn Guðna Ágústssyni, for- manni Framsóknarflokksins. Hann segir engan hafa skaðað flokkinn meira en Björn Ingi. Björn segir ásakanir af þessu tagi frá- leitar. Hann segist enn fremur ekki íhuga endurkomu í pólitík. „Björn Ingi hefur beitt sínum fjöl- miðli, Markaðnum, og bloggsíðu sinni mjög afdráttarlaust gegn Framsóknarflokknum og þá sér- staklega formanni hans,“ seg- ir Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við DV. Óróleiki í flokknum Á bloggsíðu sinni, bjarnihardar. blog.is, hnýtir Bjarni í Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra á Markaðn- um og fyrrverandi borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar talar hann um meintan óróa í flokknum „ ...þar sem Björn Ingi og nokkrir menn með honum hafa um langt skeið sprengt reyk- sprengjur“. Bjarni segir í samtali við DV að Björn Ingi eigi lítið með að býsnast yfir fylgistölum Fram- sóknarflokksins. „Enginn maður hefur leikið þennan flokk eins grátt og Björn Ingi,“ segir hann. Undrast viðkvæmni Bjarna Björn Ingi segir að Bjarni sé frjáls skoðana sinna en finnst ásakanir hans í sinn garð fráleitar. „Ég undr- ast viðkvæmni Bjarna. Hann hefur lengi unnið við fjölmiðla og ætti því að kunna að taka pólitískri umræðu ekki persónulega,“ segir Björn Ingi. Hann bætir því að hann sé blaða- maður í dag og ætli ekki að munn- höggvast við stjórnmálamenn. Þeg- ar Bjarni er spurður hvort hann telji að Björn Ingi sé á leið í pólitík seg- ir hann: „Það ætla ég að vona ekki.“ Þegar Björn Ingi er spurður hvort hann sé að íhuga slíkt segir hann: „Nei, ekki neitt.“ Heiðarleiki ofar öðru Friðrik Jónsson, formaður Framsóknarfélags Akraness, skrif- ar á bloggsíðu sinni, fridrik.eyjan. is, að Bjarni hafi tekið við hlutverki Kristins H. Gunnarssonar, fyrr- verandi þingmanns Framsóknar- flokksins, sem óróamaður í flokkn- um. Bjarni segir allt tal um að hann sé óróamaður dæma sig sjálft. Í pistli á bloggsíðu sinni segir hann: „Þó ég kunni nú alltaf hálfilla við svona barnaleg samanburðarfræð- i hljómar það ólíkt heiðarlegra að vera líkt við Kristin heldur en t.d. REI-borgarfulltrúann fyrrverandi.“ Spurður um þessi ummæli seg- ist Bjarni einfaldlega ekki geta var- ist þeirri hugsun að hann vilji frek- ar vera líkt við Kristin en Björn Inga. „Ég held nú að eftir það sem á undan er gengið í þjóðfélaginu verði heiðarleiki metinn að verð- leikum í pólitík, án þess að ég segi nú meira um það,“ segir hann. Hafnar óróa Bjarni segir aðspurður ekki rétt að mikill órói sé í Framsókn- arflokknum. „Það er ekki órói í flokknum. Það er lítill hópur manna sem stendur á hliðarlín- unni, enginn þeirra í trúnaðar- störfum fyrir flokkinn svo ég viti, sem hefur látið ófriðlega. Þeir hafa verið ósáttir við það að Framsókn- arflokkurinn taki ekki upp stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumál- um. Ég hef í sjálfu sér aldrei skil- ið af hverju þessir menn vilja telja sig til Framsóknarflokksins en ekki Samfylkingarinnar,“ segir Bjarni og bætir því við að flokkurinn sé betur kominn án manna sem vilji vinna honum tjón. Hann segir enn frem- ur að hann verði ekki mikið var við óróa í flokknum, hvorki á þingi né á fundum Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvort það er rétt að tala um að þetta sé í flokkn- um. Þetta er meira svona utan í hon- um,“ segir hann að lokum. „Ég veit ekki hvort það er rétt að tala um að þetta sé í flokkn- um. Þetta er meira svona utan í honum.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is MarkaðnuM beitt gegn guðna Vonar að Björn Ingi snúi ekki aftur í pólitík Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist ekki verða var við óróleika innan flokksins. Íhugar ekki endur- komu í pólitík Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri segist ekki vilja munnhöggvast við stjórnmálamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.