Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.2008, Blaðsíða 32
Hefðir þú spurt mig fyrir tut-tugu og fimm árum hefði ég ekki haft hugmynd um það, ég lét aðra um að stjórna mér, dæma mig og hafa áhrif á mína líðan. Í dag hef ég sem bet- ur fer fengið að kynnast sjálfum mér aðeins betur,“ segir Hermann Gunn- arsson þegar hann er beðinn um að segja örlítið frá því hver hann er. Aðeins nítján ára var Hemmi kominn í landsliðið í knattspyrnu sem og í handbolta. Hann fór snemma að vera á milli tannanna á fólki vegna áhugamála sinna eins og hann sjálfur orðar það. „Þegar þér gengur vel færðu tíu á móti þér, þeg- ar þú tekur skrefið lengra og gengur enn betur færðu hundrað á móti þér. Þetta kunni ég einfaldlega ekki á og átti í töluverðum erfiðleikum með að sætta mig við. Þegar ég fékk hrós sveiflaðist ég upp í skýin og þegar ég heyrði einhverjar leiðindasögur af sjálfum mér hrapaði ég niður þrátt fyrir að ekki væri til í þeim sannleiks- korn. Árið 1984 fannst mér því tími til kominn að fara í sjálfsskoðun og kynnast þessum strák aðeins betur.“ Fínasti strákur „Ég kafaði alla leið inn í smástrák- inn Hemma til þess að byrja mína sjálfsskoðun og komst fljótlega að því að Hemmi var bara fínasti strákur.“ Hemmi hafði lifað hröðu lífi sem innihélt meðal annars mikl- ar skemmtanir og áfengisdrykkju. Hann segir tilfinninguna því hafa verið ljúfsára þegar hann leit til baka yfir líf sitt. Hemmi fór rólega af stað og vann sína vinnu samviskusam- lega. „Mér fannst rosalega spenn- andi að fá að kynnast stráknum sem allir töldu sig þekkja en enginn raun- verulega þekkti. Ég leit því á þetta verkefni sem mikla og skemmtilega áskorun.“ Fljótlega kom hann þó að stórri hindrun, feimni. „Ég hef alltaf ver- ið hryllilega feiminn,“ segir hann og viðurkennir að það komi flestum mjög á óvart. „Ég er til dæmis feim- inn við þig núna,“ segir Hermann og bendir á blaðamann. Svo slæmt var þetta um tíma að Hemmi treysti sér einn ekki í bíó. „Eins og gefur að skilja varð ég að taka á þessu.“ Hemmi fór því meðvitað í gegn- um hinar ýmsu prófraunir og náði í kjölfarið góðum árangri. „Það erfið- asta sem ég gerði var án efa að fara einn í Þjóðleikhúsið eins og ég gerði eitt árið. Ég sat einn í miðjum saln- um, fannst eins og allir væru að horfa á mig. Stóð einn í hléi með kókglas- ið mitt og spjallaði varla við nokkurn mann. Þegar sýningunni lauk og ég gekk út upplifði ég mikla sigurtilfinn- ingu. Þetta var mikið afrek fyrir mig því ég taldi mig alltaf hafa verið mikla hópsál en er í raun mikill einfari.“ Vildi höFnun Það voru fleiri tilfinningar sem Hemmi þurfti að vinna í, samanber höfnun. „Ég taldi mig aldrei hafa fengið höfnun.“ Kvöld eitt á Þórskaffi eftir að hafa tekið þátt í skemmtun á þeim ágæta stað fór Hemmi mark- visst bláedrú á ballið til þess eins að fá höfnun. „Ég gekk upp að stúlku sem var á ballinu með sínum manni og bauð henni upp í dans. Stúlkan af- þakkaði dansinn mjög pent og benti mér góðlátlega á að það væri ör- ugglega nóg af öðrum stúlkum sem vildu stíga sporið með mér á dans- gólfinu.“ Hemmi taldi sig nú loksins hafa fengið höfnun og fannst hún ekkert sár. „Að kvöldinu loknu varð mér hins vegar hugsað til þess að ég hafði neitað nokkrum stúlkum um dans og hafnað þeim. Niðurstaðan var því sú að Hemmi vildi ekki vera með öllum konum og það vildu ekki allar konur vera með Hemma,“ segir Hemmi og glottir út í annað. Síðar á lífsleiðinni kynntist Hemmi þeirri til- finningu sem alvöru höfnun fylgir og segir hana ekki hafa farið eins vel í sig eins og á ballinu góða. tilFinningalega lokuð kynslóð „Það verður því miður bara að viðurkennast að mín kynslóð á ekk- ert sérstaklega auðvelt með að tjá til- finningar sínar. Það var algengt hér áður fyrr og er líklega enn að fólk tal- aði um að það ætti ekki maka sinn og börn heldur sé með þau að láni,“ seg- FÖSTUdagUr 24. OKTÓBEr 200832 Helgarblað „Ég spurði vini mína Hvort þeir HÉldu að Ég væri í einHvers konar afneitun eftir Hjartaáfallið. Hvort það gæti virkilega verið að mÉr liði allt- af svona vel, Hvort nokkur maður ætti það skilið. Ég átti bara erfitt með að trúa þeirri breytingu sem á mÉr Hafði orðið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.